Það þarf að gera eitthvað Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 27. september 2019 10:20 Umræða um loftslagsmál minnir stundum á samband Jóns og Sigurðar. Í hamingjuríku hjónabandi þeirra hafði orðið til ákveðið mynstur. „Það þarf að skipta um peruna á langaganginum,“ sagði Sigurður við Jón. „Það þarf að fara með hundinn í göngutúr,“ sagði Sigurður. „Það þarf að taka til í bílskúrnum,“ sagði Sigurður ofurvinarlega við Jón. Svona gekk þetta í nokkra áratugi. Þegar Sigurður sagði einn fallegan vordag við Jón: „Það þarf að huga að blómunum,“ svaraði Jón hugsi: „...er ég þetta það?“ Það er eðlilega ákall um aðgerðir. Ákallið er nauðsynlegur upphafspunktur á því að takast á við vandann. En hvað svo? Vísindamenn segja að ef ekkert verður að gert stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. Það þarf að gera eitthvað. Þetta eitthvað er að draga verulega úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Hvernig gerum við það? Meðal þess sem teflt er fram er að við hlustum á vísindamenn, Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láti hið minnsta 2,5% af landsframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða eða til aðgerða tengdum umhverfismálum. Af þessu þrennu er krafan um 2,5% af landsframleiðslu áþreifanlegust. Nánast allir Íslendingar hlusta á vísindamenn. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvað myndi felast í því að lýsa yfir neyðarástandi. Getur „neyðarástand“ varað í áratug án þess að verða bara „ástand“? En það er önnur saga.Hver á að gera hvað? Þessi tala, 2,5%, er ekki úr lausu lofti gripin. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir í skýrslu frá október í fyrra að til þess að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður þurfi að setja 2,5% af heimsframleiðslu á hverju ári til ársins 2035 í baráttuna við loftslagsvána. Það eru 2,4 billjónir Bandaríkjadala, um það bil 300 billjónir króna á gengi dagsins. Hvað á að gera við alla þessa peninga? Jú, fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum til að fasa út jarðefnaeldsneyti. Vindmyllur, sólarsellur, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og fleira í þeim dúr. Í íslensku samhengi samsvara 2,5% af landsframleiðslu um 70 milljörðum króna. 70 milljarðar af vatnsaflsvirkjunum þýðir um það bil ein ný Kárahnjúkavirkjun á þriggja ára fresti eða 145 vindmyllur á ári til ársins 2035. Er þetta það sem við viljum og þurfum að gera á Íslandi?Á ég að gera það? Gamla tuggan er að maður borðar fíl einn bita í einu. En hvar tekur maður fyrsta bitann? Tökum dæmi: Hvort skilar meiri loftslagsárangri að tengja skip við rafmagn meðan þau liggja við bryggju eða setja upp hraðhleðslustöðvar til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum? Og hvort skilar meiri ábata fyrir loftslagið fyrir hverja krónu? Ég veit það ekki. Ég held því miður að fáir viti það, sem stendur. Þessu þarf að svara sem fyrst og grípa svo til markvissra aðgerða til að ná utan um vandann. Flækjustig loftslagsmála er oft svo hátt að það lamar allan vilja til aðgerða. Því þurfum við að breyta. Við þurfum að finna út hvar eigi að byrja, hver eigi að gera hvað og hvernig eigi að gera það. Kannski er best að við virkjum fyrir 70 milljarða á hverju ári. En kannski ekki. Viðskiptaráð hefur, með þetta að leiðarljósi, sett á laggirnar umhverfishóp Viðskiptaráðs. Markmið hans er meðal annars að stuðla að því að markmið Parísarsamkomulagsins náist í sátt og samvinnu almennings, viðskiptalífsins og hins opinbera. En betur sjá augu en auga. Þess vegna efnir Viðskiptaráð til Verkkeppni dagana 4. til 6. október í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er öllum opin og skráning er á vi.is/verkkeppni til og með 29. september. Viðfangsefnið er Milljón tonna áskorunin – hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda innan Parísarsamkomulagsins um milljón tonn fyrir árið 2030. Milljón krónur verða veittar fyrir stefnuna sem dómnefnd telur að nái mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Við þurfum að breyta hugsun okkar um loftslagsmál. Það þarf ekki að gera eitthvað. Við þurfum að gera þetta, þetta og þetta. En fyrst þurfum við að komast að hvað af þessu skilar mestum árangri, hverju er auðveldast að hrinda í framkvæmd og hvað af því er ódýrast. Nú þegar ákallið hefur heyrst hátt og skýrt er þetta upphafspunkturinn. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Loftslagsmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Umræða um loftslagsmál minnir stundum á samband Jóns og Sigurðar. Í hamingjuríku hjónabandi þeirra hafði orðið til ákveðið mynstur. „Það þarf að skipta um peruna á langaganginum,“ sagði Sigurður við Jón. „Það þarf að fara með hundinn í göngutúr,“ sagði Sigurður. „Það þarf að taka til í bílskúrnum,“ sagði Sigurður ofurvinarlega við Jón. Svona gekk þetta í nokkra áratugi. Þegar Sigurður sagði einn fallegan vordag við Jón: „Það þarf að huga að blómunum,“ svaraði Jón hugsi: „...er ég þetta það?“ Það er eðlilega ákall um aðgerðir. Ákallið er nauðsynlegur upphafspunktur á því að takast á við vandann. En hvað svo? Vísindamenn segja að ef ekkert verður að gert stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. Það þarf að gera eitthvað. Þetta eitthvað er að draga verulega úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Hvernig gerum við það? Meðal þess sem teflt er fram er að við hlustum á vísindamenn, Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láti hið minnsta 2,5% af landsframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða eða til aðgerða tengdum umhverfismálum. Af þessu þrennu er krafan um 2,5% af landsframleiðslu áþreifanlegust. Nánast allir Íslendingar hlusta á vísindamenn. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvað myndi felast í því að lýsa yfir neyðarástandi. Getur „neyðarástand“ varað í áratug án þess að verða bara „ástand“? En það er önnur saga.Hver á að gera hvað? Þessi tala, 2,5%, er ekki úr lausu lofti gripin. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir í skýrslu frá október í fyrra að til þess að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður þurfi að setja 2,5% af heimsframleiðslu á hverju ári til ársins 2035 í baráttuna við loftslagsvána. Það eru 2,4 billjónir Bandaríkjadala, um það bil 300 billjónir króna á gengi dagsins. Hvað á að gera við alla þessa peninga? Jú, fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum til að fasa út jarðefnaeldsneyti. Vindmyllur, sólarsellur, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og fleira í þeim dúr. Í íslensku samhengi samsvara 2,5% af landsframleiðslu um 70 milljörðum króna. 70 milljarðar af vatnsaflsvirkjunum þýðir um það bil ein ný Kárahnjúkavirkjun á þriggja ára fresti eða 145 vindmyllur á ári til ársins 2035. Er þetta það sem við viljum og þurfum að gera á Íslandi?Á ég að gera það? Gamla tuggan er að maður borðar fíl einn bita í einu. En hvar tekur maður fyrsta bitann? Tökum dæmi: Hvort skilar meiri loftslagsárangri að tengja skip við rafmagn meðan þau liggja við bryggju eða setja upp hraðhleðslustöðvar til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum? Og hvort skilar meiri ábata fyrir loftslagið fyrir hverja krónu? Ég veit það ekki. Ég held því miður að fáir viti það, sem stendur. Þessu þarf að svara sem fyrst og grípa svo til markvissra aðgerða til að ná utan um vandann. Flækjustig loftslagsmála er oft svo hátt að það lamar allan vilja til aðgerða. Því þurfum við að breyta. Við þurfum að finna út hvar eigi að byrja, hver eigi að gera hvað og hvernig eigi að gera það. Kannski er best að við virkjum fyrir 70 milljarða á hverju ári. En kannski ekki. Viðskiptaráð hefur, með þetta að leiðarljósi, sett á laggirnar umhverfishóp Viðskiptaráðs. Markmið hans er meðal annars að stuðla að því að markmið Parísarsamkomulagsins náist í sátt og samvinnu almennings, viðskiptalífsins og hins opinbera. En betur sjá augu en auga. Þess vegna efnir Viðskiptaráð til Verkkeppni dagana 4. til 6. október í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er öllum opin og skráning er á vi.is/verkkeppni til og með 29. september. Viðfangsefnið er Milljón tonna áskorunin – hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda innan Parísarsamkomulagsins um milljón tonn fyrir árið 2030. Milljón krónur verða veittar fyrir stefnuna sem dómnefnd telur að nái mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Við þurfum að breyta hugsun okkar um loftslagsmál. Það þarf ekki að gera eitthvað. Við þurfum að gera þetta, þetta og þetta. En fyrst þurfum við að komast að hvað af þessu skilar mestum árangri, hverju er auðveldast að hrinda í framkvæmd og hvað af því er ódýrast. Nú þegar ákallið hefur heyrst hátt og skýrt er þetta upphafspunkturinn. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun