Enski boltinn

Verður Liverpool vísað úr deildabikarnum?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pedro Chirivella lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í þrjú ár gegn MK Dons á miðvikudaginn.
Pedro Chirivella lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í þrjú ár gegn MK Dons á miðvikudaginn. vísir/getty
Liverpool gæti verið vísað úr enska deildabikarnum ef upp kemst að liðið hafi telft fram ólöglegum leikmanni gegn MK Dons á miðvikudaginn.

Forráðamenn enska deildabikarsins eru með mál Liverpool til rannsóknar. Kannað er hvort spænski miðjumaðurinn Pedro Chirivella hafi verið löglegur í leiknum gegn MK Dons.

Chirivella kom inn á sem varamaður á 63. mínútu í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool síðan í maí 2016. Í millitíðinni var hann lánaður til liða í Hollandi og á Spáni.

Ef Chirivella reynist ekki hafa verið löglegur gæti Liverpool fengið refsingu. Í versta falli verður félaginu vísað úr deildabikarnum en líklegra er að það fái sekt.

Fyrir fimm árum fékk Sunderland sekt fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni, Ji Dong-won, í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og einum í deildabikarnum.

Liverpool vann leikinn gegn MK Dons, 0-2. James Milner (víti) og Ki-Jana Hoever skoruðu mörk Rauða hersins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×