Allir fangar geta afplánað í opnu fangelsi standist þeir kröfur Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 20:00 Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir slík brot skulu að jafnaði ekki vistast í opnu fangelsi nema að uppfylltum skilyrðum, segir fangelsismálastjóri. Þorsteinn Halldórsson hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni á árunum 2015 til 2017 þegar barnið var á aldrinum 14 til 17 ára. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti. Landsréttur mildaði þann dóm í fimm og hálft ár í maí. Þorsteinn sat í gæsluvarðhaldi í eitt og hálft ár, eða þar til dómur var kveðinn upp í Landsrétti í maí. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á Sogni sem er opið fangelsi. Þar þurfa fangar að fylgja skýrum reglum. Hefur þessi ráðstöfun verið gagnrýnd í umræðu á samfélagsmiðlum. Reglur Fangelsismálastofnunar segja að fangar sem afplána refsingu fyrir kynferðisbrot gegn barni skuli að jafnaði ekki vistast í opnum fangelsum. Undantekning er gerð ef þeir hafa staðist áhættumat og að uppfylltri meðferðaráætlun. Fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga. Almennt séu reglurnar þannig að allir fangar geti afplánað í opnum fangelsi óháð brotaflokkum standist þeir kröfur.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Viðmiðunarreglan er að menn afpláni ekki að jafnaði lengur en þrjú ár í opnu fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Gæsluvarðhald kemur því til frádráttar refsingarinnar, sem þýðir að Þorsteinn hafði setið af sér eitt og hálft ár í gæsluvarðhaldi sem dregst frá fimm og hálfs árs dómi. Eftir stendur fjögurra ára fangelsisvist. Alla jafna sitja fangar af sér tvo þriðju dóms. Því fellur tilfelli Þorsteins undir viðmiðunarreglur stofnunarinnar. „Svona eru reglurnar og við auðvitað förum auðvitað yfir þetta. Sálfræðingar meta einstaklinga en svona gengur þetta fyrir sig.“ Stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að málum þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Það geta allir fangar vistast í opnum fangelsum að því gefnu að þeir hafi hagað sér vel í afplánun, séu agabrotalausir og samsetning fangahópsins er mjög svipuð í öllum fangelsum landsins, opnum sem lokuðum.“ Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir slík brot skulu að jafnaði ekki vistast í opnu fangelsi nema að uppfylltum skilyrðum, segir fangelsismálastjóri. Þorsteinn Halldórsson hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni á árunum 2015 til 2017 þegar barnið var á aldrinum 14 til 17 ára. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti. Landsréttur mildaði þann dóm í fimm og hálft ár í maí. Þorsteinn sat í gæsluvarðhaldi í eitt og hálft ár, eða þar til dómur var kveðinn upp í Landsrétti í maí. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á Sogni sem er opið fangelsi. Þar þurfa fangar að fylgja skýrum reglum. Hefur þessi ráðstöfun verið gagnrýnd í umræðu á samfélagsmiðlum. Reglur Fangelsismálastofnunar segja að fangar sem afplána refsingu fyrir kynferðisbrot gegn barni skuli að jafnaði ekki vistast í opnum fangelsum. Undantekning er gerð ef þeir hafa staðist áhættumat og að uppfylltri meðferðaráætlun. Fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga. Almennt séu reglurnar þannig að allir fangar geti afplánað í opnum fangelsi óháð brotaflokkum standist þeir kröfur.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Viðmiðunarreglan er að menn afpláni ekki að jafnaði lengur en þrjú ár í opnu fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Gæsluvarðhald kemur því til frádráttar refsingarinnar, sem þýðir að Þorsteinn hafði setið af sér eitt og hálft ár í gæsluvarðhaldi sem dregst frá fimm og hálfs árs dómi. Eftir stendur fjögurra ára fangelsisvist. Alla jafna sitja fangar af sér tvo þriðju dóms. Því fellur tilfelli Þorsteins undir viðmiðunarreglur stofnunarinnar. „Svona eru reglurnar og við auðvitað förum auðvitað yfir þetta. Sálfræðingar meta einstaklinga en svona gengur þetta fyrir sig.“ Stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að málum þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Það geta allir fangar vistast í opnum fangelsum að því gefnu að þeir hafi hagað sér vel í afplánun, séu agabrotalausir og samsetning fangahópsins er mjög svipuð í öllum fangelsum landsins, opnum sem lokuðum.“
Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira