Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2019 18:09 Arnar á hliðarlínunni á Ásvöllum í dag. vísir/bára „Ég er mjög stoltur af framlagi leikmannanna og vinnuseminni. Líka því að svara leiknum erfiða gegn Króatíu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir tapið fyrir Frakklandi, 17-23, í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland steinlá fyrir Króatíu á miðvikudaginn, 29-21, en spilaði miklu mun betur gegn heims- og Evrópumeisturum Frakklands í dag. Það blés þó ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í upphafi leiks. Tapaðir boltar voru fjölmargir og Frakkar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. „Það hefði verið auðvelt að brotna og fara inn í skelina. En þær sýndu úr hverju þær eru gerðar. Við stóðum vörnina vel og fengum frábæra markvörslu frá Írisi [Björk Símonardóttur],“ sagði Arnar. Ísland skoraði aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í leiknum í dag en Frakkland sjö. Arnar segir erfitt að ráða við Frakka í þeim þætti leiksins. „Vissulega hefðum við þegið að fá auðveld mörk. En franska liðið hleypur gríðarlega vel fram og aftur og hlaupageta þeirra er gríðarlega mikil. Við höfum líka lagt áherslu á að flýta okkur hægt. Það hefur verið svolítið mikið um tapaða bolta þegar við höfum keyrt upp hraðann,“ sagði Arnar. Þurfum að gera betur í líkamlega þættinumÍsland gaf verulega eftir á lokakafla leiksins, sérstaklega í sókninni. „Við megum ekki gleyma þessum slæmu leikjum. Við þurfum að gera betur í þessum líkamlega þætti, hvort sem það er hlaupageta eða líkamsstyrkur. Í seinni hálfleik kom þessi munur í ljós. En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Við gerum margt ofboðslega vel en eigum enn talsvert í land í þessum þáttum,“ sagði Arnar. Hann hrósaði varnarleik íslenska liðsins sem hélt virkilega vel. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Ester [Óskarsdóttir] og Steinunn [Björnsdóttir] voru sterkar og bakverðirnir eru að komast betur inn í þetta. Vörnin okkar er auðvitað svolítið sérstök en við erum að ná betri tökum á henni.“ Arnar fer talsvert brattari frá þessum leik en þeim síðasta. „Eigum við ekki að segja að ég þakki mikið fyrir að hafa fengið þennan leik eftir hinn,“ sagði Arnar og hló. „Við megum samt ekki gleyma leiknum úti í Króatíu og þessum leikjum sem við höfum tapað illa. Við þurfum að læra af þeim.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af framlagi leikmannanna og vinnuseminni. Líka því að svara leiknum erfiða gegn Króatíu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir tapið fyrir Frakklandi, 17-23, í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland steinlá fyrir Króatíu á miðvikudaginn, 29-21, en spilaði miklu mun betur gegn heims- og Evrópumeisturum Frakklands í dag. Það blés þó ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í upphafi leiks. Tapaðir boltar voru fjölmargir og Frakkar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. „Það hefði verið auðvelt að brotna og fara inn í skelina. En þær sýndu úr hverju þær eru gerðar. Við stóðum vörnina vel og fengum frábæra markvörslu frá Írisi [Björk Símonardóttur],“ sagði Arnar. Ísland skoraði aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í leiknum í dag en Frakkland sjö. Arnar segir erfitt að ráða við Frakka í þeim þætti leiksins. „Vissulega hefðum við þegið að fá auðveld mörk. En franska liðið hleypur gríðarlega vel fram og aftur og hlaupageta þeirra er gríðarlega mikil. Við höfum líka lagt áherslu á að flýta okkur hægt. Það hefur verið svolítið mikið um tapaða bolta þegar við höfum keyrt upp hraðann,“ sagði Arnar. Þurfum að gera betur í líkamlega þættinumÍsland gaf verulega eftir á lokakafla leiksins, sérstaklega í sókninni. „Við megum ekki gleyma þessum slæmu leikjum. Við þurfum að gera betur í þessum líkamlega þætti, hvort sem það er hlaupageta eða líkamsstyrkur. Í seinni hálfleik kom þessi munur í ljós. En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Við gerum margt ofboðslega vel en eigum enn talsvert í land í þessum þáttum,“ sagði Arnar. Hann hrósaði varnarleik íslenska liðsins sem hélt virkilega vel. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Ester [Óskarsdóttir] og Steinunn [Björnsdóttir] voru sterkar og bakverðirnir eru að komast betur inn í þetta. Vörnin okkar er auðvitað svolítið sérstök en við erum að ná betri tökum á henni.“ Arnar fer talsvert brattari frá þessum leik en þeim síðasta. „Eigum við ekki að segja að ég þakki mikið fyrir að hafa fengið þennan leik eftir hinn,“ sagði Arnar og hló. „Við megum samt ekki gleyma leiknum úti í Króatíu og þessum leikjum sem við höfum tapað illa. Við þurfum að læra af þeim.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30