Draumarnir rættust með háskólanámi í heimabyggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2019 21:00 Forsvarsmaður hugbúnaðarfyrirtækis á Akureyri telur að háskólanám í heimabyggð sé ein af forsendum þess að starfsstöð fyrirtækisins í bænum fari sístækanndi. Einn af nýjum starfsmönnum fyrirtækisins segir að hann hefði ekki látið drauma sína rætast hefði hann ekki getað sótt draumanámið á Akureyri. Skrifstofur Stefnu láta ekki mikið fyrir sér fara við Glerárgötu á Akureyri en þar starfar 21 starfsmaður. 4 eru í Kópavogi og 2 í Svíþjóð. Þá er einn starfsmaður á óvenjulegum stað. „Einn í Hrísey, enda tilheyrir það Akureyri og er Manhattan Akureyrar,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu.Matthías Rögnvaldsson er framkvæmdastjóri Stefnu.VísirFyrirtækið hefur vaxið um 20 prósent á ári og á síðustu tólf mánuðum hafa fimm nýjir starfsmenn tekið til starfa á Akureyri, ígildi þess að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafi ráðið 50 manns til starfa, að mati Matthíasar „Þetta er víst tíu sinnum meira fyrir sunnan og þetta er auðveld stærðfræði. 50 starfsmenn fyrir sunnan það er alvöru frétt á þessum tímum þegar fyrirtæki eru að draga saman,“ segir Matthías.Fjölgunin væri á höfuðborgarsvæðinu ef ekki væri fyrir námið í heimabyggð Starfsmennirnir fimm eiga það sameiginlegt að hafa nýverið lokið námi við Háskólann á Akureyri, sem fyrir nokkrum árum fór að bjóða upp á nám í tölvunarfræði í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. „Það skiptir öllu máli fyrir okkur að fá nemendur hérna á svæðinu, hæft fólk sem vill vinna hér og búa hér,“ segir Matthías. Væri námsleiðin ekki fyrir hendi á Akureyri væri stefna fyrirtækisins önnur. „Það myndi þýða að við værum að fjölga bara fyrir sunnan,“ segir Matthías. Starfsmönnum Stefnu hefur fjölgakð jafnt og þétt.Vísir/Tryggvi PállHefði ekki látið slag standa Einn af þeim sem stundaði tölvunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er knattspyrnukappinn Ármann Pétur Ævarsson sem starfaði áður sem kennari og þjálfari en langaði að breyta til. Ef þú hefðir ekki getað lært tölvunarfræði á Akureyri, hefðir þú þá farið í þetta nám? „Nei, ég hugsa að ég hefði ekki látið verða af því þó að þetta hafi verið mikill draumur að fara í þetta nám. Þegar það kom loksins hér þá bara ákvað ég að stökkva á það.“ Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forsvarsmaður hugbúnaðarfyrirtækis á Akureyri telur að háskólanám í heimabyggð sé ein af forsendum þess að starfsstöð fyrirtækisins í bænum fari sístækanndi. Einn af nýjum starfsmönnum fyrirtækisins segir að hann hefði ekki látið drauma sína rætast hefði hann ekki getað sótt draumanámið á Akureyri. Skrifstofur Stefnu láta ekki mikið fyrir sér fara við Glerárgötu á Akureyri en þar starfar 21 starfsmaður. 4 eru í Kópavogi og 2 í Svíþjóð. Þá er einn starfsmaður á óvenjulegum stað. „Einn í Hrísey, enda tilheyrir það Akureyri og er Manhattan Akureyrar,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu.Matthías Rögnvaldsson er framkvæmdastjóri Stefnu.VísirFyrirtækið hefur vaxið um 20 prósent á ári og á síðustu tólf mánuðum hafa fimm nýjir starfsmenn tekið til starfa á Akureyri, ígildi þess að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafi ráðið 50 manns til starfa, að mati Matthíasar „Þetta er víst tíu sinnum meira fyrir sunnan og þetta er auðveld stærðfræði. 50 starfsmenn fyrir sunnan það er alvöru frétt á þessum tímum þegar fyrirtæki eru að draga saman,“ segir Matthías.Fjölgunin væri á höfuðborgarsvæðinu ef ekki væri fyrir námið í heimabyggð Starfsmennirnir fimm eiga það sameiginlegt að hafa nýverið lokið námi við Háskólann á Akureyri, sem fyrir nokkrum árum fór að bjóða upp á nám í tölvunarfræði í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. „Það skiptir öllu máli fyrir okkur að fá nemendur hérna á svæðinu, hæft fólk sem vill vinna hér og búa hér,“ segir Matthías. Væri námsleiðin ekki fyrir hendi á Akureyri væri stefna fyrirtækisins önnur. „Það myndi þýða að við værum að fjölga bara fyrir sunnan,“ segir Matthías. Starfsmönnum Stefnu hefur fjölgakð jafnt og þétt.Vísir/Tryggvi PállHefði ekki látið slag standa Einn af þeim sem stundaði tölvunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er knattspyrnukappinn Ármann Pétur Ævarsson sem starfaði áður sem kennari og þjálfari en langaði að breyta til. Ef þú hefðir ekki getað lært tölvunarfræði á Akureyri, hefðir þú þá farið í þetta nám? „Nei, ég hugsa að ég hefði ekki látið verða af því þó að þetta hafi verið mikill draumur að fara í þetta nám. Þegar það kom loksins hér þá bara ákvað ég að stökkva á það.“
Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira