Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 07:18 Sigurlaug María Jónsdóttir reið á vaðið og fór af stað í morgun, fyrst Marglyttanna. Hér sést hún á sundi í Ermarsundinu í morgunsárið. Mynd/Aðsend Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. Sund Marglyttanna yfir Ermarsundið, sem hefur þurft að fresta ítrekað vegna veðurs undanfarna daga, er þannig formlega hafið. Framundan er 34 kílómetra boðsund til Cap Gris Nez í Frakklandi sem er ein helsta siglinga- og flutningaleið í Evrópu. Marglytturnar, sem hafa undirbúið sundið í tvö ár, hafa beðið í sex daga eftir hagstæðum skilyrðum til að leggjast til sunds en auk veðurs þurfa sjávarföll, vindar, ölduhæð og straumar að vera hagstæð. Sú er loksins raunin nú. Áætlað er að sundið muni taka sex sundkonur Marglyttanna um 16-18 tíma. Hver Marglytta mun synda tvisvar til þrisvar sinnum í fyrirfram ákveðinni röð. Fiskibáturinn Rowena fylgir Marglyttunum eftir alla leið til Frakklands og sinnir jafnframt eftirliti með skiptingum sundkvennanna. Boðsundið þarf að fylgja settum reglum til þess að verða staðfest sem fullgilt sund af samtökum um sund yfir Ermarsundið, The English Channel Association. „Við erum fullar tilhökkunar eftir viku bið og veðurglugginn sem við fáum er frábær. Það verður gaman að byrja snemma morguns og synda í birtu langleiðina yfir Ermarsundið, upplifunin verður betri og notalegri en að synda að nóttu í myrkri, þó að við hefðum alveg verið tilbúnar í það líka. Skipstjórarnir okkar eru þaulvanir sjómenn sem þekkja Ermarsundið vel og við treystum þeim fullkomlega,“ er haft eftir Sigurlaugu Maríu, fyrstu sundkonunni, í tilkynningu frá Marglyttunum. „Það hefur verið yndislegt og hvetjandi að fá allar þessar góðu kveðjur sem okkur hafa borist til Dover undanfarna viku. Við erum auðmjúkar, þakklátar, stoltar og tilbúnar í þessa áskorun.“ Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir neðan. Markmið Marglyttanna með sundinu er að vekja athygli á þeirri alvarlegu umhverfisvá sem felst í plastmengun í hafinu, að því er segir í tilkynningu. „Á sjósundsæfingum sínum hér í Dover hafa Marglytturnar fengið að bragða á sjónum og er hann vægast sagt mikið mengaður. Það verður mikil þrekraun fyrir sundkonurnar að synda í gegnum þá olíuflekki sem er að finna í Ermarsundinu auk sjávardýra.“Marglyttur hvetja landsmenn, einstaklinga sem og fyrirtæki, að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð fyrir Bláa herinn. Hægt er að styðja Marglyttur í AUR-appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ingþórsdóttur). Allar upplýsingar um boðsundið eru á Facebook-síðu Marglytta.Marglytturnar spenntar fyrir sundið.Mynd/Aðsend Skipting undirbúin um borð í bátnum.Mynd/Aðsend England Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. Sund Marglyttanna yfir Ermarsundið, sem hefur þurft að fresta ítrekað vegna veðurs undanfarna daga, er þannig formlega hafið. Framundan er 34 kílómetra boðsund til Cap Gris Nez í Frakklandi sem er ein helsta siglinga- og flutningaleið í Evrópu. Marglytturnar, sem hafa undirbúið sundið í tvö ár, hafa beðið í sex daga eftir hagstæðum skilyrðum til að leggjast til sunds en auk veðurs þurfa sjávarföll, vindar, ölduhæð og straumar að vera hagstæð. Sú er loksins raunin nú. Áætlað er að sundið muni taka sex sundkonur Marglyttanna um 16-18 tíma. Hver Marglytta mun synda tvisvar til þrisvar sinnum í fyrirfram ákveðinni röð. Fiskibáturinn Rowena fylgir Marglyttunum eftir alla leið til Frakklands og sinnir jafnframt eftirliti með skiptingum sundkvennanna. Boðsundið þarf að fylgja settum reglum til þess að verða staðfest sem fullgilt sund af samtökum um sund yfir Ermarsundið, The English Channel Association. „Við erum fullar tilhökkunar eftir viku bið og veðurglugginn sem við fáum er frábær. Það verður gaman að byrja snemma morguns og synda í birtu langleiðina yfir Ermarsundið, upplifunin verður betri og notalegri en að synda að nóttu í myrkri, þó að við hefðum alveg verið tilbúnar í það líka. Skipstjórarnir okkar eru þaulvanir sjómenn sem þekkja Ermarsundið vel og við treystum þeim fullkomlega,“ er haft eftir Sigurlaugu Maríu, fyrstu sundkonunni, í tilkynningu frá Marglyttunum. „Það hefur verið yndislegt og hvetjandi að fá allar þessar góðu kveðjur sem okkur hafa borist til Dover undanfarna viku. Við erum auðmjúkar, þakklátar, stoltar og tilbúnar í þessa áskorun.“ Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir neðan. Markmið Marglyttanna með sundinu er að vekja athygli á þeirri alvarlegu umhverfisvá sem felst í plastmengun í hafinu, að því er segir í tilkynningu. „Á sjósundsæfingum sínum hér í Dover hafa Marglytturnar fengið að bragða á sjónum og er hann vægast sagt mikið mengaður. Það verður mikil þrekraun fyrir sundkonurnar að synda í gegnum þá olíuflekki sem er að finna í Ermarsundinu auk sjávardýra.“Marglyttur hvetja landsmenn, einstaklinga sem og fyrirtæki, að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð fyrir Bláa herinn. Hægt er að styðja Marglyttur í AUR-appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ingþórsdóttur). Allar upplýsingar um boðsundið eru á Facebook-síðu Marglytta.Marglytturnar spenntar fyrir sundið.Mynd/Aðsend Skipting undirbúin um borð í bátnum.Mynd/Aðsend
England Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45
Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35
Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06