„Þú mátt kalla mig herra þinn“ Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 10:12 Ekki eru allir jafn kátir með boðsbréfið sem Smári McCarthy sýndi á Facebooksíðu sinni. Ýmsum þykir þéringar alþingismanna skjóta skökku við og vera jafnvel til skammar. Smári McCarty fagnar því á Facebooksíðu sinni að fá boðsbréf um að í dag verði þing sett. Og birtir bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem þetta er áréttað: „Hinn 2. september 2019 var gefið út forsetabréf þar sem forseti Íslands ákvað, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 10. september 2019.“ Þá segir í bréfinu: „Hér með er yður boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13:30.“ Allt er þetta í samræmi við hefðir en á Facebooksíðu Smára eru ýmsir á því að þessi þéring skjóti skökku við og séu jafnvel hinar ógeðfelldustu. „Sumum kann að virðast það smáatriði en þessi þéríng þarna er mjög ljót og óviðkunnanleg,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur. „Ég nenni ekki að setja hér á fyrirlestur um hugmyndafræði þéringa, en það er til skammar að Alþingi skuli viðhalda þessu yfirlæti. Endilega fáið Rögnu Árnadóttur til að hætta þessum ósmekklegheitum.“ Ræðan sem Illugi nennir ekki að setja á vísar líklega til þess að áður fyrr þúuðu flestir embættismenn á Íslandi almúgamenn, en gerðu hins vegar þá kröfu að þeir sjálfir væru þéraðir og ávarpaðir „rétt“. Í þessu birtist sú hugmyndafræði að þó embættismenn og stjórnmálamenn þykist á tyllidögum vera þjónar almennings þá er það sýndarmennska. Þessir hópar telja sig hátt yfir almenning hafinn; og sannarlega engir þjónar þegar til kastanna kemur heldur þvert á móti. Eins og segir í meðfylgjandi vísu:Sælir verið þér, séra minn,sagði ég við biskupinn.Aftur kvað við ansa hinn:Þú átt að kalla mig herra þinn.Illugi er ekki einn um að lýsa yfir skömm sinni á þessari hefð. Til að mynda leggur Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir orð í belg á Facebooksíðu Smára og segir að hún fagni þingsetningunni en henni verði beinlínis óglatt vegna þessa yfirstéttarbrags. Vísir verður með þingsetninguna í beinni útsendingu en hún hefst klukkan 13:30 Alþingi Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Ýmsum þykir þéringar alþingismanna skjóta skökku við og vera jafnvel til skammar. Smári McCarty fagnar því á Facebooksíðu sinni að fá boðsbréf um að í dag verði þing sett. Og birtir bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem þetta er áréttað: „Hinn 2. september 2019 var gefið út forsetabréf þar sem forseti Íslands ákvað, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 10. september 2019.“ Þá segir í bréfinu: „Hér með er yður boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13:30.“ Allt er þetta í samræmi við hefðir en á Facebooksíðu Smára eru ýmsir á því að þessi þéring skjóti skökku við og séu jafnvel hinar ógeðfelldustu. „Sumum kann að virðast það smáatriði en þessi þéríng þarna er mjög ljót og óviðkunnanleg,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur. „Ég nenni ekki að setja hér á fyrirlestur um hugmyndafræði þéringa, en það er til skammar að Alþingi skuli viðhalda þessu yfirlæti. Endilega fáið Rögnu Árnadóttur til að hætta þessum ósmekklegheitum.“ Ræðan sem Illugi nennir ekki að setja á vísar líklega til þess að áður fyrr þúuðu flestir embættismenn á Íslandi almúgamenn, en gerðu hins vegar þá kröfu að þeir sjálfir væru þéraðir og ávarpaðir „rétt“. Í þessu birtist sú hugmyndafræði að þó embættismenn og stjórnmálamenn þykist á tyllidögum vera þjónar almennings þá er það sýndarmennska. Þessir hópar telja sig hátt yfir almenning hafinn; og sannarlega engir þjónar þegar til kastanna kemur heldur þvert á móti. Eins og segir í meðfylgjandi vísu:Sælir verið þér, séra minn,sagði ég við biskupinn.Aftur kvað við ansa hinn:Þú átt að kalla mig herra þinn.Illugi er ekki einn um að lýsa yfir skömm sinni á þessari hefð. Til að mynda leggur Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir orð í belg á Facebooksíðu Smára og segir að hún fagni þingsetningunni en henni verði beinlínis óglatt vegna þessa yfirstéttarbrags. Vísir verður með þingsetninguna í beinni útsendingu en hún hefst klukkan 13:30
Alþingi Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira