Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2019 11:34 Einn sakborninga mætir í dómsal í morgun. Vísir/Vilhelm Þeir sem eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot tóku margir hverjir ekki afstöðu til ákærunnar við þingfestingu málsins í morgun vegna þess að rannsókn anga málsins er ekki lokið. Sex eru ákærðir fyrir ræktun kannabis í nágrenni við Hellu en þrír þeirra eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Lögreglan rannsakar meint peningaþvætti í tengslum við þessa fíkniefnaframleiðslu en þeirri rannsókn hefur ekki verið lokið. Því hefur ekki verið gefin út ákæra vegna peningaþvættisins en hefur lögreglan lokið rannsókn á fíkniefnaframleiðslunni og hefur saksóknari ákært í málinu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir skemmstu að rannsókn málsins væri langt komin. Saksóknari upplýsti þó við þingsetningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að rannsókninni á peningaþvættisanga málsins væri hvergi nærri lokið og óvíst hvenær henni verði lokið.Sjá einnig: Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í BorgarfirðiAf þeim sökum neituðu þeir sem ákærðir eru fyrir fíkniefnaframleiðsluna að tjá sig um sakarefnið.Gagnrýndi ákæruvaldið harðlega Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, er ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði ásamt Margeiri Pétri Jóhannsson.Sakborningar í málinu eru sex talsins. Vísir/VilhelmLögmaður Alvars er Stefán Karl Kristjánsson en hann gagnrýndi saksóknara harðlega í héraðsdómi í morgun. Sagði hann ákæruvaldinu hafa legið á við að gefa út ákæru í málinu. Þess vegna hafi málinu verið skipt upp í tvo anga, annars vegar fyrir fíkniefnaframleiðslu og hins vegar fyrir peningaþvætti. Vildi Stefán Karl meina að það hafi verið gert til að halda sakborningum lengur í gæsluvarðhaldi. Benti Stefán Karl á að á þeim fjórtán vikum sem sakborningar hafi verið í gæsluvarðhaldi hafi ekki verið tekið ein skýrsla af þeim vegna peningaþvættismálsins. Saksóknari sagði það vera rétt því málið væri ekki tækt til skýrslutöku því gagnaöflun væri ekki lokið. Einn verjanda þeirra sex sem eru ákærðir í málinu spurði hvort það væri hreinlega ekki þannig að enga slóð um peningaþvætti væri að finna því árvökul lögregla hefði komið í veg fyrir að þess brot næðu fram að ganga?Tóku verjendur margra af þeim ákærðu undir orð Stefáns Karls.Tveir játuðu aðild að kannabisframleiðslu Eins og fyrr segir eru þeir Alvar, Einar og Margeir ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði en þeir eru ákærðir ásamt þremur öðrum fyrir kannabis framleiðslu nærri Hellu. Margeir játaði ásamt öðrum sakborningi að hafa staðið að kannabisframleiðslu nærri Hellu en þó með fyrirvara um endanlega magntölu. Í ákærunni kemur fram að lögreglan hafi lagt hald á 206 kannabisplöntur, 111,50 grömm af kannabisstönglum og 823 grömm af maríjúana. Enginn af sakborningunum könnuðust við þessi 823 grömm af maríjúana og vildu fá nánari útskýringu á því hvaðan þau koma. Lofaði saksóknari að leggja fram skýrslu frá lögreglu um þann fund.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Ákvað dómari málsins að fresta því til 20. september næstkomandi.Skýra þarf peningagjörninga Varðandi rannsóknina á peningaþvættismálinu þá sagði Karl Steinar Valsson í viðtali við RÚV að skýra þyrfti ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað innan þess hóps sem væri ákærður fyrir fíkniefnaframleiðsluna og utan hans einnig. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Þá sagði Karl Steinar að rannsóknin á peningaþvættinu væri langt komin. Grunur léki á að fé hefði verið þvættað í gegnum atvinnurekstur en hann gat ekki tjáð sig frekar um þann hluta rannsóknarinnar. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Þeir sem eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot tóku margir hverjir ekki afstöðu til ákærunnar við þingfestingu málsins í morgun vegna þess að rannsókn anga málsins er ekki lokið. Sex eru ákærðir fyrir ræktun kannabis í nágrenni við Hellu en þrír þeirra eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Lögreglan rannsakar meint peningaþvætti í tengslum við þessa fíkniefnaframleiðslu en þeirri rannsókn hefur ekki verið lokið. Því hefur ekki verið gefin út ákæra vegna peningaþvættisins en hefur lögreglan lokið rannsókn á fíkniefnaframleiðslunni og hefur saksóknari ákært í málinu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir skemmstu að rannsókn málsins væri langt komin. Saksóknari upplýsti þó við þingsetningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að rannsókninni á peningaþvættisanga málsins væri hvergi nærri lokið og óvíst hvenær henni verði lokið.Sjá einnig: Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í BorgarfirðiAf þeim sökum neituðu þeir sem ákærðir eru fyrir fíkniefnaframleiðsluna að tjá sig um sakarefnið.Gagnrýndi ákæruvaldið harðlega Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, er ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði ásamt Margeiri Pétri Jóhannsson.Sakborningar í málinu eru sex talsins. Vísir/VilhelmLögmaður Alvars er Stefán Karl Kristjánsson en hann gagnrýndi saksóknara harðlega í héraðsdómi í morgun. Sagði hann ákæruvaldinu hafa legið á við að gefa út ákæru í málinu. Þess vegna hafi málinu verið skipt upp í tvo anga, annars vegar fyrir fíkniefnaframleiðslu og hins vegar fyrir peningaþvætti. Vildi Stefán Karl meina að það hafi verið gert til að halda sakborningum lengur í gæsluvarðhaldi. Benti Stefán Karl á að á þeim fjórtán vikum sem sakborningar hafi verið í gæsluvarðhaldi hafi ekki verið tekið ein skýrsla af þeim vegna peningaþvættismálsins. Saksóknari sagði það vera rétt því málið væri ekki tækt til skýrslutöku því gagnaöflun væri ekki lokið. Einn verjanda þeirra sex sem eru ákærðir í málinu spurði hvort það væri hreinlega ekki þannig að enga slóð um peningaþvætti væri að finna því árvökul lögregla hefði komið í veg fyrir að þess brot næðu fram að ganga?Tóku verjendur margra af þeim ákærðu undir orð Stefáns Karls.Tveir játuðu aðild að kannabisframleiðslu Eins og fyrr segir eru þeir Alvar, Einar og Margeir ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði en þeir eru ákærðir ásamt þremur öðrum fyrir kannabis framleiðslu nærri Hellu. Margeir játaði ásamt öðrum sakborningi að hafa staðið að kannabisframleiðslu nærri Hellu en þó með fyrirvara um endanlega magntölu. Í ákærunni kemur fram að lögreglan hafi lagt hald á 206 kannabisplöntur, 111,50 grömm af kannabisstönglum og 823 grömm af maríjúana. Enginn af sakborningunum könnuðust við þessi 823 grömm af maríjúana og vildu fá nánari útskýringu á því hvaðan þau koma. Lofaði saksóknari að leggja fram skýrslu frá lögreglu um þann fund.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Ákvað dómari málsins að fresta því til 20. september næstkomandi.Skýra þarf peningagjörninga Varðandi rannsóknina á peningaþvættismálinu þá sagði Karl Steinar Valsson í viðtali við RÚV að skýra þyrfti ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað innan þess hóps sem væri ákærður fyrir fíkniefnaframleiðsluna og utan hans einnig. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Þá sagði Karl Steinar að rannsóknin á peningaþvættinu væri langt komin. Grunur léki á að fé hefði verið þvættað í gegnum atvinnurekstur en hann gat ekki tjáð sig frekar um þann hluta rannsóknarinnar.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels