Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 11:55 Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við glampa sem benti til þess að skyttan væri með sig í sigtinu. Vilhjálmi Þór Guðmundssyni, kvikmyndatökumanni hjá Ríkissjónvarpinu, varð heldur betur brugðið þegar hann varð var við að leiser-geisli var á sér, glampa sem hann sá frá þakinu sem benti eindregið til þess að hann væri í miði leyniskyttu. Þetta var þegar Vilhjálmur var við störf sín; að mynda komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna þegar hann var hér í heimsókn í síðustu viku.Varð ekki um sel þegar hann varð var við geislann Að sögn Vilhjálms Þórs stóð þetta í um tvær og hálfa sekúndu. Hann var sér þegar meðvitaður um að hann var í sigtinu enda aðstæður þannig, leyniskyttur á þökum gráar fyrir járnum. Viðbúnaður og öryggisgæsla vegna Pence var veruleg. Vilhjálmur segir, í samtali við Vísi, að hann hafi eiginlega verið hissa á sjálfum sér, hvernig hann tók þessu. „Ég hef lent í ýmsu en mér fannst þetta full mikið af því góða. Já, ég var bara hræddur. Ég get ekkert orðað það öðruvísi,“ segir Vilhjálmur Þór.Innan RUV veltir fólk fyrir sér hvað skuli til bragðs taka í framhaldinu.Vísir/VilhelmHann segir geislann hafa borist af hússins hvar Advania hefur bækistöðvar sínar, gegnt Höfða þar sem Pence hitti íslenska ráðamenn.Íslenskur byssumaður á ferð Málið er litið alvarlegum augum innan RÚV og þá er það til athugunar hjá Blaðamannafélagi Íslands. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri hefur einkum haft með málið að gera innan RÚV. Hann segir að málið sé í skoðun og það eigi eftir að fara yfir það með skrifstofustjóra RÚV ohf. „Það gefur augaleið að við værum ekki að skoða málið nema af því að okkur finnst þetta óþægilegt og erum ekki alveg kát með þetta,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Hann segir að eftir því sem þau komast næst þá var um íslenskan lögreglumann að ræða en ekki bandarískan leyniþjónustumann. Ríkisútvarpið hefur sent fyrirspurn vegna málsins til ríkilögreglustjóra og þar var fyrir svörum Jón Bjartmars. Hann vísar til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingatækja og vopna sem gilda í þessu tilfelli sem öðrum. Jón segir þær reglur hafi verið birtar og megi nálgast á vefnum. Þá bendir hann á að vilji menn kvarta undan störfum lögreglu skuli beina slíku til sérstakrar nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Starfsmenn RÚV eru nú að velta því fyrir sér hvort og hvernig slíkt erindi, til þeirrar nefndar, verður útbúið. Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Lögreglan Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Vilhjálmi Þór Guðmundssyni, kvikmyndatökumanni hjá Ríkissjónvarpinu, varð heldur betur brugðið þegar hann varð var við að leiser-geisli var á sér, glampa sem hann sá frá þakinu sem benti eindregið til þess að hann væri í miði leyniskyttu. Þetta var þegar Vilhjálmur var við störf sín; að mynda komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna þegar hann var hér í heimsókn í síðustu viku.Varð ekki um sel þegar hann varð var við geislann Að sögn Vilhjálms Þórs stóð þetta í um tvær og hálfa sekúndu. Hann var sér þegar meðvitaður um að hann var í sigtinu enda aðstæður þannig, leyniskyttur á þökum gráar fyrir járnum. Viðbúnaður og öryggisgæsla vegna Pence var veruleg. Vilhjálmur segir, í samtali við Vísi, að hann hafi eiginlega verið hissa á sjálfum sér, hvernig hann tók þessu. „Ég hef lent í ýmsu en mér fannst þetta full mikið af því góða. Já, ég var bara hræddur. Ég get ekkert orðað það öðruvísi,“ segir Vilhjálmur Þór.Innan RUV veltir fólk fyrir sér hvað skuli til bragðs taka í framhaldinu.Vísir/VilhelmHann segir geislann hafa borist af hússins hvar Advania hefur bækistöðvar sínar, gegnt Höfða þar sem Pence hitti íslenska ráðamenn.Íslenskur byssumaður á ferð Málið er litið alvarlegum augum innan RÚV og þá er það til athugunar hjá Blaðamannafélagi Íslands. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri hefur einkum haft með málið að gera innan RÚV. Hann segir að málið sé í skoðun og það eigi eftir að fara yfir það með skrifstofustjóra RÚV ohf. „Það gefur augaleið að við værum ekki að skoða málið nema af því að okkur finnst þetta óþægilegt og erum ekki alveg kát með þetta,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Hann segir að eftir því sem þau komast næst þá var um íslenskan lögreglumann að ræða en ekki bandarískan leyniþjónustumann. Ríkisútvarpið hefur sent fyrirspurn vegna málsins til ríkilögreglustjóra og þar var fyrir svörum Jón Bjartmars. Hann vísar til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingatækja og vopna sem gilda í þessu tilfelli sem öðrum. Jón segir þær reglur hafi verið birtar og megi nálgast á vefnum. Þá bendir hann á að vilji menn kvarta undan störfum lögreglu skuli beina slíku til sérstakrar nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Starfsmenn RÚV eru nú að velta því fyrir sér hvort og hvernig slíkt erindi, til þeirrar nefndar, verður útbúið.
Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Lögreglan Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira