Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. september 2019 18:38 Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Ákveðið var í sumar að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin. Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram að lögregluembættin um landið telji að bílamiðstöðin hafi rukkað óhóflega há gjöld fyrir leigu á lögreglubifreiðum.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna mismun á rekstrarkostnaði embættis ríkislögreglustjóra vegna lögreglubíla og þess hve mikið lögregluumdæmin hafa þurft að greiða bílamiðstöð. Hlutfallslega var munurinn mestur í tilfelli Lögreglustjórans á Norðurlandi Vestra. Samkvæmt gögnunum var rekstrarkostnaður vegna þeirra fjögurra bíla sem embættið hefur yfir að ráða tæpar 28 og hálf milljón króna á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. október 2018. Embættið þurfti aftur á móti að greiða bílamiðstöð hátt í 83 milljónir. Þannig er mismunurinn rúmar 54 milljónir eða yfir 190%. Næstmestur var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Vesturlandi, þá á Austurlandi og á Norðurlandi eystra. Nokkru minni var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Suðurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu en lækkandi hlutfall kann að hluta til að skýrast af því að rukkað er bæði fast gjald og kílómetragjald fyrir hvern bíl og hafa stærri lögregluumdæmi yfir fleiri bílum að ráða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er leigugjald lögreglubíla fundið út með heildarstofnverði tækis en margfaldað með 18%. Það er að segja að embættin greiða um 18% af heildarstofnverði tækis á ári fyrir afnot. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að með öllum rekstrarkostnaði sé átt við kostnað sem fellur til við rekstur viðkomandi lögreglubifreiða. Það er eldsneyti, tryggingum, viðhaldi, tjónum og fleira. Þá hefur kostnaði vegna bílamiðstöðvarinnar og breytilegum kostnaði, eins og kílómetragjaldi verið deilt á öll embætti. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir að lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða. Afgangi eigi að skila í ríkissjóð. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Ákveðið var í sumar að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin. Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram að lögregluembættin um landið telji að bílamiðstöðin hafi rukkað óhóflega há gjöld fyrir leigu á lögreglubifreiðum.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna mismun á rekstrarkostnaði embættis ríkislögreglustjóra vegna lögreglubíla og þess hve mikið lögregluumdæmin hafa þurft að greiða bílamiðstöð. Hlutfallslega var munurinn mestur í tilfelli Lögreglustjórans á Norðurlandi Vestra. Samkvæmt gögnunum var rekstrarkostnaður vegna þeirra fjögurra bíla sem embættið hefur yfir að ráða tæpar 28 og hálf milljón króna á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. október 2018. Embættið þurfti aftur á móti að greiða bílamiðstöð hátt í 83 milljónir. Þannig er mismunurinn rúmar 54 milljónir eða yfir 190%. Næstmestur var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Vesturlandi, þá á Austurlandi og á Norðurlandi eystra. Nokkru minni var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Suðurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu en lækkandi hlutfall kann að hluta til að skýrast af því að rukkað er bæði fast gjald og kílómetragjald fyrir hvern bíl og hafa stærri lögregluumdæmi yfir fleiri bílum að ráða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er leigugjald lögreglubíla fundið út með heildarstofnverði tækis en margfaldað með 18%. Það er að segja að embættin greiða um 18% af heildarstofnverði tækis á ári fyrir afnot. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að með öllum rekstrarkostnaði sé átt við kostnað sem fellur til við rekstur viðkomandi lögreglubifreiða. Það er eldsneyti, tryggingum, viðhaldi, tjónum og fleira. Þá hefur kostnaði vegna bílamiðstöðvarinnar og breytilegum kostnaði, eins og kílómetragjaldi verið deilt á öll embætti. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir að lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða. Afgangi eigi að skila í ríkissjóð.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15