Marglytturnar komnar í land í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2019 21:45 Marglytturnar syntu yfir miðlínuna á öðrum tímanum í dag. Synt var frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Uppfært: 21:45 Sundhópurinn Marglytturnar luku sundi yfir Ermasundið á níunda tímanum í kvöld og var það Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé sem lauk sundinu klukkan 20:53. Boðsundið hófst í Dover á Englandi í morgun klukkan sjö á staðartíma og syntu Marglytturnar samfleytt í 15 tíma. Marglyttur eru sundkonurnar Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir, auk skipuleggjendanna Grétu Ingþórsdóttur og Soffíu Sigurgeirsdóttur. Marglytturnar syntu í eftirfarandi röð, fyrst lagði Sigurlaug María Jónsdóttir af stað síðan tók Sigrún Þ. Geirsdóttir við og þar á eftir synti Halldóra Gyða Matthíasdóttir. Næst á eftir henni synti Birna Bragadóttir síðan tók Þórey Vilhjálmsdóttir við og Brynhildur Ólafsdóttir var síðust í röðinni. Þannig var jafnframt önnur sundlotan og þrjár fyrstu sundkonurnar í röðinni syntu þrisvar sinnum. Fiskibáturinn Rowena hefur fylgt Marglyttunum eftit alla leið til Frakklands og hefur jafnframt sinnt eftirliti með skiptingum sundkvennanna og hafa þeir staðfest að boðsundið sé fullgilt samkvæmt reglum the English Channel Association. Boðsundið yfir Ermarsundið er búið að vera í undirbúningi hjá Marglyttum í tvö ár og undanfarna mánuði hafa þær æft nánast daglega til að takast á við þessa þrekraun. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Marglyttuhópurinn hefur ákveðið að halda áfram söfnuninni fyrir Bláa herinn áfram og mun hún vera í gangi næstu daga. Þær hvetja bæði einstaklinga og fyrirtæki að leggja sitt af mörkum í barráttunni gegn plastmengun í hafinu. Bretland Frakkland Sund Umhverfismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Uppfært: 21:45 Sundhópurinn Marglytturnar luku sundi yfir Ermasundið á níunda tímanum í kvöld og var það Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé sem lauk sundinu klukkan 20:53. Boðsundið hófst í Dover á Englandi í morgun klukkan sjö á staðartíma og syntu Marglytturnar samfleytt í 15 tíma. Marglyttur eru sundkonurnar Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir, auk skipuleggjendanna Grétu Ingþórsdóttur og Soffíu Sigurgeirsdóttur. Marglytturnar syntu í eftirfarandi röð, fyrst lagði Sigurlaug María Jónsdóttir af stað síðan tók Sigrún Þ. Geirsdóttir við og þar á eftir synti Halldóra Gyða Matthíasdóttir. Næst á eftir henni synti Birna Bragadóttir síðan tók Þórey Vilhjálmsdóttir við og Brynhildur Ólafsdóttir var síðust í röðinni. Þannig var jafnframt önnur sundlotan og þrjár fyrstu sundkonurnar í röðinni syntu þrisvar sinnum. Fiskibáturinn Rowena hefur fylgt Marglyttunum eftit alla leið til Frakklands og hefur jafnframt sinnt eftirliti með skiptingum sundkvennanna og hafa þeir staðfest að boðsundið sé fullgilt samkvæmt reglum the English Channel Association. Boðsundið yfir Ermarsundið er búið að vera í undirbúningi hjá Marglyttum í tvö ár og undanfarna mánuði hafa þær æft nánast daglega til að takast á við þessa þrekraun. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Marglyttuhópurinn hefur ákveðið að halda áfram söfnuninni fyrir Bláa herinn áfram og mun hún vera í gangi næstu daga. Þær hvetja bæði einstaklinga og fyrirtæki að leggja sitt af mörkum í barráttunni gegn plastmengun í hafinu.
Bretland Frakkland Sund Umhverfismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira