
Framkvæmdum Vesturverks hætt fram á haust

Í tilkynningunni segir að vegurinn sé nú mun greiðfærari en áður. Erfiðar beygjur hafi verið lagfærðar og ræsum hafi verið komið fyrir víða. Framkvæmdirnar hafi allar gengið samkvæmt áætlun að kaflanum um Seljanes aðskildum. Ákveðið var að bíða með hann um sinn og þá meðal annars vegna andstöðu hluta landeigenda.
Sjá einnig: Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi
Undirbúningsrannsóknir vegna virkjunarinnar eiga að fara fram næsta sumar og þarf að flytja ýmsan búnað eins og bora í Ófeigsfjörð þeirra vegna. Í tilkynningunni segir ef vegaframkvæmdir hefðu ekki farið fram hefði vegurinn verið farartálmi.
Einnig stendur til að brúa Hvalá í Ófeigsfirði. Brúin sem setja á yfir ána er komin til landsins og stendur til að setja hana upp næsta vor.
Tengdar fréttir

Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust
Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum.

Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga
Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar.

Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi
Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag.

Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf
Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt.

Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi
Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt