„Ekki gera það, þið munuð kæfa mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2019 08:49 Jamal Khashoggi fæddist í borginni Medina í Sádi-Arabíu árið 1958. vísir/getty Tyrkneskt dagblað birti í fyrradag afrit af hljóðupptöku sem sögð er af samtali sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi og morðingja hans áður en þeir myrtu hann á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október í fyrra. Í frétt Sabah, blaðsins sem birti afrit af hljóðupptökunni, er fullyrt að samtal mannanna sé tekið upp inni í ræðisskrifstofunni. Tyrkneska leyniþjónustan hafi svo komist yfir upptökuna. Hinstu orð Khashoggi eru á meðal þess sem kemur fram á upptökunni. Khashoggi hafði sem blaðamaður verið gagnrýninn á valdhafa í Sádi-Arabíu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið. Stjórnvöld í Ríad gáfu fjölda misvísandi yfirlýsinga um dauða Khashoggi þar til þau viðurkenndu loks að hann hefði verið myrtur á ræðisskrifstofunni. Lík hans hefur enn ekki fundist. Talið er að það hafi verið bútað í sundur á skrifstofunni.Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið.Vísir/EPAFréttaflutningur Sabah af morðinu á Khashoggi hefur vakið heimsathygli undanfarið ár. Í frétt BBC af málinu segir þó að upplýsingar blaðsins hafi þó í einhverjum tilfellum verið véfengdar. Nýjasta frétt blaðsins af málinu tekur umrædda upptöku fyrir. Þar er t.d. vitnað í réttarmeinafræðing (e. forensic expert) sem lýsir Khashoggi sem „dýri til að fórna“ á meðan hann bíður eftir að blaðamaðurinn mæti á ræðisskrifstofuna. Þá virðist sem runnið hafi tvær grímur á Khashoggi þegar honum var tjáð að Interpol hefði skipað honum að snúa aftur til Ríad. Samkvæmt upptökunni neitaði Khashoggi að fylgja ýmsum skipunum mannanna, sem sögðu honum m.a. að senda syni sínum skilaboð. Khashoggi á þá að hafa spurt morðingja sína hvort þeir hygðust byrla honum ólyfjan, sem þeir svo gerðu. Þegar Khashoggi hafði verið byrlað bað hann morðingjana um að gæta þess að halda munni hans ekki lokuðum. „Ég er með astma. Ekki gera það, þið munuð kæfa mig,“ heyrist Khashoggi segja. Svo virðist sem þetta séu hinstu orð blaðamannsins en í frétt Sabah kemur fram að morðingjarnir hafi sett poka yfir höfuð hans og þannig kæft hann. Í fréttinni segir einnig að á upptökunni megi heyra þegar réttarmeinafræðingurinn bútar lík Khashoggi niður. Lengi hafa verið uppi kenningar um tilvist upptöku af hinstu augnablikum Khashoggis, að því er segir í frétt BBC. Þannig hafa tyrknesk stjórnvöld opinberlega staðfest að slíkar upptökur séu til. Ekki er þó ljóst hvernig Sabah komst yfir upptökuna. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Tyrkneskt dagblað birti í fyrradag afrit af hljóðupptöku sem sögð er af samtali sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi og morðingja hans áður en þeir myrtu hann á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október í fyrra. Í frétt Sabah, blaðsins sem birti afrit af hljóðupptökunni, er fullyrt að samtal mannanna sé tekið upp inni í ræðisskrifstofunni. Tyrkneska leyniþjónustan hafi svo komist yfir upptökuna. Hinstu orð Khashoggi eru á meðal þess sem kemur fram á upptökunni. Khashoggi hafði sem blaðamaður verið gagnrýninn á valdhafa í Sádi-Arabíu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið. Stjórnvöld í Ríad gáfu fjölda misvísandi yfirlýsinga um dauða Khashoggi þar til þau viðurkenndu loks að hann hefði verið myrtur á ræðisskrifstofunni. Lík hans hefur enn ekki fundist. Talið er að það hafi verið bútað í sundur á skrifstofunni.Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið.Vísir/EPAFréttaflutningur Sabah af morðinu á Khashoggi hefur vakið heimsathygli undanfarið ár. Í frétt BBC af málinu segir þó að upplýsingar blaðsins hafi þó í einhverjum tilfellum verið véfengdar. Nýjasta frétt blaðsins af málinu tekur umrædda upptöku fyrir. Þar er t.d. vitnað í réttarmeinafræðing (e. forensic expert) sem lýsir Khashoggi sem „dýri til að fórna“ á meðan hann bíður eftir að blaðamaðurinn mæti á ræðisskrifstofuna. Þá virðist sem runnið hafi tvær grímur á Khashoggi þegar honum var tjáð að Interpol hefði skipað honum að snúa aftur til Ríad. Samkvæmt upptökunni neitaði Khashoggi að fylgja ýmsum skipunum mannanna, sem sögðu honum m.a. að senda syni sínum skilaboð. Khashoggi á þá að hafa spurt morðingja sína hvort þeir hygðust byrla honum ólyfjan, sem þeir svo gerðu. Þegar Khashoggi hafði verið byrlað bað hann morðingjana um að gæta þess að halda munni hans ekki lokuðum. „Ég er með astma. Ekki gera það, þið munuð kæfa mig,“ heyrist Khashoggi segja. Svo virðist sem þetta séu hinstu orð blaðamannsins en í frétt Sabah kemur fram að morðingjarnir hafi sett poka yfir höfuð hans og þannig kæft hann. Í fréttinni segir einnig að á upptökunni megi heyra þegar réttarmeinafræðingurinn bútar lík Khashoggi niður. Lengi hafa verið uppi kenningar um tilvist upptöku af hinstu augnablikum Khashoggis, að því er segir í frétt BBC. Þannig hafa tyrknesk stjórnvöld opinberlega staðfest að slíkar upptökur séu til. Ekki er þó ljóst hvernig Sabah komst yfir upptökuna.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36
Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55
Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02