Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2019 13:23 Jón Gunnarsson tók við Bergþóri sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins taki aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en hann lét tímabundið af formennsku í febrúar vegna Klausturmálsins svokallaða. Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. Hefð hefur verið fyrir því í mörg undanfarin ár að stjórnarmeirihluti hverju sinni gefi eftir formennsku í einni til þremur nefndum þingsins til stjórnarandstöðuflokka. Eftir síðustu kosningar í október 2017 varð að samkomulagi að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem féll í hlut Samfylkingarinnar, velferðarnefnd sem Píratar fengu og umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Miðflokkurinn fékk formennsku. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni samkvæmt tillögu fulltrúa Miðflokksins í nefndinni og með stuðningi Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins í nefndinni sem síðar gekk ásamt Ólafi Ísleifssyni í Miðflokkinn. Jón var því kjörinn með stuðningi fulltrúa stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar buðu hins vegar að einhver þingmaður Miðflokksins sem ekki hefði verið á Klausturfundinum tæki við formennskunni eða að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tæki tímabundið við formennskunni. Nú gætir óánægju innan þingliðs Vinstri grænna með hlut flokksins hvað varðar formennsku í nefndum. Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafa formennsku í einni nefnd hvor flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn í þremur, eða fjórum ef tímabundin formennska Jóns Gunnarssonar í umhverfis- og samgöngunefnd er talin með. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir formennsku í nefndum vera í samræmi við samkomulag sem meiri- og minnihluti gerðu með sér eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd hafi fallið í skaut minnihlutans. „Og auðvitað þetta ástand sem kom upp í fyrrahaust varð til þess að breytingar urðu á. Það er kannski minnihlutans að finna út úr því núna. Hvort þau geti leyst það. Ef það gerist ekki þarf bara að endurhugsa það. Þá kemur væntanlega að okkur eins og hinum í stjórnarmeirihlutanum. En ég geri nú bara fastlega ráð fyrir að minnihlutinn leysi þetta innan sinna raða,“ segir Bjarkey. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sjónarmið Jóns Gunnarssonar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngumálum fara ekki alltaf saman. En eðli málsins samkvæmt fara flest mál umhverfisráðherra fyrir nefndina. „Það liggur náttúrlega alveg fyrir að Jón deilir ekki sömu skoðunum og umhverfisráðherra. Hann hefur talað um það mjög opinskátt. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að hann hafi tafið sérstaklega fyrir málum. Ég vil trúa því að við séum saman í þessari ríkisstjórn að leiða góð mál til lykta,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Útlit er fyrir að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins taki aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en hann lét tímabundið af formennsku í febrúar vegna Klausturmálsins svokallaða. Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. Hefð hefur verið fyrir því í mörg undanfarin ár að stjórnarmeirihluti hverju sinni gefi eftir formennsku í einni til þremur nefndum þingsins til stjórnarandstöðuflokka. Eftir síðustu kosningar í október 2017 varð að samkomulagi að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem féll í hlut Samfylkingarinnar, velferðarnefnd sem Píratar fengu og umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Miðflokkurinn fékk formennsku. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni samkvæmt tillögu fulltrúa Miðflokksins í nefndinni og með stuðningi Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins í nefndinni sem síðar gekk ásamt Ólafi Ísleifssyni í Miðflokkinn. Jón var því kjörinn með stuðningi fulltrúa stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar buðu hins vegar að einhver þingmaður Miðflokksins sem ekki hefði verið á Klausturfundinum tæki við formennskunni eða að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tæki tímabundið við formennskunni. Nú gætir óánægju innan þingliðs Vinstri grænna með hlut flokksins hvað varðar formennsku í nefndum. Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafa formennsku í einni nefnd hvor flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn í þremur, eða fjórum ef tímabundin formennska Jóns Gunnarssonar í umhverfis- og samgöngunefnd er talin með. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir formennsku í nefndum vera í samræmi við samkomulag sem meiri- og minnihluti gerðu með sér eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd hafi fallið í skaut minnihlutans. „Og auðvitað þetta ástand sem kom upp í fyrrahaust varð til þess að breytingar urðu á. Það er kannski minnihlutans að finna út úr því núna. Hvort þau geti leyst það. Ef það gerist ekki þarf bara að endurhugsa það. Þá kemur væntanlega að okkur eins og hinum í stjórnarmeirihlutanum. En ég geri nú bara fastlega ráð fyrir að minnihlutinn leysi þetta innan sinna raða,“ segir Bjarkey. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sjónarmið Jóns Gunnarssonar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngumálum fara ekki alltaf saman. En eðli málsins samkvæmt fara flest mál umhverfisráðherra fyrir nefndina. „Það liggur náttúrlega alveg fyrir að Jón deilir ekki sömu skoðunum og umhverfisráðherra. Hann hefur talað um það mjög opinskátt. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að hann hafi tafið sérstaklega fyrir málum. Ég vil trúa því að við séum saman í þessari ríkisstjórn að leiða góð mál til lykta,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15