Gísli pólfari kaupir Vigur á hundruð milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 14:15 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi. Vísir Gísli Jónsson, bílstjóri hjá Arctic Trucks og stundum nefndur pólfari eftir ferðalög sín á Suðurskautslandið, hefur fengið tilboð samþykkt í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gísli áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni og bæta í við það sem verið hefur hingað til.Eyjan hefur verið í sölu síðan í júní í fyrra. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, tjáði Vísi á þeim tíma að verðmiðinn á eyjunni væri hærra megin við 300 milljónir króna. Ýmsir orðrómar fóru í kjölfarið og snerust meðal annars um áhyggjur íbúa á Vestfjörðum af því ef eyjan kæmist í hendur erlendra aðila sem gætu ákveðið að loka eyjunni og hafa útaf fyrir sig. RÚV greindi frá því í ágúst að tilboð erlendra aðila í eyjuna hefði verið samþykkt í sumar. Hins vegar hefði staðið í viðkomandi reglur varðandi sóttkví og einangrun þegar dýr eru flutt inn til landsins. Fallið var frá tilboðinu og opnað að nýju fyrir tilboð. Gísli, sem ber titilinn pólfari á Já.is þangað sem hann hefur komið oftar en einu sinni á risabílum Arctic Trucks, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að hnýta um hefðbundna lausa enda við sölu á eign af þessari stærðargráðu.Gísli Jónsson ásamt félögum sínum hjá Arctic Trucks um árið þegar þeir fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Gísli er skráður með titilinn pólfari á Já.is.Sögufræg eyjaEyjan hefur verið í eigu Salvars Baldurssonar og dánarbús bróður hans frá árinu 1994 en Salvar býr á eyjunni ásamt konu sinni Hugrúnu Magnúsdóttur. Til stendur að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum.Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Ferðamennska á Íslandi Súðavík Tengdar fréttir Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Gísli Jónsson, bílstjóri hjá Arctic Trucks og stundum nefndur pólfari eftir ferðalög sín á Suðurskautslandið, hefur fengið tilboð samþykkt í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gísli áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni og bæta í við það sem verið hefur hingað til.Eyjan hefur verið í sölu síðan í júní í fyrra. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, tjáði Vísi á þeim tíma að verðmiðinn á eyjunni væri hærra megin við 300 milljónir króna. Ýmsir orðrómar fóru í kjölfarið og snerust meðal annars um áhyggjur íbúa á Vestfjörðum af því ef eyjan kæmist í hendur erlendra aðila sem gætu ákveðið að loka eyjunni og hafa útaf fyrir sig. RÚV greindi frá því í ágúst að tilboð erlendra aðila í eyjuna hefði verið samþykkt í sumar. Hins vegar hefði staðið í viðkomandi reglur varðandi sóttkví og einangrun þegar dýr eru flutt inn til landsins. Fallið var frá tilboðinu og opnað að nýju fyrir tilboð. Gísli, sem ber titilinn pólfari á Já.is þangað sem hann hefur komið oftar en einu sinni á risabílum Arctic Trucks, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að hnýta um hefðbundna lausa enda við sölu á eign af þessari stærðargráðu.Gísli Jónsson ásamt félögum sínum hjá Arctic Trucks um árið þegar þeir fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Gísli er skráður með titilinn pólfari á Já.is.Sögufræg eyjaEyjan hefur verið í eigu Salvars Baldurssonar og dánarbús bróður hans frá árinu 1994 en Salvar býr á eyjunni ásamt konu sinni Hugrúnu Magnúsdóttur. Til stendur að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum.Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins.
Ferðamennska á Íslandi Súðavík Tengdar fréttir Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37
Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41
Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15