Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2019 09:15 Tugum starfmanna Íslandspósts var var sagt upp hjá Íslandspósti í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að salan á félaginu fari fram í samstarfi við Deloitte sem sé ráðgjafi Íslandspósts í söluferlinu, en frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði sé til 10. október næstkomandi. Samskipti er fyrirtæki sem starfar á prentmarkaði og var stofnað árið 1978. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts, að Íslandspóstur standi á tímamótum og nauðsynlegt sé að líta á alla hluta rekstrarins og endurmeta hvernig fyrirtækið eigi að vera byggt upp til framtíðar. „Undanfarið hafa stjórnendur og stjórn félagsins unnið saman að gerð áætlunar til þess að umbreyta rekstrinum og hefur meðal annars verið gripið til víðtækra hagræðingaraðgerða og endurskipulagningar. Salan á Samskiptum er hluti af þessu breytingaferli en okkar helstu markmið eru að stórbæta þjónustu til viðskiptavina, snúa rekstri Íslandspósts úr tapi í hagnað og einbeita okkur að kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Prentsmiðjurekstur er ekki hluti af þeirri kjarnastarfsemi og því var ákveðið að selja félagið. Við vonumst til að söluferlið gangi hratt og örugglega fyrir sig enda er Samskipti þekkt og öflugt fyrirtæki á sínu sviði og er sem slíkt mjög áhugaverður fjárfestingarkostur,“ segir Birgir. Íslandspóstur á 100% í Samskiptum, en hagnaður Samskipta nam 10,1 milljóna króna á síðasta ári og var eigið fé í árslok 78,0 milljónir. Hlutafé félagsins nam í árslok 57 milljónum króna. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Íslandspóstur Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. 21. ágúst 2019 06:15 Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að salan á félaginu fari fram í samstarfi við Deloitte sem sé ráðgjafi Íslandspósts í söluferlinu, en frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði sé til 10. október næstkomandi. Samskipti er fyrirtæki sem starfar á prentmarkaði og var stofnað árið 1978. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts, að Íslandspóstur standi á tímamótum og nauðsynlegt sé að líta á alla hluta rekstrarins og endurmeta hvernig fyrirtækið eigi að vera byggt upp til framtíðar. „Undanfarið hafa stjórnendur og stjórn félagsins unnið saman að gerð áætlunar til þess að umbreyta rekstrinum og hefur meðal annars verið gripið til víðtækra hagræðingaraðgerða og endurskipulagningar. Salan á Samskiptum er hluti af þessu breytingaferli en okkar helstu markmið eru að stórbæta þjónustu til viðskiptavina, snúa rekstri Íslandspósts úr tapi í hagnað og einbeita okkur að kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Prentsmiðjurekstur er ekki hluti af þeirri kjarnastarfsemi og því var ákveðið að selja félagið. Við vonumst til að söluferlið gangi hratt og örugglega fyrir sig enda er Samskipti þekkt og öflugt fyrirtæki á sínu sviði og er sem slíkt mjög áhugaverður fjárfestingarkostur,“ segir Birgir. Íslandspóstur á 100% í Samskiptum, en hagnaður Samskipta nam 10,1 milljóna króna á síðasta ári og var eigið fé í árslok 78,0 milljónir. Hlutafé félagsins nam í árslok 57 milljónum króna. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli.
Íslandspóstur Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. 21. ágúst 2019 06:15 Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57
Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. 21. ágúst 2019 06:15
Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45