Rósa bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan knattspyrnuferil að baki Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 09:18 Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru miklir andstæðingar í pólitík. Vísir/vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna gefur lítið fyrir ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem rætt var við þingmenn um nýja sætaskipan. Rósa Björk bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan fótboltaferil að baki og gæti því vel rætt knattspyrnu í þingsal. Brynjar sagði í samtali við Fréttablaðið, inntur eftir viðbrögðum við nýjum sætisfélögum í þingsal, að hann myndi geta rætt knattspyrnu við Willum Þór Þórsson þingmann Frammsóknarflokksins, enda væru þeir „einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland“, að þeirra mati. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ sagði Brynjar um hinn sætisfélaga sinn, áðurnefnda Rósu Björk, og taldi raunar nær útilokað að hann myndi spjalla við hana um nokkuð annað en pólitísk deilumál Rósa Björk tók í sama streng og kvaðst hafa ansi lítið til að tala um við Brynjar. Hún tjáir sig frekar um sætaskipanina og ummæli Brynjars á Twitter-reikningi sínum nú í morgun en af því má ráða að þau Brynjar eigi knattspyrnuáhugann sameiginlegan þrátt fyrir allt. Rósa Björk virðist þó ekki á því að ræða fótboltann, eða nokkuð annað, við Brynjar. „BN [Brynjar Níelsson] ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu,“ skrifar Rósa Björk og deilir frétt Fréttablaðsins um sætaskipanina með færslunni. „En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..“BN ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu. En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..https://t.co/cQaYJ2ySLc— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 12, 2019 Alþingi Tengdar fréttir Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna gefur lítið fyrir ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem rætt var við þingmenn um nýja sætaskipan. Rósa Björk bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan fótboltaferil að baki og gæti því vel rætt knattspyrnu í þingsal. Brynjar sagði í samtali við Fréttablaðið, inntur eftir viðbrögðum við nýjum sætisfélögum í þingsal, að hann myndi geta rætt knattspyrnu við Willum Þór Þórsson þingmann Frammsóknarflokksins, enda væru þeir „einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland“, að þeirra mati. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ sagði Brynjar um hinn sætisfélaga sinn, áðurnefnda Rósu Björk, og taldi raunar nær útilokað að hann myndi spjalla við hana um nokkuð annað en pólitísk deilumál Rósa Björk tók í sama streng og kvaðst hafa ansi lítið til að tala um við Brynjar. Hún tjáir sig frekar um sætaskipanina og ummæli Brynjars á Twitter-reikningi sínum nú í morgun en af því má ráða að þau Brynjar eigi knattspyrnuáhugann sameiginlegan þrátt fyrir allt. Rósa Björk virðist þó ekki á því að ræða fótboltann, eða nokkuð annað, við Brynjar. „BN [Brynjar Níelsson] ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu,“ skrifar Rósa Björk og deilir frétt Fréttablaðsins um sætaskipanina með færslunni. „En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..“BN ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu. En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..https://t.co/cQaYJ2ySLc— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 12, 2019
Alþingi Tengdar fréttir Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15