Fleiri lögreglufélög fagna úttekt á ríkislögreglustjóra Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2019 10:51 Lögreglumenn á Suðurnesjum taka undir ákall um allsherjar stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/GVA Lögreglufélag Suðurnesja lýsir yfir stuðningi við ákall Landssambands lögreglumanna um úttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Félagið telur að hraða beri úttektinni eins og kostur er svo friður geti skapast sem fyrst um störf lögreglunnar. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Miðstöðin verður lögð niður um áramótin en miklir vankantar á rekstri Bílamiðstöðvarinnar þóttu ástæða til að ráðast í úttekt. Landssamband lögreglumanna taldi slíka úttekt tímabæra því „mikil óánægja hafi ríkt meðal lögregluþjóna um langt skeið með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra,“ eins og fram kom í yfirlýsingu frá landssambandinu í síðustu viku.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Lögreglufélag Suðurnesja tekur í sama streng í ákalli sem það sendi fjölmiðlum í dag. Þar er meðal annars vikið að málum er varða einkennisfatnað lögreglunnar, sem félagið segja hafa verið í miklum ólestri um langa hríð. Fyrrnefnd bílamál hafi jafnframt verið deiluvaldandi eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lögregluna og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenningur ber til lögreglunnar,“ segir Lögreglufélag Suðurnesja um leið og það skorar á dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir ásættanlegri lausn mála. Suðurnesjafélagið er ekki fyrsta lögreglusambandið sem fagnað hefur alhliða stjórnsýsluúttekt. Það gerður til að mynda stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar og Lögreglufélags Þingeyinga á þriðjudag, auk þess sem Lögreglufélag Reykjavíkur hafði áður óskað eftir slíkri úttekt. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. 10. september 2019 19:27 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Lögreglufélag Suðurnesja lýsir yfir stuðningi við ákall Landssambands lögreglumanna um úttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Félagið telur að hraða beri úttektinni eins og kostur er svo friður geti skapast sem fyrst um störf lögreglunnar. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Miðstöðin verður lögð niður um áramótin en miklir vankantar á rekstri Bílamiðstöðvarinnar þóttu ástæða til að ráðast í úttekt. Landssamband lögreglumanna taldi slíka úttekt tímabæra því „mikil óánægja hafi ríkt meðal lögregluþjóna um langt skeið með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra,“ eins og fram kom í yfirlýsingu frá landssambandinu í síðustu viku.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Lögreglufélag Suðurnesja tekur í sama streng í ákalli sem það sendi fjölmiðlum í dag. Þar er meðal annars vikið að málum er varða einkennisfatnað lögreglunnar, sem félagið segja hafa verið í miklum ólestri um langa hríð. Fyrrnefnd bílamál hafi jafnframt verið deiluvaldandi eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lögregluna og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenningur ber til lögreglunnar,“ segir Lögreglufélag Suðurnesja um leið og það skorar á dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir ásættanlegri lausn mála. Suðurnesjafélagið er ekki fyrsta lögreglusambandið sem fagnað hefur alhliða stjórnsýsluúttekt. Það gerður til að mynda stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar og Lögreglufélags Þingeyinga á þriðjudag, auk þess sem Lögreglufélag Reykjavíkur hafði áður óskað eftir slíkri úttekt.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. 10. september 2019 19:27 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. 10. september 2019 19:27
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15