Enski boltinn

Viðurkenna fjögur mistök VAR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mynd af skjánum þegar skoðað væri hvort Tielemans hefði átt að fá rautt.
Mynd af skjánum þegar skoðað væri hvort Tielemans hefði átt að fá rautt. vísir/getty
Mike Riley, formaður dómaranefndar enska knattspyrnusambandsins, viðurkennir að VAR hefur gert fjögur mistök það sem af er leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni.

Jöfnunarmark Fabian Schar gegn Watford og groddaralegt brot Yuri Tielemans á Calum Wilson eru fyrstu tvö mistökin sem voru viðurkennd á fundi ensku liðanna í dag.

Hin tvö mistökin voru þegar David Silva fékk ekki vítaspyrnu gegn Bournemouth og þegar West Ham fékk ekki vítaspyrnu gegn Norwich. Þetta eru atvikin fjögur.







„Við erum að læra og við erum að bæta okkur stöðugt. Það hafa komið upp sex atvik þar sem VAR hefur hjálpað dómaranum og við höfum fyrir vikið fengið betri dóm,“ sagði Riley.

„Það eru svo fjögur atvik sem VAR kom ekki til sem hefði átt að gerast, hefðum við haft betri skilning á VAR í leikjunum,“ en atvikin fjögur eru talin upp hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×