Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2024 19:01 Henrique Hilario hefur unnið sem markmannsþjálfari hjá Chelsea í átta ár. Getty/Alex Dodd Thomas Tuchel er búinn að finna sér markvarðarþjálfara fyrir enska landsliðið og sá hinn sami þekkir vel til enska boltans sem og til þýska þjálfarans. Nýi markmannsþjálfari Tuchel hjá enska landsliðinu er Portúgalinn Henrique Hilario. Þjóðverjinn tekur við enska landsliðinu 1. janúar næstkomandi. Hilario hefur jafnframt sagt upp störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. ESPN segir frá. Hilario er 49 ára gamall og lagði skóna á hilluna árið 2014. Hann var síðustu átta árin sem leikmaður hjá Chelsea en kom síðan aftur til félagsins árið 2016. Hilario var aðstoðarmarkvarðarþjálfari undir stjórn Antonio Conte og aðalmarkvarðarþjálfari hjá Maurizio Sarri. Tuchel kynntist Hilario þegar hann var hjá Chelsea frá 2021 til 2022. Hann lagði mikla áherslu á að fá hann inn í enska þjálfarateymið. Tuchel hafði þegar ráðið Anthony Barry sem aðstoðarmann sinn en þeir unnu saman hjá bæði Chelsea og Bayern München. Þegar Enzo Maresca kom til Chelsea þá tók hann með sér annan markmannsþjálfara frá Leicester en sá heitir Michele De Bernardin. Chelsea var því með tvo markmannsþjálfara. Þetta kallar því væntanlega ekki á frekari breytingar á þjálfarateymi Chelsea. After 16 years of working at Chelsea, Hilario has decided to leave to become the head goalkeeping coach with England when Thomas Tuchel officially starts work on January 1. pic.twitter.com/BiuXUgnb9Y— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 20, 2024 Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Nýi markmannsþjálfari Tuchel hjá enska landsliðinu er Portúgalinn Henrique Hilario. Þjóðverjinn tekur við enska landsliðinu 1. janúar næstkomandi. Hilario hefur jafnframt sagt upp störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. ESPN segir frá. Hilario er 49 ára gamall og lagði skóna á hilluna árið 2014. Hann var síðustu átta árin sem leikmaður hjá Chelsea en kom síðan aftur til félagsins árið 2016. Hilario var aðstoðarmarkvarðarþjálfari undir stjórn Antonio Conte og aðalmarkvarðarþjálfari hjá Maurizio Sarri. Tuchel kynntist Hilario þegar hann var hjá Chelsea frá 2021 til 2022. Hann lagði mikla áherslu á að fá hann inn í enska þjálfarateymið. Tuchel hafði þegar ráðið Anthony Barry sem aðstoðarmann sinn en þeir unnu saman hjá bæði Chelsea og Bayern München. Þegar Enzo Maresca kom til Chelsea þá tók hann með sér annan markmannsþjálfara frá Leicester en sá heitir Michele De Bernardin. Chelsea var því með tvo markmannsþjálfara. Þetta kallar því væntanlega ekki á frekari breytingar á þjálfarateymi Chelsea. After 16 years of working at Chelsea, Hilario has decided to leave to become the head goalkeeping coach with England when Thomas Tuchel officially starts work on January 1. pic.twitter.com/BiuXUgnb9Y— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 20, 2024
Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira