Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 07:32 Geovany Quenda er búinn að vinna sig inn í portúgalska landsliðshópinn, aðeins 17 ára gamall, eftir að hafa spilað vel með Sporting Lissabon í haust. Getty/Gualter Fatia Hinn 17 ára gamli Geovany Quenda gæti átt eftir að fylgja á eftir stjóranum Rúben Amorim frá Sporting Lissabon til Manchester United, næsta sumar. Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá því að United sæki það fast að tryggja sér Quenda og að fyrsta tilboð gæti hljóðað upp á 40 milljónir evra, eða 5,8 milljarða króna. Amorim hleypti Quenda inn í lið Sporting á þessari leiktíð og þessi ungi kantmaður hefur gripið tækifærið og spilað flesta leiki, bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann vann sig inn í A-landsliðshóp Portúgals og gæti mögulega fengið fyrsta A-landsleikinn í kvöld þegar Portúgal mætir Króatíu á útivelli í Þjóðadeildinni. Geovany Quenda could become the youngest ever play to play for Portugal on Monday.If the winger plays against Croatia, he will beat the previous record, held by Paulo Futre, by 3 days. pic.twitter.com/Q1I7Enpv11— All Things Alvalade (@ATAlvalade) November 17, 2024 A Bola segir að United hafi verið búið að setja sig í samband við Sporting vegna Quenda áður en félagið keypti stjóra portúgalska félagsins, sem um næstu helgi stýrir United í fyrsta sinn þegar liðið mætir Ipswich á útivelli. Amorim hefur hins vegar sagt að hann muni ekki sækja neina leikmenn frá Sporting í janúarglugganum, en bætti við að hann vissi ekki hvað myndi gerast næsta sumar. Þau orð hafa meira verið tengd við Svíann eftirsótta Viktor Gyökeres en virðast einnig eiga við Quenda, enda verður hann ekki 18 ára fyrr en 30. apríl á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Geovany Quenda (@gquenda07) United vill hins vegar tryggja það sem fyrst að Quenda spili fyrir enska félagið en það mun kosta sitt. Ungstirnið skrifaði undir nýjan samning við Sporting í september, með gildistíma fram til 2027, og kaupklásúlan í samningnum fór úr því að vera 45 milljónir evra í að það kostaði 100 milljónir evra að losa Quenda undan samningi. United hefur ekki í hyggju að greiða svo háa upphæð og eins og fyrr segir kemur fram í frétt A Bola að fyrstu tilraunir enska félagsins gætu verið um 40 milljóna evru tilboð. Amorim tók Quenda inn í aðalhóp Sporting á undirbúningstímabilinu í sumar til að sjá hvernig hann myndi spjara sig. Táningurinn „var betri en maður bjóst við“ sagði Amorim sem treysti Quenda fyrir hægri kantmannsstöðunni bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu, og gæti mögulega átt eftir að gera það hjá United einnig. Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá því að United sæki það fast að tryggja sér Quenda og að fyrsta tilboð gæti hljóðað upp á 40 milljónir evra, eða 5,8 milljarða króna. Amorim hleypti Quenda inn í lið Sporting á þessari leiktíð og þessi ungi kantmaður hefur gripið tækifærið og spilað flesta leiki, bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann vann sig inn í A-landsliðshóp Portúgals og gæti mögulega fengið fyrsta A-landsleikinn í kvöld þegar Portúgal mætir Króatíu á útivelli í Þjóðadeildinni. Geovany Quenda could become the youngest ever play to play for Portugal on Monday.If the winger plays against Croatia, he will beat the previous record, held by Paulo Futre, by 3 days. pic.twitter.com/Q1I7Enpv11— All Things Alvalade (@ATAlvalade) November 17, 2024 A Bola segir að United hafi verið búið að setja sig í samband við Sporting vegna Quenda áður en félagið keypti stjóra portúgalska félagsins, sem um næstu helgi stýrir United í fyrsta sinn þegar liðið mætir Ipswich á útivelli. Amorim hefur hins vegar sagt að hann muni ekki sækja neina leikmenn frá Sporting í janúarglugganum, en bætti við að hann vissi ekki hvað myndi gerast næsta sumar. Þau orð hafa meira verið tengd við Svíann eftirsótta Viktor Gyökeres en virðast einnig eiga við Quenda, enda verður hann ekki 18 ára fyrr en 30. apríl á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Geovany Quenda (@gquenda07) United vill hins vegar tryggja það sem fyrst að Quenda spili fyrir enska félagið en það mun kosta sitt. Ungstirnið skrifaði undir nýjan samning við Sporting í september, með gildistíma fram til 2027, og kaupklásúlan í samningnum fór úr því að vera 45 milljónir evra í að það kostaði 100 milljónir evra að losa Quenda undan samningi. United hefur ekki í hyggju að greiða svo háa upphæð og eins og fyrr segir kemur fram í frétt A Bola að fyrstu tilraunir enska félagsins gætu verið um 40 milljóna evru tilboð. Amorim tók Quenda inn í aðalhóp Sporting á undirbúningstímabilinu í sumar til að sjá hvernig hann myndi spjara sig. Táningurinn „var betri en maður bjóst við“ sagði Amorim sem treysti Quenda fyrir hægri kantmannsstöðunni bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu, og gæti mögulega átt eftir að gera það hjá United einnig.
Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira