Eitt til tvö börn fæðist árlega í fráhvörfum frá fíkniefnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. september 2019 19:00 Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mál ungrar konu sem eignaðist stúlkubarn í vikunni en til stendur að barnavernd taki af henni barnið á næstu dögum. Konan, sem glímir við mikinn fíknivanda, féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. „Nefndirnar hafa ekki tekið börn af sænginni nema þau hafi talið þau í mjög bráðri hættu og það sé algjörlega útilokað að það sé hægt að tryggja öryggi barnsins á heimili með eftirliti,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar barnaverndaryfirvöld fái upplýsingar um að þunguð kona sé í neyslu sé reynt að grípa inn í. Afleiðingar á barnið geta verið misjafnar eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. „Allir vímugjafar geta valdið því að börnin fæðist fyrir tímann og eins að þau verði vaxtarskert eða fæðist of létt,“ segir Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir. Þá hafi flest vímuefni áhrif á taugaþroska barna. Valgerður segir að árlega séu um fimmtíu óléttar konur sem leiti til eða sé vísað til kvennadeildar Landspítalans vegna fíknivanda. Langflestum takist, með aðstoð, að hætta stuttu eftir að þær uppgötva þungun. Sérstakt fíkni- og geðteymi á kvennadeildinni komi þeim í meðferð. Þá séu á bilinu tíu til tuttugu konur á hverju ári sem ekki tekst að hætta alveg strax og noti vímuefni í einhvern tíma á meðgöngu. Ein til fjórar konur noti vímuefni alla meðgönguna. „Þær ráða ekki við að hætta. Ég hef enga konu hitt sem vill ekki hætta.“ Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðirHún segir að það bráðvanti úrræði fyrir þann hóp. „Eitthvað athvarf sem væri hægt að bjóða þeim að koma í til að halda utan um þær og minnka þá skaðann bæði fyrir þær sjálfar og barnið,“ segir Valgerður en þegar meðferðarúrræðum sleppur tekur ekkert við. Þá þurfi þær meira utanumhald en á áfangaheimilum. Börn þessara kvenna geta fæðst í fráhvörfum en það fer eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. Valgerður áætlar að árlega fæðist eitt til tvö börn í fráhvörfum. Heiða segir að mál af þessum toga séu með þeim erfiðari sem barnaverndaryfirvöld fáist við. „Gríðarlega sorglegt að sjá þessi börn í því ástandi sem þau eru og veita þeim hjálparhönd og það er náttúrulega frumskylda barnaverndaryfirvalda að tryggja það að þessi börn haldi lífi og að þau dafni sem best,“ segir Heiða Björg. Barnavernd Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mál ungrar konu sem eignaðist stúlkubarn í vikunni en til stendur að barnavernd taki af henni barnið á næstu dögum. Konan, sem glímir við mikinn fíknivanda, féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. „Nefndirnar hafa ekki tekið börn af sænginni nema þau hafi talið þau í mjög bráðri hættu og það sé algjörlega útilokað að það sé hægt að tryggja öryggi barnsins á heimili með eftirliti,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar barnaverndaryfirvöld fái upplýsingar um að þunguð kona sé í neyslu sé reynt að grípa inn í. Afleiðingar á barnið geta verið misjafnar eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. „Allir vímugjafar geta valdið því að börnin fæðist fyrir tímann og eins að þau verði vaxtarskert eða fæðist of létt,“ segir Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir. Þá hafi flest vímuefni áhrif á taugaþroska barna. Valgerður segir að árlega séu um fimmtíu óléttar konur sem leiti til eða sé vísað til kvennadeildar Landspítalans vegna fíknivanda. Langflestum takist, með aðstoð, að hætta stuttu eftir að þær uppgötva þungun. Sérstakt fíkni- og geðteymi á kvennadeildinni komi þeim í meðferð. Þá séu á bilinu tíu til tuttugu konur á hverju ári sem ekki tekst að hætta alveg strax og noti vímuefni í einhvern tíma á meðgöngu. Ein til fjórar konur noti vímuefni alla meðgönguna. „Þær ráða ekki við að hætta. Ég hef enga konu hitt sem vill ekki hætta.“ Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðirHún segir að það bráðvanti úrræði fyrir þann hóp. „Eitthvað athvarf sem væri hægt að bjóða þeim að koma í til að halda utan um þær og minnka þá skaðann bæði fyrir þær sjálfar og barnið,“ segir Valgerður en þegar meðferðarúrræðum sleppur tekur ekkert við. Þá þurfi þær meira utanumhald en á áfangaheimilum. Börn þessara kvenna geta fæðst í fráhvörfum en það fer eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. Valgerður áætlar að árlega fæðist eitt til tvö börn í fráhvörfum. Heiða segir að mál af þessum toga séu með þeim erfiðari sem barnaverndaryfirvöld fáist við. „Gríðarlega sorglegt að sjá þessi börn í því ástandi sem þau eru og veita þeim hjálparhönd og það er náttúrulega frumskylda barnaverndaryfirvalda að tryggja það að þessi börn haldi lífi og að þau dafni sem best,“ segir Heiða Björg.
Barnavernd Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira