Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. september 2019 12:10 Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Hún vill leggja áherslu á mannréttindavernd og segir málefni ríkislögreglustjóra og löggæslu í landinu líklega verða tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. Þórhildur Sunna sem er þingmaður Pírata var í morgun kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hefur hún þannig tekið við formennsku af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gegndi formennsku í nefndinni fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Kveðst hún í formennsku sinni efla aðkomu nefndarinnar að því að styrkja mannréttindavernd á Íslandi. „Ég tel að það sé eitt af meginhlutverkum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem að hafa kannski ekki verið tekin alveg nógu föstum tökum, eða nógu skipulega. Það kemur kannski frekar upp af og til einhver atvik sem að nefndin þarf að skoða í staðinn fyrir að hafa þetta sem svona vinnureglu að fylgjast með hvernig mannréttindavernd er háttað á Íslandi,” segir Þórhildur Sunna. Þá komi vel til greina að málefni ríkislögreglustjóra verði tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu séð töluvert umrót í lögreglunni og töluvert innanmein, ef svo má að orði komast, birtast okkur undanfarið og það er eitthvað sem að mér finnst alveg fullt tilefni til að skoða hvort eigi heima hjá okkur,” segir Þórhildur Sunna. Næstu skref í þeim efnum verði líkindum ákveðin í samráði við nefndina í framhaldi af fundi dómsmálaráðherra með ríkislögreglustjóra sem hófst laust fyrir hádegi í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Forsætisnefnd Alþingis staðfesti í sumar niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Umrædd ummæli lét hún falla í Silfrinu á Rúv í fyrra þar sem hún sagði að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu vegna aksturskostnaðar. „Mér finnst reyndar að siðanefnd hafi dæmt sig töluvert úr leik með þessum úrskurði sínum. Þarna ákveður hún að þingmaður sem að nýtir sitt stjórnarskrárbundna tjáningarfrelsi hafi með því brotið siðareglur. Það er eitthvað sem að ég er algjörlega ósammála,” segir Þórhildur Sunna. Hún telji ekki að niðurstaða nefndarinnar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur eigi að koma í veg fyrir formennsku hennar í nefndinni. Alþingi Lögreglan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Hún vill leggja áherslu á mannréttindavernd og segir málefni ríkislögreglustjóra og löggæslu í landinu líklega verða tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. Þórhildur Sunna sem er þingmaður Pírata var í morgun kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hefur hún þannig tekið við formennsku af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gegndi formennsku í nefndinni fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Kveðst hún í formennsku sinni efla aðkomu nefndarinnar að því að styrkja mannréttindavernd á Íslandi. „Ég tel að það sé eitt af meginhlutverkum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem að hafa kannski ekki verið tekin alveg nógu föstum tökum, eða nógu skipulega. Það kemur kannski frekar upp af og til einhver atvik sem að nefndin þarf að skoða í staðinn fyrir að hafa þetta sem svona vinnureglu að fylgjast með hvernig mannréttindavernd er háttað á Íslandi,” segir Þórhildur Sunna. Þá komi vel til greina að málefni ríkislögreglustjóra verði tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu séð töluvert umrót í lögreglunni og töluvert innanmein, ef svo má að orði komast, birtast okkur undanfarið og það er eitthvað sem að mér finnst alveg fullt tilefni til að skoða hvort eigi heima hjá okkur,” segir Þórhildur Sunna. Næstu skref í þeim efnum verði líkindum ákveðin í samráði við nefndina í framhaldi af fundi dómsmálaráðherra með ríkislögreglustjóra sem hófst laust fyrir hádegi í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Forsætisnefnd Alþingis staðfesti í sumar niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Umrædd ummæli lét hún falla í Silfrinu á Rúv í fyrra þar sem hún sagði að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu vegna aksturskostnaðar. „Mér finnst reyndar að siðanefnd hafi dæmt sig töluvert úr leik með þessum úrskurði sínum. Þarna ákveður hún að þingmaður sem að nýtir sitt stjórnarskrárbundna tjáningarfrelsi hafi með því brotið siðareglur. Það er eitthvað sem að ég er algjörlega ósammála,” segir Þórhildur Sunna. Hún telji ekki að niðurstaða nefndarinnar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur eigi að koma í veg fyrir formennsku hennar í nefndinni.
Alþingi Lögreglan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira