Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. september 2019 12:10 Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Hún vill leggja áherslu á mannréttindavernd og segir málefni ríkislögreglustjóra og löggæslu í landinu líklega verða tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. Þórhildur Sunna sem er þingmaður Pírata var í morgun kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hefur hún þannig tekið við formennsku af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gegndi formennsku í nefndinni fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Kveðst hún í formennsku sinni efla aðkomu nefndarinnar að því að styrkja mannréttindavernd á Íslandi. „Ég tel að það sé eitt af meginhlutverkum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem að hafa kannski ekki verið tekin alveg nógu föstum tökum, eða nógu skipulega. Það kemur kannski frekar upp af og til einhver atvik sem að nefndin þarf að skoða í staðinn fyrir að hafa þetta sem svona vinnureglu að fylgjast með hvernig mannréttindavernd er háttað á Íslandi,” segir Þórhildur Sunna. Þá komi vel til greina að málefni ríkislögreglustjóra verði tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu séð töluvert umrót í lögreglunni og töluvert innanmein, ef svo má að orði komast, birtast okkur undanfarið og það er eitthvað sem að mér finnst alveg fullt tilefni til að skoða hvort eigi heima hjá okkur,” segir Þórhildur Sunna. Næstu skref í þeim efnum verði líkindum ákveðin í samráði við nefndina í framhaldi af fundi dómsmálaráðherra með ríkislögreglustjóra sem hófst laust fyrir hádegi í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Forsætisnefnd Alþingis staðfesti í sumar niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Umrædd ummæli lét hún falla í Silfrinu á Rúv í fyrra þar sem hún sagði að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu vegna aksturskostnaðar. „Mér finnst reyndar að siðanefnd hafi dæmt sig töluvert úr leik með þessum úrskurði sínum. Þarna ákveður hún að þingmaður sem að nýtir sitt stjórnarskrárbundna tjáningarfrelsi hafi með því brotið siðareglur. Það er eitthvað sem að ég er algjörlega ósammála,” segir Þórhildur Sunna. Hún telji ekki að niðurstaða nefndarinnar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur eigi að koma í veg fyrir formennsku hennar í nefndinni. Alþingi Lögreglan Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Hún vill leggja áherslu á mannréttindavernd og segir málefni ríkislögreglustjóra og löggæslu í landinu líklega verða tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. Þórhildur Sunna sem er þingmaður Pírata var í morgun kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hefur hún þannig tekið við formennsku af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gegndi formennsku í nefndinni fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Kveðst hún í formennsku sinni efla aðkomu nefndarinnar að því að styrkja mannréttindavernd á Íslandi. „Ég tel að það sé eitt af meginhlutverkum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem að hafa kannski ekki verið tekin alveg nógu föstum tökum, eða nógu skipulega. Það kemur kannski frekar upp af og til einhver atvik sem að nefndin þarf að skoða í staðinn fyrir að hafa þetta sem svona vinnureglu að fylgjast með hvernig mannréttindavernd er háttað á Íslandi,” segir Þórhildur Sunna. Þá komi vel til greina að málefni ríkislögreglustjóra verði tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu séð töluvert umrót í lögreglunni og töluvert innanmein, ef svo má að orði komast, birtast okkur undanfarið og það er eitthvað sem að mér finnst alveg fullt tilefni til að skoða hvort eigi heima hjá okkur,” segir Þórhildur Sunna. Næstu skref í þeim efnum verði líkindum ákveðin í samráði við nefndina í framhaldi af fundi dómsmálaráðherra með ríkislögreglustjóra sem hófst laust fyrir hádegi í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Forsætisnefnd Alþingis staðfesti í sumar niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Umrædd ummæli lét hún falla í Silfrinu á Rúv í fyrra þar sem hún sagði að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu vegna aksturskostnaðar. „Mér finnst reyndar að siðanefnd hafi dæmt sig töluvert úr leik með þessum úrskurði sínum. Þarna ákveður hún að þingmaður sem að nýtir sitt stjórnarskrárbundna tjáningarfrelsi hafi með því brotið siðareglur. Það er eitthvað sem að ég er algjörlega ósammála,” segir Þórhildur Sunna. Hún telji ekki að niðurstaða nefndarinnar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur eigi að koma í veg fyrir formennsku hennar í nefndinni.
Alþingi Lögreglan Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira