Séra Ólafur leystur frá störfum og biskup harmar „eldraun“ kvennanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2019 14:41 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Biskup Íslands hefur átt fund með fimm konum sem stigu fram og lýstu kynferðislegu áreiti, siðferðisbrotum og óásættanlegri hegðun séra Ólafs Jóhannssonar, fyrrverandi sóknarpresti í Grensáskirkju. Í yfirlýsingu frá biskupi segir að málinu sé lokið og að Ólafur hafi verið leystur frá embætti sem sóknarprestur Þjóðkirkjunnar með sameiningu tveggja prestakalla.Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Í yfirlýsingu harma biskup Íslands og vígslubiskupar í Skálholti og á Hólum að „brot af hálfu sóknarprestsins sr. Ólafs Jóhannssonar hafi átt sér stað og þykir mjög sárt að konurnar hafi þurft að líða fyrir siðferðisbrot af hans hálfu um árabil.“ Þá sé óásættanlegt að presturinn hafi brotið siðferðilega á konunum meðan hann var þjónandi prestur í Þjóðkirkjunni og í samskiptum við þær. „Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfirstjórnar kirkjunnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga,“ segir í yfirlýsingunni. „Við trúum frásögnum kvennanna og teljum ólíðandi að persónuleg mörk hafi ekki verið virt, þar með virðing fyrir tilfinningum og einkalífi þeirra. Okkur þykir afar sárt að konurnar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og siðferðiskennd á opinberum vettvangi með kærum og öðrum opinberum hætti. Persónuleg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siðareglum Þjóðkirkjunnar og með skýrum reglum um viðbrögð við siðferðis- og agabrotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siðareglur og þær bættar í ljósi þessara siðferðisbrota.“Séra Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju.Vísir/vilhelmForsaga málsins er sú að biskup sendi Ólaf, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana kvennaum ósæmilega hegðun hans í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu veturinn 2017. Að endingu komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið gegn tveimur kvennanna, þ.e. að í háttsemi hans hefði falist siðferðisbrot m.a. með því að faðma konurnar og lyft þeim upp og kysst þær á kinnarnar án samþykkis. Ekki var fallist á að um kynferðisbrot hefði verið að ræða. Biskup Íslands veitti Ólafi svo lausn frá störfum um stundarsakir frá og með 5. desember 2018. Ólafur áfrýjaði málinu. Í maí komst nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskup um lausn Ólafs frá störfum hefði ekki verið réttmæt. Nefndin tók þó ekki afstöðu til ætlaðrar refsiverðrar háttsemi Ólafs.Séra Ólafur ekki fengið neinar bætur frá kirkjunni Um svipað leyti var tilkynnt að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní með sameiningu prestakallanna. Lögmaður Ólafs fullyrti í samtali við fréttastofu í maí að séra Ólafur hygðist taka við embætti á ný og mæta aftur til starfa, þó að ekki væri ljóst hvaða embætti um ræddi í ljósi sameiningar prestakallanna. Pétur G. Markan samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir í samtali við Vísi að séra Ólafur hafi ekki mætt til vinnu síðan mál hans var kært til úrskurðarnefndar, þrátt fyrir yfirlýsingar lögmannsins í maí. Þá hafi Ólafur ekki fengið neinar bætur greiddar frá kirkjunni. Í yfirlýsingu biskups vegna málsins segir jafnframt að kirkjan eigi að vera öruggur staður fyrir þá sem leita þjónustu hennar, og einnig fyrir þá sem veita þjónustuna og koma að kirkjulegu starfi. Þá sé það einlæg ósk biskups að þær breytingar sem gerðar hafi verið á reglum um meðferð kynferðisbrota og annarra brota innan kirkjunnar verði til góðs. Þannig verði siðareglur bættar, forvarnir efldar til muna og brot verði stöðvuð. „Við munum beita okkur fyrir því að kirkjan nái að bæta lög og starfsreglur um úrskurðar- og áfrýjunarnefndirnar svo fundin verði betri og virkari úrræði til verndar þolendum kynferðis- og agabrota hið fyrsta. Þegar grunur er um að brot hafi verið framin er forgangsmál að þolendur fái stuðning kirkjunnar í því að koma kærum til lögreglu og annarra óháðra aðila sem hafa rannsóknarheimildir og ákæruvald. Kirkjan vill vinna faglega að því að hún verði ávallt öruggur staður að sækja og starfa innan. Kirkjunni ber að draga lærdóm af þessum atvikum og leggja sig fram um að laga þá ágalla sem komið hafa fram í ferli þessa máls.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. 14. maí 2019 17:31 Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Biskup Íslands hefur átt fund með fimm konum sem stigu fram og lýstu kynferðislegu áreiti, siðferðisbrotum og óásættanlegri hegðun séra Ólafs Jóhannssonar, fyrrverandi sóknarpresti í Grensáskirkju. Í yfirlýsingu frá biskupi segir að málinu sé lokið og að Ólafur hafi verið leystur frá embætti sem sóknarprestur Þjóðkirkjunnar með sameiningu tveggja prestakalla.Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Í yfirlýsingu harma biskup Íslands og vígslubiskupar í Skálholti og á Hólum að „brot af hálfu sóknarprestsins sr. Ólafs Jóhannssonar hafi átt sér stað og þykir mjög sárt að konurnar hafi þurft að líða fyrir siðferðisbrot af hans hálfu um árabil.“ Þá sé óásættanlegt að presturinn hafi brotið siðferðilega á konunum meðan hann var þjónandi prestur í Þjóðkirkjunni og í samskiptum við þær. „Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfirstjórnar kirkjunnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga,“ segir í yfirlýsingunni. „Við trúum frásögnum kvennanna og teljum ólíðandi að persónuleg mörk hafi ekki verið virt, þar með virðing fyrir tilfinningum og einkalífi þeirra. Okkur þykir afar sárt að konurnar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og siðferðiskennd á opinberum vettvangi með kærum og öðrum opinberum hætti. Persónuleg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siðareglum Þjóðkirkjunnar og með skýrum reglum um viðbrögð við siðferðis- og agabrotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siðareglur og þær bættar í ljósi þessara siðferðisbrota.“Séra Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju.Vísir/vilhelmForsaga málsins er sú að biskup sendi Ólaf, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana kvennaum ósæmilega hegðun hans í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu veturinn 2017. Að endingu komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið gegn tveimur kvennanna, þ.e. að í háttsemi hans hefði falist siðferðisbrot m.a. með því að faðma konurnar og lyft þeim upp og kysst þær á kinnarnar án samþykkis. Ekki var fallist á að um kynferðisbrot hefði verið að ræða. Biskup Íslands veitti Ólafi svo lausn frá störfum um stundarsakir frá og með 5. desember 2018. Ólafur áfrýjaði málinu. Í maí komst nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskup um lausn Ólafs frá störfum hefði ekki verið réttmæt. Nefndin tók þó ekki afstöðu til ætlaðrar refsiverðrar háttsemi Ólafs.Séra Ólafur ekki fengið neinar bætur frá kirkjunni Um svipað leyti var tilkynnt að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní með sameiningu prestakallanna. Lögmaður Ólafs fullyrti í samtali við fréttastofu í maí að séra Ólafur hygðist taka við embætti á ný og mæta aftur til starfa, þó að ekki væri ljóst hvaða embætti um ræddi í ljósi sameiningar prestakallanna. Pétur G. Markan samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir í samtali við Vísi að séra Ólafur hafi ekki mætt til vinnu síðan mál hans var kært til úrskurðarnefndar, þrátt fyrir yfirlýsingar lögmannsins í maí. Þá hafi Ólafur ekki fengið neinar bætur greiddar frá kirkjunni. Í yfirlýsingu biskups vegna málsins segir jafnframt að kirkjan eigi að vera öruggur staður fyrir þá sem leita þjónustu hennar, og einnig fyrir þá sem veita þjónustuna og koma að kirkjulegu starfi. Þá sé það einlæg ósk biskups að þær breytingar sem gerðar hafi verið á reglum um meðferð kynferðisbrota og annarra brota innan kirkjunnar verði til góðs. Þannig verði siðareglur bættar, forvarnir efldar til muna og brot verði stöðvuð. „Við munum beita okkur fyrir því að kirkjan nái að bæta lög og starfsreglur um úrskurðar- og áfrýjunarnefndirnar svo fundin verði betri og virkari úrræði til verndar þolendum kynferðis- og agabrota hið fyrsta. Þegar grunur er um að brot hafi verið framin er forgangsmál að þolendur fái stuðning kirkjunnar í því að koma kærum til lögreglu og annarra óháðra aðila sem hafa rannsóknarheimildir og ákæruvald. Kirkjan vill vinna faglega að því að hún verði ávallt öruggur staður að sækja og starfa innan. Kirkjunni ber að draga lærdóm af þessum atvikum og leggja sig fram um að laga þá ágalla sem komið hafa fram í ferli þessa máls.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. 14. maí 2019 17:31 Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. 14. maí 2019 17:31
Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00