Sprengdi sig í loft upp á kosningafundi forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 10:21 Ashraf Ghani, forseti Afganistan. Vísir/AP Minnst 24 eru látnir og 31 særður eftir að maður á mótorhjóli sprengdi sig í loft upp á kosningafundi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, í norðurhluta landsins í morgun. Margir hinna látnu og særðu eru konur og börn en forsetinn sjálfur, sem var á staðnum, sakaði ekki. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á kosningafundinum en Talibanar hafa lýst því yfir að kjörstaðir og viðburðir sem tengjast forsetakosningum Afganistan, sem fara fram þann 28. september, séu skotmörk þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni.Árásarmaðurinn er sagður hafa keyrt mótorhjóli sínu inn í inngang hússins þar sem kosningafundur Ghani fór fram og þar sprengdi hann sig í loft upp. Skömmu síðar sprakk sprengja nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl. Upplýsingar um mögulegt mannfall þar liggja ekki fyrir. Kosningabaráttan í Afganistan hófst aftur á nýjan leik í síðustu viku en henni var frestað vegna viðræðna á milli Bandaríkjanna og Talibana. Samningamaður Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að samkomulag hefði í raun náðst og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti eingöngu eftir að skrifa undir það. Trump kom svo öllum á óvart í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að hann hefði boðið erindrekum Talibana til Bandaríkjanna á fund sinn en hann hefði hætt við fundinn og slitið viðræðunum vegna árása Talibana á bandaríska hermenn.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaÍ kjölfar þess að friðarviðræðunum var slitið hafa embættismenn og íbúar í Afganistan búið sig undir fjölgun árása þar í landi. Talibanar hafa mótmælt forsetakosningunum og hafa ekki viljað samþykkja vopnahlé. Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna. Afganistan Bandaríkin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Minnst 24 eru látnir og 31 særður eftir að maður á mótorhjóli sprengdi sig í loft upp á kosningafundi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, í norðurhluta landsins í morgun. Margir hinna látnu og særðu eru konur og börn en forsetinn sjálfur, sem var á staðnum, sakaði ekki. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á kosningafundinum en Talibanar hafa lýst því yfir að kjörstaðir og viðburðir sem tengjast forsetakosningum Afganistan, sem fara fram þann 28. september, séu skotmörk þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni.Árásarmaðurinn er sagður hafa keyrt mótorhjóli sínu inn í inngang hússins þar sem kosningafundur Ghani fór fram og þar sprengdi hann sig í loft upp. Skömmu síðar sprakk sprengja nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl. Upplýsingar um mögulegt mannfall þar liggja ekki fyrir. Kosningabaráttan í Afganistan hófst aftur á nýjan leik í síðustu viku en henni var frestað vegna viðræðna á milli Bandaríkjanna og Talibana. Samningamaður Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að samkomulag hefði í raun náðst og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti eingöngu eftir að skrifa undir það. Trump kom svo öllum á óvart í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að hann hefði boðið erindrekum Talibana til Bandaríkjanna á fund sinn en hann hefði hætt við fundinn og slitið viðræðunum vegna árása Talibana á bandaríska hermenn.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaÍ kjölfar þess að friðarviðræðunum var slitið hafa embættismenn og íbúar í Afganistan búið sig undir fjölgun árása þar í landi. Talibanar hafa mótmælt forsetakosningunum og hafa ekki viljað samþykkja vopnahlé. Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira