Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2019 11:26 Ungu karlmennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan um miðjan maí. Vísir/Vilhelm Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Karlmennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi undanfarna fjóra mánuði. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1998, tveir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og einn á Austurlandi, hafa eftir því sem fréttastofa kemst næst ekki áður komið við sögu lögreglu. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á 16,2 kílóum af kókaíni, en fíkniefnin voru ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni.Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Í ákæru á hendur mönnum segir að tveir þeirra hafi flogið til Frankfurt í Þýskalandi þann 10. maí síðastliðinn þaðan sem þeir tóku lest áfram til Amsterdam í Hollandi. Þar segir að þessir tveir hafi farið að fyrirmælum þriðja mannsins, sem ekki var með í för, og annars ónafngreinds manns. Í Amsterdam hafi þeir hitt tvo óþekkta aðila og tóku hver á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni. Styrkleiki efnanna er sagður mjög mikill eða um og yfir 80 prósent. Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest aftur til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí. Sá þriðji sem ákærður er í málinu er sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm verði þeir fundnir sekir.Játa minniháttar fíkniefnalagabrot Meðfram málinu eru tveir mannanna ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af kókaíni á heimili sínu eða í fórum sínum. Játuðu þeir sök hvað þetta atriði varðar. Þá neitaði þriðji maðurinn, sá sem er ákærður fyrir skipulagninguna, ákæru sem snýr að peningaþvætti. 3,1 milljón króna fannst á heimili hans í Reykjavík við húsleit lögreglu. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, sem sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara, upplýsti í þingsal í dag að ný gögn væru komin fram er sneru að því hvernig innflutninginn var fjármagnaður. Sá angi málsins er enn til rannsóknar segir Margrét Unnur í samtali við Vísi. Hún gerir sömuleiðis þá kröfu að farsímar mannanna verði gerðir upptækir, milljónirnar 3,1 auk annars reiðufjár sem fannst á mönnunum. Dómsmál Fíkn Tengdar fréttir Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. 24. ágúst 2019 12:21 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Karlmennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi undanfarna fjóra mánuði. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1998, tveir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og einn á Austurlandi, hafa eftir því sem fréttastofa kemst næst ekki áður komið við sögu lögreglu. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á 16,2 kílóum af kókaíni, en fíkniefnin voru ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni.Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Í ákæru á hendur mönnum segir að tveir þeirra hafi flogið til Frankfurt í Þýskalandi þann 10. maí síðastliðinn þaðan sem þeir tóku lest áfram til Amsterdam í Hollandi. Þar segir að þessir tveir hafi farið að fyrirmælum þriðja mannsins, sem ekki var með í för, og annars ónafngreinds manns. Í Amsterdam hafi þeir hitt tvo óþekkta aðila og tóku hver á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni. Styrkleiki efnanna er sagður mjög mikill eða um og yfir 80 prósent. Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest aftur til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí. Sá þriðji sem ákærður er í málinu er sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm verði þeir fundnir sekir.Játa minniháttar fíkniefnalagabrot Meðfram málinu eru tveir mannanna ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af kókaíni á heimili sínu eða í fórum sínum. Játuðu þeir sök hvað þetta atriði varðar. Þá neitaði þriðji maðurinn, sá sem er ákærður fyrir skipulagninguna, ákæru sem snýr að peningaþvætti. 3,1 milljón króna fannst á heimili hans í Reykjavík við húsleit lögreglu. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, sem sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara, upplýsti í þingsal í dag að ný gögn væru komin fram er sneru að því hvernig innflutninginn var fjármagnaður. Sá angi málsins er enn til rannsóknar segir Margrét Unnur í samtali við Vísi. Hún gerir sömuleiðis þá kröfu að farsímar mannanna verði gerðir upptækir, milljónirnar 3,1 auk annars reiðufjár sem fannst á mönnunum.
Dómsmál Fíkn Tengdar fréttir Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. 24. ágúst 2019 12:21 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. 24. ágúst 2019 12:21