Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2019 19:15 Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Standi aðrir flokkar ekki við það vilji Miðflokkurinn stokka alla skipan í nefndir upp enda flokkurinn orðinn sá fjölmennasti í stjórnarandstöðu. Ekki tókst að skipa Bergþór Ólason þingmanna Miðflokksins á ný í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í morgun að tillögu Miðflokksins. Þingmaður Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu áhreynarfulltrúa Pírata sem ekki hefur atkvæðarétt, að Karl Gauti Hjaltason samflokksmaður Bergþórs yrði formaður.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sitjandi formaður nefndarinnar.vísir/egillJón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi þegar þessi staða kom upp og segir stjórnarandstöðuna verða að leysa úr því hvernig hún skipar í nefndir samkvæmt samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðu frá upphafi kjörtímabilsins. „Þannig að þau verða fyrst og fremst að leysa þetta sín á milli í minnihlutanum.“ En er ekki óvenjulegt að það komi í raun og veru fram tillögur um tvo nefndarformenn úr sama flokki? „Jú það er mjög óvenjulegt. Og þá er tilefni til að skoða málið,“ sagði Jón að loknum nefndarfundi. Nefndin fundar aftur á morgun þar sem væntanlega verður gerð tilraun til að skipa Bergþór í formannsembættið. En hann lét tímabundið af formennsku í byrjun febrúar þegar nefndin varð nánast óstarfhæf eftir að samræður fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á klausturbarnum voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Miðflokksins vill að staðið verði við samkomulagstjórnar og stjórnarandstöðu um skipan nefndarformanna. Það sé hins vegar ekki annarra flokka að ráða því hvern Miðflokkurinn skipar til verka. Að öðrum kosti sé samkomulagið í uppnámi. „Já, að sjálfsögðu er það. Við höfum náttúrlega líka lagt áherslu á það Miðflokkurinn að nú erum við stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og finnst að sjálfsögðu eðlilegt að það sé kosið upp á nýtt og skipað á ný í nefndir. Og fari allt í háaloft er að sjálfsögðu tækifæri til þess,“ segir Gunnar Bragi. Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Standi aðrir flokkar ekki við það vilji Miðflokkurinn stokka alla skipan í nefndir upp enda flokkurinn orðinn sá fjölmennasti í stjórnarandstöðu. Ekki tókst að skipa Bergþór Ólason þingmanna Miðflokksins á ný í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í morgun að tillögu Miðflokksins. Þingmaður Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu áhreynarfulltrúa Pírata sem ekki hefur atkvæðarétt, að Karl Gauti Hjaltason samflokksmaður Bergþórs yrði formaður.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sitjandi formaður nefndarinnar.vísir/egillJón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi þegar þessi staða kom upp og segir stjórnarandstöðuna verða að leysa úr því hvernig hún skipar í nefndir samkvæmt samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðu frá upphafi kjörtímabilsins. „Þannig að þau verða fyrst og fremst að leysa þetta sín á milli í minnihlutanum.“ En er ekki óvenjulegt að það komi í raun og veru fram tillögur um tvo nefndarformenn úr sama flokki? „Jú það er mjög óvenjulegt. Og þá er tilefni til að skoða málið,“ sagði Jón að loknum nefndarfundi. Nefndin fundar aftur á morgun þar sem væntanlega verður gerð tilraun til að skipa Bergþór í formannsembættið. En hann lét tímabundið af formennsku í byrjun febrúar þegar nefndin varð nánast óstarfhæf eftir að samræður fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á klausturbarnum voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Miðflokksins vill að staðið verði við samkomulagstjórnar og stjórnarandstöðu um skipan nefndarformanna. Það sé hins vegar ekki annarra flokka að ráða því hvern Miðflokkurinn skipar til verka. Að öðrum kosti sé samkomulagið í uppnámi. „Já, að sjálfsögðu er það. Við höfum náttúrlega líka lagt áherslu á það Miðflokkurinn að nú erum við stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og finnst að sjálfsögðu eðlilegt að það sé kosið upp á nýtt og skipað á ný í nefndir. Og fari allt í háaloft er að sjálfsögðu tækifæri til þess,“ segir Gunnar Bragi.
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira