Áfengið sótt yfir lækinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið. Forsenda þess að kaupmaðurinn geti dregið úr samgönguvandanum er að stefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að dagleg verslun og þjónusta sé sem næst íbúunum, svo þeir geti sótt það helsta án þess að ræsa bifreið, nái fram að ganga. Ein algeng neysluvara er hins vegar af óskiljanlegum ástæðum eingöngu seld af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem virðist hvorki hirða um skynsemi né skipulag í rekstri sínum. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali þegar hið opinbera opnar nýja áfengisverslun. ÁTVR hefur hingað til haft allt um það að segja hvar áfengisverslanir eru staðsettar án þess að hafa samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sem eru sveitarfélögin. Skemmst er að minnast þess þegar ÁTVR lokaði verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og opnaði nýja verslun í Kauptúni við Costco, þvert á stefnu bæjarstjórnar. ÁTVR hefur ítrekað opnað nýjar búðir við stofnbrautir frekar en að sækja inn í hverfin. Það er sérstaklega furðulegt í ljósi framsækinnar stefnu ÁTVR í umhverfismálum að verslunin beini fólki með svo afgerandi hætti að því að nota einkabílinn. Frumvarpið er eðlilegt skref í átt að nútímanum. Sjálfbærum hverfum þar sem má sækja helstu neysluvörur með því að hjóla eða ganga stutta vegalengd. Enn eðlilegra skref væri að gera sölu áfengis frjálsa, enda fráleitt að ríkið standi yfirhöfuð í verslunarrekstri. Ríkið getur þó skapað skilyrði fyrir rekstrinum og sett umgjörð með reglugerð. Frelsi og lýðheilsa eru ekki andstæður. Reykingafólki fækkar, þótt tóbakssala sé frjáls. Lýðheilsumarkmiðum má vel ná fram samfara því að sala áfengis verði frjáls. Þótt áfengi verði selt í verslun kaupmannsins á horninu, eru áfengisgjöld áfram há, salan háð ströngum skilyrðum frá hinu opinbera og enn þurfa allir að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Margir, sem ekki mega heyra minnst á frjálsa sölu áfengis, nefna að aukið aðgengi kalli á aukna neyslu. Reynslan sýnir að margir þættir geta leitt til meiri drykkju, til dæmis aukin velmegun. Rökin falla svo um sjálf sig þegar sölustöðum áfengis fjölgar gríðarlega ár frá ári en samt minnkar drykkja ungmenna. Lýðheilsumarkmiðum er hægt að ná þótt frjáls verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi fái að þrífast hér á landi. Verslun er skipulagsmál og liður í því að styrkja nærumhverfi borgaranna. Þar eiga almannahagsmunir og framtíðarsýn að ráða för, ekki skammtímasjónarmið úreltrar einokunarverslunar í ríkiseigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið. Forsenda þess að kaupmaðurinn geti dregið úr samgönguvandanum er að stefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að dagleg verslun og þjónusta sé sem næst íbúunum, svo þeir geti sótt það helsta án þess að ræsa bifreið, nái fram að ganga. Ein algeng neysluvara er hins vegar af óskiljanlegum ástæðum eingöngu seld af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem virðist hvorki hirða um skynsemi né skipulag í rekstri sínum. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali þegar hið opinbera opnar nýja áfengisverslun. ÁTVR hefur hingað til haft allt um það að segja hvar áfengisverslanir eru staðsettar án þess að hafa samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sem eru sveitarfélögin. Skemmst er að minnast þess þegar ÁTVR lokaði verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og opnaði nýja verslun í Kauptúni við Costco, þvert á stefnu bæjarstjórnar. ÁTVR hefur ítrekað opnað nýjar búðir við stofnbrautir frekar en að sækja inn í hverfin. Það er sérstaklega furðulegt í ljósi framsækinnar stefnu ÁTVR í umhverfismálum að verslunin beini fólki með svo afgerandi hætti að því að nota einkabílinn. Frumvarpið er eðlilegt skref í átt að nútímanum. Sjálfbærum hverfum þar sem má sækja helstu neysluvörur með því að hjóla eða ganga stutta vegalengd. Enn eðlilegra skref væri að gera sölu áfengis frjálsa, enda fráleitt að ríkið standi yfirhöfuð í verslunarrekstri. Ríkið getur þó skapað skilyrði fyrir rekstrinum og sett umgjörð með reglugerð. Frelsi og lýðheilsa eru ekki andstæður. Reykingafólki fækkar, þótt tóbakssala sé frjáls. Lýðheilsumarkmiðum má vel ná fram samfara því að sala áfengis verði frjáls. Þótt áfengi verði selt í verslun kaupmannsins á horninu, eru áfengisgjöld áfram há, salan háð ströngum skilyrðum frá hinu opinbera og enn þurfa allir að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Margir, sem ekki mega heyra minnst á frjálsa sölu áfengis, nefna að aukið aðgengi kalli á aukna neyslu. Reynslan sýnir að margir þættir geta leitt til meiri drykkju, til dæmis aukin velmegun. Rökin falla svo um sjálf sig þegar sölustöðum áfengis fjölgar gríðarlega ár frá ári en samt minnkar drykkja ungmenna. Lýðheilsumarkmiðum er hægt að ná þótt frjáls verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi fái að þrífast hér á landi. Verslun er skipulagsmál og liður í því að styrkja nærumhverfi borgaranna. Þar eiga almannahagsmunir og framtíðarsýn að ráða för, ekki skammtímasjónarmið úreltrar einokunarverslunar í ríkiseigu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun