Þegar hauststressið heltekur hugann Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. september 2019 07:30 Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að mæta aftur í haustrútínuna. Þar bíða sumra stútfull innhólf af tölvupósti sem allir öskra á svör, krefjandi skilafrestir, stressaðir stjórnendur, alls konar foreldrafundir, skutl á fótboltaæfingar svo ég tali nú ekki um stressið sem fylgir því að komast í jógatíma á réttum tíma. Klukkutímarnir þjóta áfram og eftir vinnudaginn upplifa margir að þeir hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut í vinnunni því þeir hringsnúast bara. Þeir ná ekki að einbeita sér og hugurinn þeytist eins og vindhani sem er við það að fjúka af festingunum. Margir eru samt fegnir að komast aftur inn í rútínuna, sérstaklega þeir sem eru með lítil börn. Ætli rútínan verði ekki komin í sæmilegt horf þegar jólastressið byrjar að hellast yfir mann með yfirlýsingum frá þeim sem eru löngu búnir að kaupa allar jólagjafirnar. Öll þessi streita er ekki góð fyrir heilsuna. Bandarískar rannsóknir sýna að þrír af hverjum fimm starfsmönnum upplifa mikla streitu. Streita getur leitt til kvíða, þunglyndis, meltingarvandamála, svefnvandamála og margra annarra alvarlegra heilsubresta. Neikvæð og erfið vinnustaðamenning þar sem allt er á yfirsnúningi og tölvupóstur er sendur allan sólarhringinn af því hugur stressaðs stjórnanda er í endalausu kappi við haustlægðirnar einkennir suma vinnustaði. Þó að langt sé komið fram yfir háttatíma þeirra sem ætla að vakna með skýran huga daginn eftir heldur stressaði stjórnandinn áfram að dæla út kröfum, skilaboðum og einhverju sem má alveg bíða fram á næsta dag. Ástæðan er oft einföld. Þeir sem eru of stressaðir til að ná að kyrra hugann upplifa falskt öryggi í því að dæla út póstum á alla í kringum sig til þess að létta á pressunni á eigin hugarstormi en átta sig ekki á því að þeir stressa alla aðra með þessu háttalagi. Þetta er því miður allt of algengt á íslenskum vinnumarkaði. Sá sem er í stöðugu stríði við steituna á erfiðara með að sýna samkennd, vera skapandi eða hugmyndaríkur. Streitan tekur svo mikla orku. Það er mikilvægt að hvíla hugann og leyfa laufunum sem erill dagsins þyrlar upp að falla til jarðar. Hugleiðsla er áhrifaríkt og hraðvirkt vopn í baráttunni við streituna. Þetta er margsannað en samt hugleiða ekki fleiri en raun ber vitni. Það getur verið erfitt að setjast niður og ætla að róa hugann og hugleiða í opnu vinnurými með allt ónæði nútímans í rassvasanum. Þá geta hugleiðsluöpp, sýndarveruleiki og aðrar leiðir komið til hjálpar og þjálfað fólk upp í því að róa hugann. Það er frábært að sjá stór og leiðandi fyrirtæki taka forystu í því að bjóða starfsmönnum sínum tækifæri til þess að hugleiða í vinnunni. Það að setjast niður í skamma stund, hugsa aðeins um andardráttinn, hverfa jafnvel inn í sýndarveruleika og læra að maður getur stjórnað storminum sem stundum ræðst á hugann eins og þúsund millibara haustlægð er ótrúlega verðmætt, bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Kristín Hrefna Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að mæta aftur í haustrútínuna. Þar bíða sumra stútfull innhólf af tölvupósti sem allir öskra á svör, krefjandi skilafrestir, stressaðir stjórnendur, alls konar foreldrafundir, skutl á fótboltaæfingar svo ég tali nú ekki um stressið sem fylgir því að komast í jógatíma á réttum tíma. Klukkutímarnir þjóta áfram og eftir vinnudaginn upplifa margir að þeir hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut í vinnunni því þeir hringsnúast bara. Þeir ná ekki að einbeita sér og hugurinn þeytist eins og vindhani sem er við það að fjúka af festingunum. Margir eru samt fegnir að komast aftur inn í rútínuna, sérstaklega þeir sem eru með lítil börn. Ætli rútínan verði ekki komin í sæmilegt horf þegar jólastressið byrjar að hellast yfir mann með yfirlýsingum frá þeim sem eru löngu búnir að kaupa allar jólagjafirnar. Öll þessi streita er ekki góð fyrir heilsuna. Bandarískar rannsóknir sýna að þrír af hverjum fimm starfsmönnum upplifa mikla streitu. Streita getur leitt til kvíða, þunglyndis, meltingarvandamála, svefnvandamála og margra annarra alvarlegra heilsubresta. Neikvæð og erfið vinnustaðamenning þar sem allt er á yfirsnúningi og tölvupóstur er sendur allan sólarhringinn af því hugur stressaðs stjórnanda er í endalausu kappi við haustlægðirnar einkennir suma vinnustaði. Þó að langt sé komið fram yfir háttatíma þeirra sem ætla að vakna með skýran huga daginn eftir heldur stressaði stjórnandinn áfram að dæla út kröfum, skilaboðum og einhverju sem má alveg bíða fram á næsta dag. Ástæðan er oft einföld. Þeir sem eru of stressaðir til að ná að kyrra hugann upplifa falskt öryggi í því að dæla út póstum á alla í kringum sig til þess að létta á pressunni á eigin hugarstormi en átta sig ekki á því að þeir stressa alla aðra með þessu háttalagi. Þetta er því miður allt of algengt á íslenskum vinnumarkaði. Sá sem er í stöðugu stríði við steituna á erfiðara með að sýna samkennd, vera skapandi eða hugmyndaríkur. Streitan tekur svo mikla orku. Það er mikilvægt að hvíla hugann og leyfa laufunum sem erill dagsins þyrlar upp að falla til jarðar. Hugleiðsla er áhrifaríkt og hraðvirkt vopn í baráttunni við streituna. Þetta er margsannað en samt hugleiða ekki fleiri en raun ber vitni. Það getur verið erfitt að setjast niður og ætla að róa hugann og hugleiða í opnu vinnurými með allt ónæði nútímans í rassvasanum. Þá geta hugleiðsluöpp, sýndarveruleiki og aðrar leiðir komið til hjálpar og þjálfað fólk upp í því að róa hugann. Það er frábært að sjá stór og leiðandi fyrirtæki taka forystu í því að bjóða starfsmönnum sínum tækifæri til þess að hugleiða í vinnunni. Það að setjast niður í skamma stund, hugsa aðeins um andardráttinn, hverfa jafnvel inn í sýndarveruleika og læra að maður getur stjórnað storminum sem stundum ræðst á hugann eins og þúsund millibara haustlægð er ótrúlega verðmætt, bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar