Segir vaxtalaus bílalán enga sjónhverfingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 13:45 Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna segir fyrirtækið heldur vilja verja peningum í að bjóða upp á lán sem þessi, frekar en að stunda hefðbundið, kostnaðarsamt markaðsstarf. Vísir/vilhelm Bílabúð Benna býður nú 0 prósent vexti á völdum notuðum bílum. Áður hefur verið boðið upp á sambærileg bílalán sem þóttu varhugaverð, nefndarformaður á Alþingi varaði til að mynda við þeim. Eigandi Bílabúðar Benna segir þó ekkert hanga á spýtunni. „Núll prósent vextir, allt að 80% fjármögnun í allt að 24 mánuði af völdum bílum.“ Svona er nýju lánunum lýst á vefsíðu Bílabúðar Benna, aukinheldur séu engin lántökugjöld. Þetta skili sér í „hraðari eignamyndun“ og „lægri mánaðagreiðslum.“ Á vefsíðunni má nálgast lista yfir þá bíla sem kaupa má á þessum kjörum. Sé tekið dæmi af Toyota Yaris sem kostar 1,5 milljón næmu mánaðagreiðslurnar 50 þúsund krónum, taki kaupandinn 80 prósent lán til 24 mánaða.Kjaravextirnir „sjónhverfing“ Þetta er ekki eina bílalánaútspilið sem vakið hefur athygli á síðustu vikum. Þannig þótti tíðindum sæta, svo miklum að þau rötuðu á forsíðu Morgunblaðisins, að BL byði nú upp á 3,95 prósent vexti á bílalánum sem kynntir voru sem kjaravextir. „Þú greiðir lægri vexti, enga verðtryggingu, ekkert lántökugjald og lægri afborgun á mánuði. Eignamyndun verður hraðari og endanlegur kostnaður yfir lánstímann getur orðið meira en helmingi lægri en af hefðbundnu bílaláni,“ eins og það er kynnt á vefsíðu BL. Sitt sýndist þó hverjum um lánin. Þannig lýsti Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, lánunum sem „sjónhverfingu.“ Engar kjarabætur væru fólgnar í hinum svokölluðu kjaravöxtum, í sumum tilvikum væru lánin jafnvel óhagstæðari en hefðbundin bílalán. „Það er ekki verið að lækka vexti heldur er verið að færa hluta af afslætti sem mjög oft er gefinn af bílverði yfir til Lykils fjármögnunarfélags,“ sagði Egill í Vikulokunum. „Afslátturinn sem þeir hefðu mögulega gefið af nýja bílnum er þá notaður til að fjármagna þessi afföll.“Frosti Sigurjónsson varaði við vaxtalausum bílalánum BL árið 2014.Vísir/Stefán/pjeturVaxtalaust en ekki ókeypis Egill setti þetta í samhengi við vaxtalaus bílalán sem BL bauð upp á árið 2014. Þau þóttu einnig gagnrýniverð; hið minnsta fjórum bílaumboðum og þáverandi formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þótti lítið til þeirra koma. Þau væru alls ekki ókeypis enda byðust þau aðeins þeim sem afsöluðu sér öðrum afslætti af bílunum. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, segir að hin nýju lán fyrirtækisins séu frábrugðin þessum lánum BL. Lántakendur fyrirgeri sér ekki réttinum til afsláttar og bendir hann á fyrrnefnda vefsíðu Bílabúðar Benna því til sönnunar. Aðspurður um hvort krafan um að lánið sé greitt á 24 mánuðum leiði ekki til íþyngjandi greiðslubyrði segir Benedikt að kaupendur geti dreift láninu yfir lengri tíma. Núll prósent vextirnir eigi þó aðeins við um fyrstu 24 mánuðina. „Ef fólki vantar kannski milljón til eignast bíl þá ætti ekki að vera mikið mál að ráða við það á tveimur árum,“ segir Benedikt. Það geri rúmlega 41 þúsund króna greiðslu á mánuði. Hann segir ekkert hanga á spýtunni og óttast því ekki að lántakan sæti sömu gagnrýni og fyrrnefnd lán BL. „Gagnrýni er alltaf af hinu góða, sé rýnt til gagns,“ segir Benedikt. „Þetta er bara ein leið til þess að auðvelda fólki að eignast bíl. Vonandi stekkur fólk á þetta, við erum alla vega sátt með að selja bílana á þessum kjörum.“ Bílar Neytendur Tengdar fréttir Askja líka með vaxtalaus bílalán Vaxtalaus bílalán í 36 mánuði í samstarfi við Ergo. 10. janúar 2014 14:57 Brimborg með vaxtalaus lán Fyrir 40% af andvirði nýs bíls og mest til 36 mánaða. 11. janúar 2014 09:15 Vaxtalaus bílalán eru ekki ókeypis Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, varar við vaxtalausum bílalánum. 13. janúar 2014 10:21 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bílabúð Benna býður nú 0 prósent vexti á völdum notuðum bílum. Áður hefur verið boðið upp á sambærileg bílalán sem þóttu varhugaverð, nefndarformaður á Alþingi varaði til að mynda við þeim. Eigandi Bílabúðar Benna segir þó ekkert hanga á spýtunni. „Núll prósent vextir, allt að 80% fjármögnun í allt að 24 mánuði af völdum bílum.“ Svona er nýju lánunum lýst á vefsíðu Bílabúðar Benna, aukinheldur séu engin lántökugjöld. Þetta skili sér í „hraðari eignamyndun“ og „lægri mánaðagreiðslum.“ Á vefsíðunni má nálgast lista yfir þá bíla sem kaupa má á þessum kjörum. Sé tekið dæmi af Toyota Yaris sem kostar 1,5 milljón næmu mánaðagreiðslurnar 50 þúsund krónum, taki kaupandinn 80 prósent lán til 24 mánaða.Kjaravextirnir „sjónhverfing“ Þetta er ekki eina bílalánaútspilið sem vakið hefur athygli á síðustu vikum. Þannig þótti tíðindum sæta, svo miklum að þau rötuðu á forsíðu Morgunblaðisins, að BL byði nú upp á 3,95 prósent vexti á bílalánum sem kynntir voru sem kjaravextir. „Þú greiðir lægri vexti, enga verðtryggingu, ekkert lántökugjald og lægri afborgun á mánuði. Eignamyndun verður hraðari og endanlegur kostnaður yfir lánstímann getur orðið meira en helmingi lægri en af hefðbundnu bílaláni,“ eins og það er kynnt á vefsíðu BL. Sitt sýndist þó hverjum um lánin. Þannig lýsti Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, lánunum sem „sjónhverfingu.“ Engar kjarabætur væru fólgnar í hinum svokölluðu kjaravöxtum, í sumum tilvikum væru lánin jafnvel óhagstæðari en hefðbundin bílalán. „Það er ekki verið að lækka vexti heldur er verið að færa hluta af afslætti sem mjög oft er gefinn af bílverði yfir til Lykils fjármögnunarfélags,“ sagði Egill í Vikulokunum. „Afslátturinn sem þeir hefðu mögulega gefið af nýja bílnum er þá notaður til að fjármagna þessi afföll.“Frosti Sigurjónsson varaði við vaxtalausum bílalánum BL árið 2014.Vísir/Stefán/pjeturVaxtalaust en ekki ókeypis Egill setti þetta í samhengi við vaxtalaus bílalán sem BL bauð upp á árið 2014. Þau þóttu einnig gagnrýniverð; hið minnsta fjórum bílaumboðum og þáverandi formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þótti lítið til þeirra koma. Þau væru alls ekki ókeypis enda byðust þau aðeins þeim sem afsöluðu sér öðrum afslætti af bílunum. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, segir að hin nýju lán fyrirtækisins séu frábrugðin þessum lánum BL. Lántakendur fyrirgeri sér ekki réttinum til afsláttar og bendir hann á fyrrnefnda vefsíðu Bílabúðar Benna því til sönnunar. Aðspurður um hvort krafan um að lánið sé greitt á 24 mánuðum leiði ekki til íþyngjandi greiðslubyrði segir Benedikt að kaupendur geti dreift láninu yfir lengri tíma. Núll prósent vextirnir eigi þó aðeins við um fyrstu 24 mánuðina. „Ef fólki vantar kannski milljón til eignast bíl þá ætti ekki að vera mikið mál að ráða við það á tveimur árum,“ segir Benedikt. Það geri rúmlega 41 þúsund króna greiðslu á mánuði. Hann segir ekkert hanga á spýtunni og óttast því ekki að lántakan sæti sömu gagnrýni og fyrrnefnd lán BL. „Gagnrýni er alltaf af hinu góða, sé rýnt til gagns,“ segir Benedikt. „Þetta er bara ein leið til þess að auðvelda fólki að eignast bíl. Vonandi stekkur fólk á þetta, við erum alla vega sátt með að selja bílana á þessum kjörum.“
Bílar Neytendur Tengdar fréttir Askja líka með vaxtalaus bílalán Vaxtalaus bílalán í 36 mánuði í samstarfi við Ergo. 10. janúar 2014 14:57 Brimborg með vaxtalaus lán Fyrir 40% af andvirði nýs bíls og mest til 36 mánaða. 11. janúar 2014 09:15 Vaxtalaus bílalán eru ekki ókeypis Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, varar við vaxtalausum bílalánum. 13. janúar 2014 10:21 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Askja líka með vaxtalaus bílalán Vaxtalaus bílalán í 36 mánuði í samstarfi við Ergo. 10. janúar 2014 14:57
Brimborg með vaxtalaus lán Fyrir 40% af andvirði nýs bíls og mest til 36 mánaða. 11. janúar 2014 09:15
Vaxtalaus bílalán eru ekki ókeypis Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, varar við vaxtalausum bílalánum. 13. janúar 2014 10:21