Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 15:42 Obama sagði Thunberg að þau væru saman í liði þegar þau gáfu hvor öðru kumpánlega kveðju. Vísir/EPA Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg bað bandaríska þingmenn um að hlusta á vísindamenn þegar hún kom fyrir þingnefnd í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti táningsstúlkunni sem einum öflugasta málsvara plánetunnar eftir að þau hittust í fyrradag. Thunberg hefur orðið áberandi málsvari yngri kynslóðarinnar fyrir róttækum aðgerðum til að koma í veg fyrir hamfarir af völdum loftslagsbreytinga á jörðinni frá því að hún hóf svonefnd skólaverkföll í fyrra. Hún sigldi til Bandaríkjanna í lok sumars með skútu sem brennir ekki jarðefnaeldsneyti til að vera viðstödd loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í næstu viku. Í millitíðinni hefur Thunberg tekið þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og í dag kemur hún fyrir tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þegar hún kom fyrir utanríkismálanefndina lagði hún fram vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um 1,5 gráðu hlýnun í stað formlegrar yfirlýsingar. „Ég legg þessa skýrslu fram sem vitnisburð minn því vil ekki að þið hlustið á mig, ég vil að þið hlustið á vísindamennina og ég vil að þið sameinist að baki vísindunum,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul..@GretaThunberg submits IPCC Special Report on Global Warming: "I don't want you to listen to me. I want you to listen to the scientists and I want you to unite behind science. And then I want you to take real action."Full video here: https://t.co/IWtX1u8Q3b #ClimateChange pic.twitter.com/iip86NUie5— CSPAN (@cspan) September 18, 2019 Sagði þingmönnum að spara lofið Obama, fyrrverandi forseti, lofaði frumkvæði Thunberg eftir að þau hittust í Washington-borg á mánudag. Hún geri sér grein fyrir að hennar kynslóð eigi eftir að bera hitann og þungann af loftslagbreytingum og því sé hún óhrædd við að krefjast raunverulegra aðgerða. „Aðeins sextán ára er Greta Thunberg nú þegar einn öflugasti málsvari plánetunnar okkar,“ tísti Obama um fund þeirra í gær.Just 16, @GretaThunberg is already one of our planet's greatest advocates. Recognizing that her generation will bear the brunt of climate change, she's unafraid to push for real action. She embodies our vision at the @ObamaFoundation: A future shaped by young leaders like her. pic.twitter.com/VgCPAaDp3C— Barack Obama (@BarackObama) September 17, 2019 Thunberg dró heldur ekkert undan þegar hún og fleiri ungir loftslagsaðgerðasinnar komu fyrir hóp öldungadeildarþingmanna í gær. Þar sagði hún þingmönnunum að þeir legðu ekki nóg á sig til að berjast gegn loftslagsbreytingum. „Sparið lof ykkar. Við viljum það ekki. Ekki bjóða okkur hingað til að segja okkur hvað við veitum mikinn innblástur án þess að gera neitt í því vegna þess að það leiðir ekki til neins,“ sagði Thunberg og ítrekaði skilaboð sín um að stjórnmálamenn hlustuðu frekar á vísindamenn en hana eða aðra aðgerðasinna. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00 Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg bað bandaríska þingmenn um að hlusta á vísindamenn þegar hún kom fyrir þingnefnd í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti táningsstúlkunni sem einum öflugasta málsvara plánetunnar eftir að þau hittust í fyrradag. Thunberg hefur orðið áberandi málsvari yngri kynslóðarinnar fyrir róttækum aðgerðum til að koma í veg fyrir hamfarir af völdum loftslagsbreytinga á jörðinni frá því að hún hóf svonefnd skólaverkföll í fyrra. Hún sigldi til Bandaríkjanna í lok sumars með skútu sem brennir ekki jarðefnaeldsneyti til að vera viðstödd loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í næstu viku. Í millitíðinni hefur Thunberg tekið þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og í dag kemur hún fyrir tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þegar hún kom fyrir utanríkismálanefndina lagði hún fram vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um 1,5 gráðu hlýnun í stað formlegrar yfirlýsingar. „Ég legg þessa skýrslu fram sem vitnisburð minn því vil ekki að þið hlustið á mig, ég vil að þið hlustið á vísindamennina og ég vil að þið sameinist að baki vísindunum,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul..@GretaThunberg submits IPCC Special Report on Global Warming: "I don't want you to listen to me. I want you to listen to the scientists and I want you to unite behind science. And then I want you to take real action."Full video here: https://t.co/IWtX1u8Q3b #ClimateChange pic.twitter.com/iip86NUie5— CSPAN (@cspan) September 18, 2019 Sagði þingmönnum að spara lofið Obama, fyrrverandi forseti, lofaði frumkvæði Thunberg eftir að þau hittust í Washington-borg á mánudag. Hún geri sér grein fyrir að hennar kynslóð eigi eftir að bera hitann og þungann af loftslagbreytingum og því sé hún óhrædd við að krefjast raunverulegra aðgerða. „Aðeins sextán ára er Greta Thunberg nú þegar einn öflugasti málsvari plánetunnar okkar,“ tísti Obama um fund þeirra í gær.Just 16, @GretaThunberg is already one of our planet's greatest advocates. Recognizing that her generation will bear the brunt of climate change, she's unafraid to push for real action. She embodies our vision at the @ObamaFoundation: A future shaped by young leaders like her. pic.twitter.com/VgCPAaDp3C— Barack Obama (@BarackObama) September 17, 2019 Thunberg dró heldur ekkert undan þegar hún og fleiri ungir loftslagsaðgerðasinnar komu fyrir hóp öldungadeildarþingmanna í gær. Þar sagði hún þingmönnunum að þeir legðu ekki nóg á sig til að berjast gegn loftslagsbreytingum. „Sparið lof ykkar. Við viljum það ekki. Ekki bjóða okkur hingað til að segja okkur hvað við veitum mikinn innblástur án þess að gera neitt í því vegna þess að það leiðir ekki til neins,“ sagði Thunberg og ítrekaði skilaboð sín um að stjórnmálamenn hlustuðu frekar á vísindamenn en hana eða aðra aðgerðasinna.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00 Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00
Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15