Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 18:30 Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættis ríkislögreglustjóra. Málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst en lögregluembætti telja að ríkislögreglustóri hafi ofrukkað lögregluembættin vegna lögreglutækja. Mikil ólga er meðal lögreglumanna með framferði og framkomu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu síðustu helgi sem og í viðtölum eftir fund hans með dómsmálaráðherra á mánudag.Ráðherra sagði eftir fundinn ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt og þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Bylgjunni í morgun, eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem uppi er.Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/BaldurFormaður Landssamband lögreglumanna segir ástandið ekki hafa skánað síðustu daga. „Það er vægast sagt að brjálað innan stéttarinnar með það sem kemur fram í þessu viðtali og báðum þessum viðtölum og skýrir sig í raun sjálft miðað við það sem kemur fram í viðtalinu í Morgunblaðinu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Um sjöhundruð lögreglumenn starfa innan raða allra lögregluembætta á landinu og segir Snorri ólguna meðal þeirra hafa byggst upp á löngum tíma. Treysta lögreglumenn ríkislögreglustjóra til áframhaldandi starfa? „Innan raða lögreglumanna hafa heyrst efasemdarraddir í þá veru og þær eru sennilega orðnar háværari heldur en hitt að traustið sé farið, þannig að ég held að það sé óhætt að segja að það sé afar lítið traust eins og staðan er í dag,“ segir Snorri.Fatamál lögreglumanna eru eitt þeirra mála sem lögreglumenn sætta sig ekki við.Vísir/VilhelmVantraust hefur komið til tals Formenn allra aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna koma saman til fundar eftir helgi þar sem málefni ríkislögreglustjóra verða til umfjöllunar. Snorri segir að vantraustsyfirlýsing hafi komið til tals. „Þetta hefur komið til umræðu í stjórn Landssambands lögreglumanna, það hefur gert það já, en það hefur ekki verið full samstaða um það,“ Hefur það eitthvað breyst eftir viðtalið í Morgunblaðinu og eftir fund hans með dómsmálaráðherra? „Það kann að vera og það getur verið að það komi í ljós á þessum fundi okkar,“ segir Snorri. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættis ríkislögreglustjóra. Málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst en lögregluembætti telja að ríkislögreglustóri hafi ofrukkað lögregluembættin vegna lögreglutækja. Mikil ólga er meðal lögreglumanna með framferði og framkomu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu síðustu helgi sem og í viðtölum eftir fund hans með dómsmálaráðherra á mánudag.Ráðherra sagði eftir fundinn ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt og þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Bylgjunni í morgun, eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem uppi er.Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/BaldurFormaður Landssamband lögreglumanna segir ástandið ekki hafa skánað síðustu daga. „Það er vægast sagt að brjálað innan stéttarinnar með það sem kemur fram í þessu viðtali og báðum þessum viðtölum og skýrir sig í raun sjálft miðað við það sem kemur fram í viðtalinu í Morgunblaðinu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Um sjöhundruð lögreglumenn starfa innan raða allra lögregluembætta á landinu og segir Snorri ólguna meðal þeirra hafa byggst upp á löngum tíma. Treysta lögreglumenn ríkislögreglustjóra til áframhaldandi starfa? „Innan raða lögreglumanna hafa heyrst efasemdarraddir í þá veru og þær eru sennilega orðnar háværari heldur en hitt að traustið sé farið, þannig að ég held að það sé óhætt að segja að það sé afar lítið traust eins og staðan er í dag,“ segir Snorri.Fatamál lögreglumanna eru eitt þeirra mála sem lögreglumenn sætta sig ekki við.Vísir/VilhelmVantraust hefur komið til tals Formenn allra aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna koma saman til fundar eftir helgi þar sem málefni ríkislögreglustjóra verða til umfjöllunar. Snorri segir að vantraustsyfirlýsing hafi komið til tals. „Þetta hefur komið til umræðu í stjórn Landssambands lögreglumanna, það hefur gert það já, en það hefur ekki verið full samstaða um það,“ Hefur það eitthvað breyst eftir viðtalið í Morgunblaðinu og eftir fund hans með dómsmálaráðherra? „Það kann að vera og það getur verið að það komi í ljós á þessum fundi okkar,“ segir Snorri.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02