Ætla að draga úr notkun sýklalyfja og sterkra verkjalyfja Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2019 21:41 Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum og sterkum verkjalyfjum en Svíar. Stefnt er að því að draga talsvert úr ávísun slíkra lyfja á næstu árum. Farið var yfir ávinning af starfi Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu í dag sem fagnaði eins árs afmæli. Þróunarmiðstöðinni hefur tekist að draga úr ávísun sýklalyfja um þrjátíu prósent og er stefnt að því að gera slíkt hið sama við sterk verkjalyf. Miðstöðin leiðir þróun allra heilsugæslu á landinu og er ætlað að gera heilsugæsluna að fyrstu viðkomu sjúklinga. Eins árs afmæli miðstöðvarinnar var fagnað í morgun þar sem Emil Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, fór yfir þann ávinning sem hefur náðst á síðastliðnu ári. Meðal annars hefur tekist að draga úr ávísunum breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um 20 til 30 prósent. Nota Íslendingar nær tvöfalt meira en Svíar.„Við erum að sjá fram á mikið sýklalyfjaónæmi þar sem bakteríurnar þola þá meðferð sem hefur hingað til dugað gegn þeim. Við höfum gert þetta með því að setja ákveðin markmið, bæði að draga úr almennum sýklalyfjum og sérstaklega að draga úr notkun breiðvirkra sýklalyfja,“ segir Emil. Næsta verkefni er að sporna við ofnotkun sterkra verkjalyfja sem innihalda ópíóða. Frá árinu 2008 til 2017 jókst ávísun ópíóða um 30 prósent hér á landi. Er meira úthlutað á konur en karla en árið 2018 dró hins vegar úr ávísunum um 13,6 prósent.Íslendingar nota mest af slíkum lyfjum á Norðurlöndum en á meðan dregið hefur úr slíkri notkun í Skandinavíu hefur hún aukist hér. Emil segir margar ástæður geta verið fyrir því hvers vegna svo miklu er ávísað hér á landi. „Ég hugsa að það sé skortur af úrræðum hreinlega. Það er ekki augljóst hvað á að gera þegar fólk er hrjáð af verkjum en notkun ópíóða á eingöngu að vera í skamman tíma, ekki langan tíma.“ Heilbrigðismál Heilsa Lyf Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum og sterkum verkjalyfjum en Svíar. Stefnt er að því að draga talsvert úr ávísun slíkra lyfja á næstu árum. Farið var yfir ávinning af starfi Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu í dag sem fagnaði eins árs afmæli. Þróunarmiðstöðinni hefur tekist að draga úr ávísun sýklalyfja um þrjátíu prósent og er stefnt að því að gera slíkt hið sama við sterk verkjalyf. Miðstöðin leiðir þróun allra heilsugæslu á landinu og er ætlað að gera heilsugæsluna að fyrstu viðkomu sjúklinga. Eins árs afmæli miðstöðvarinnar var fagnað í morgun þar sem Emil Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, fór yfir þann ávinning sem hefur náðst á síðastliðnu ári. Meðal annars hefur tekist að draga úr ávísunum breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um 20 til 30 prósent. Nota Íslendingar nær tvöfalt meira en Svíar.„Við erum að sjá fram á mikið sýklalyfjaónæmi þar sem bakteríurnar þola þá meðferð sem hefur hingað til dugað gegn þeim. Við höfum gert þetta með því að setja ákveðin markmið, bæði að draga úr almennum sýklalyfjum og sérstaklega að draga úr notkun breiðvirkra sýklalyfja,“ segir Emil. Næsta verkefni er að sporna við ofnotkun sterkra verkjalyfja sem innihalda ópíóða. Frá árinu 2008 til 2017 jókst ávísun ópíóða um 30 prósent hér á landi. Er meira úthlutað á konur en karla en árið 2018 dró hins vegar úr ávísunum um 13,6 prósent.Íslendingar nota mest af slíkum lyfjum á Norðurlöndum en á meðan dregið hefur úr slíkri notkun í Skandinavíu hefur hún aukist hér. Emil segir margar ástæður geta verið fyrir því hvers vegna svo miklu er ávísað hér á landi. „Ég hugsa að það sé skortur af úrræðum hreinlega. Það er ekki augljóst hvað á að gera þegar fólk er hrjáð af verkjum en notkun ópíóða á eingöngu að vera í skamman tíma, ekki langan tíma.“
Heilbrigðismál Heilsa Lyf Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira