Foreldrar fórnarlamba í Sandy Hook vara við nýju skólaári með magnþrungnu myndbandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 09:46 Þessi stúlka segir ný skæri nauðsynleg. Foreldrar barna sem voru skotin til bana í Sandy Hook árið 2012 hafa birt magnþrungið myndband til að vara fólk við því að nýtt skólaár feli í sér fleiri skotárásir í skólum. Myndbandið ber heitið; „Nauðsynlegir hlutir fyrir nýtt skólaár“, lauslega þýtt, og byrjar á glöðum börnum sem sýna nýja hluti sem þau fengu fyrir skólaárið. Myndbandið tekur þó fljótt aðra stefnu eftir að drengur setur á sig ný heyrnartól og heyrir ekki skothljóð og tekur ekki eftir að hin börnin taka til fóta. Næstu börn sem myndbandið sýnir eru á flótta undan skothríð og í senn segja frá nýju hlutunum þeirra. Það endar svo á stúlku í felum inn á klósetti senda móður sinni skilaboðin: „Ég elska þig“. Svo lítur hún grátandi í myndavélina og segist loksins hafa fengið eigin síma svo hún gæti verið í samskiptum við móður sína. Myndbandið endar á því að einhver gengur inn á klósettið og gengur nær stúlkunni. Eins og áður segir er myndbandið gert af foreldrum barna sem myrt voru í Sandy Hook skólanum. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Breska ríkisútvarpið vísar til tölfræði Gun Violence Archive sem segir 302 skotárásir, þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum, að árásarmanni ótöldum, hafi átt sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári. 263 dagar eru liðnir af árinu. Í samtali við Guardian segir Mark Barden, einn stofnanda Sandy Hook Promise og foreldri hins sjö ára gamla Daniel, sem lést í Sandy Hook, að með myndbandinu vilji foreldrarnir hvetja Bandaríkjamenn til aðgerða vegna skotárása. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Foreldrar barna sem voru skotin til bana í Sandy Hook árið 2012 hafa birt magnþrungið myndband til að vara fólk við því að nýtt skólaár feli í sér fleiri skotárásir í skólum. Myndbandið ber heitið; „Nauðsynlegir hlutir fyrir nýtt skólaár“, lauslega þýtt, og byrjar á glöðum börnum sem sýna nýja hluti sem þau fengu fyrir skólaárið. Myndbandið tekur þó fljótt aðra stefnu eftir að drengur setur á sig ný heyrnartól og heyrir ekki skothljóð og tekur ekki eftir að hin börnin taka til fóta. Næstu börn sem myndbandið sýnir eru á flótta undan skothríð og í senn segja frá nýju hlutunum þeirra. Það endar svo á stúlku í felum inn á klósetti senda móður sinni skilaboðin: „Ég elska þig“. Svo lítur hún grátandi í myndavélina og segist loksins hafa fengið eigin síma svo hún gæti verið í samskiptum við móður sína. Myndbandið endar á því að einhver gengur inn á klósettið og gengur nær stúlkunni. Eins og áður segir er myndbandið gert af foreldrum barna sem myrt voru í Sandy Hook skólanum. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Breska ríkisútvarpið vísar til tölfræði Gun Violence Archive sem segir 302 skotárásir, þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum, að árásarmanni ótöldum, hafi átt sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári. 263 dagar eru liðnir af árinu. Í samtali við Guardian segir Mark Barden, einn stofnanda Sandy Hook Promise og foreldri hins sjö ára gamla Daniel, sem lést í Sandy Hook, að með myndbandinu vilji foreldrarnir hvetja Bandaríkjamenn til aðgerða vegna skotárása.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira