„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 11:09 Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran. AP/Vincent Thian Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og segir að Sádar þyrftu að berjast til „síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. Zarif sagði þó Írana vonast til þess að komast hjá átökum og sagði þá tilbúna til viðræðna við yfirvöld Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þetta kom fram í viðtali Zarfi á CNN þar sem ítrekaði að yfirvöld Íran hefðu ekki komið að árásinni á stærstu olíuvinnslustöð heims, sem er í Sádi-Arabíu, um helgina. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Bæði Bandaríkjamenn og Sádar saka Írana þó um aðkomu að árásinni. Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu hélt blaðamannafund í gær þar sem embættismenn sögðu brak sýna fram á að vopnin sem beitt var hafi verið framleidd í Íran. Þar að auki hafi vopnunum ekki verið skotið frá Jemen, heldur einhvers staðar norður af Sádi-Arabíu.Sjá einnig: Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunumZarif sagði að Hútar hefðu aukið hernaðargetu sína verulega og gætu framkvæmt árásir sem þessar. Íranar hafa lengi verið sakaðir um að útvega Hútum vopn eins og eldflaugar sem þeir hafa notað til að skjóta á Sádi-Arabíu. Ráðherrann gat þó ekki fært sannanir fyrir því að Hútar hefðu framkvæmt árásina. Hann sagðist þó vita að Íranar hefðu ekki gert það og að Hútar segðust hafa gert það..@npwcnn: What would be the consequence of an American or Saudi military strike on Iran now? Iran Foreign Minister Javad Zarif: An all-out war. More: https://t.co/PllvEJnYBjpic.twitter.com/L8rwbEwI3d — CNN International (@cnni) September 19, 2019 Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða. Fyrr í vikunni sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að herafli Bandaríkin væru til í slaginn og væru að bíða eftir viðbrögðum frá Sádi-Arabíu. Þá hafa fregnir borist af því að Trump hafi beðið yfirmenn hersins um að skipuleggja mögulegar árásir á Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuZarif sagði að allar árásir á Íran myndu valda miklu mannfalli. Íranar myndu ekki hika við að verja land þeirra. Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Krefst þess að alþjóðasamfélagið hafni aðgerðum Bandaríkjanna Orkumálaráðherra Írans ósáttur vegna ásakana Bandaríkjamanna um árás á Sádi-Arabíu. Fer fram á fordæmingu vegna "efnahagshryðjuverka“. 16. september 2019 19:00 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og segir að Sádar þyrftu að berjast til „síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. Zarif sagði þó Írana vonast til þess að komast hjá átökum og sagði þá tilbúna til viðræðna við yfirvöld Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þetta kom fram í viðtali Zarfi á CNN þar sem ítrekaði að yfirvöld Íran hefðu ekki komið að árásinni á stærstu olíuvinnslustöð heims, sem er í Sádi-Arabíu, um helgina. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Bæði Bandaríkjamenn og Sádar saka Írana þó um aðkomu að árásinni. Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu hélt blaðamannafund í gær þar sem embættismenn sögðu brak sýna fram á að vopnin sem beitt var hafi verið framleidd í Íran. Þar að auki hafi vopnunum ekki verið skotið frá Jemen, heldur einhvers staðar norður af Sádi-Arabíu.Sjá einnig: Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunumZarif sagði að Hútar hefðu aukið hernaðargetu sína verulega og gætu framkvæmt árásir sem þessar. Íranar hafa lengi verið sakaðir um að útvega Hútum vopn eins og eldflaugar sem þeir hafa notað til að skjóta á Sádi-Arabíu. Ráðherrann gat þó ekki fært sannanir fyrir því að Hútar hefðu framkvæmt árásina. Hann sagðist þó vita að Íranar hefðu ekki gert það og að Hútar segðust hafa gert það..@npwcnn: What would be the consequence of an American or Saudi military strike on Iran now? Iran Foreign Minister Javad Zarif: An all-out war. More: https://t.co/PllvEJnYBjpic.twitter.com/L8rwbEwI3d — CNN International (@cnni) September 19, 2019 Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða. Fyrr í vikunni sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að herafli Bandaríkin væru til í slaginn og væru að bíða eftir viðbrögðum frá Sádi-Arabíu. Þá hafa fregnir borist af því að Trump hafi beðið yfirmenn hersins um að skipuleggja mögulegar árásir á Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuZarif sagði að allar árásir á Íran myndu valda miklu mannfalli. Íranar myndu ekki hika við að verja land þeirra.
Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Krefst þess að alþjóðasamfélagið hafni aðgerðum Bandaríkjanna Orkumálaráðherra Írans ósáttur vegna ásakana Bandaríkjamanna um árás á Sádi-Arabíu. Fer fram á fordæmingu vegna "efnahagshryðjuverka“. 16. september 2019 19:00 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55
Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42
Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00
Krefst þess að alþjóðasamfélagið hafni aðgerðum Bandaríkjanna Orkumálaráðherra Írans ósáttur vegna ásakana Bandaríkjamanna um árás á Sádi-Arabíu. Fer fram á fordæmingu vegna "efnahagshryðjuverka“. 16. september 2019 19:00
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent