Fjármálaráðherra vísar til ábyrgðar stjórnenda Landspítala og heilbrigðisráðuneytis Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2019 12:55 Fjármálaráðherra lýsti yfir furðu sinni á málflutningi Helgu Völu Helgadóttur hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar ábyrgðinni á stöðu spítalans til stjórnvalda. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í ástandið á bráðamóttöku Landspítalans í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun og sagði hvern starfsmanninn á fætur öðrum hafa komið fram í fjölmiðlum með neyðarkall til stjórnvalda um aðgerðir án tafar. „Yfir tvö hundruð einstaklingar leita á bráðamóttöku á sólarhring. Ekki er óalgengt aðþar séu á hverjum tíma um fimmtíu einstaklingar um þau þrjátíu og sex rúm sem þar eru,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir.visir/vilhelm„Á þessu ástandi ber hæstvirtur ráðherra ábyrgð og því spyr ég; hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að bregðast við núna.“Ekki á ábyrgð fjármálaráðherra Fjármálaráðherra lýsti furðu sinni á málflutningi þingmannsins hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. Í lögum um opinber fjármál væri kveðið á um hvar ábyrgðin á rekstri opinberra stofnanna lægi. „Við erum með stjórnendur á stofnunum sem eru í samtali við fagráðuneyti. Fjármálaráðuneytið er ekki þátttakandi í því samtali. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvernig háttvirtur þingmaður kemur hér upp í þingsal og segir; bráðadeild Landsspítalans er á ábyrgð fjármálaráðherrans eða fjármálaráðuneytisins,“ sagði Bjarni.„Tölum um ábyrgð“ Stjórnendum Landspítalans bæri að gera heilbrigðisráðuneytinu viðvart um stöðu mála og leggja til úrbætur. Samkvæmt lögum bæri fagráðuneytinu síðan að svara stofnununni innan tiltekisns frests. „Við ætlumst til þess að stjórnendur og fagráðuneyti taki á alvarlegum málum á borð við það sem hér er rætt. En menn fari ekki í einhverja pólitíska leiki hér í þingsal og vísi ábyrgðinni bara upp í fjármálaráðuneyti þegar svo þykir henta. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því að við erum að hlusta á það sem starfsfólk á Landspítalanum er að segja,“ sagði fjármálaráðherra. „Tölum um ábyrgð. Endilega hæstvirtur ráðherra. Sem ekki vill gera samninga við hjúkrunarfræðinga. Þannig að það er verið að taka af núna vaktaálag á hjúkrunarfræðinga sem gerir það að verkum að það verður fráflæðisvandi, sem gerir það að verkum að bráðamóttaka Landspítalans lokast. Þetta er á ábyrgð ykkar, stjórnvalda,“ sagði Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar ábyrgðinni á stöðu spítalans til stjórnvalda. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í ástandið á bráðamóttöku Landspítalans í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun og sagði hvern starfsmanninn á fætur öðrum hafa komið fram í fjölmiðlum með neyðarkall til stjórnvalda um aðgerðir án tafar. „Yfir tvö hundruð einstaklingar leita á bráðamóttöku á sólarhring. Ekki er óalgengt aðþar séu á hverjum tíma um fimmtíu einstaklingar um þau þrjátíu og sex rúm sem þar eru,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir.visir/vilhelm„Á þessu ástandi ber hæstvirtur ráðherra ábyrgð og því spyr ég; hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að bregðast við núna.“Ekki á ábyrgð fjármálaráðherra Fjármálaráðherra lýsti furðu sinni á málflutningi þingmannsins hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. Í lögum um opinber fjármál væri kveðið á um hvar ábyrgðin á rekstri opinberra stofnanna lægi. „Við erum með stjórnendur á stofnunum sem eru í samtali við fagráðuneyti. Fjármálaráðuneytið er ekki þátttakandi í því samtali. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvernig háttvirtur þingmaður kemur hér upp í þingsal og segir; bráðadeild Landsspítalans er á ábyrgð fjármálaráðherrans eða fjármálaráðuneytisins,“ sagði Bjarni.„Tölum um ábyrgð“ Stjórnendum Landspítalans bæri að gera heilbrigðisráðuneytinu viðvart um stöðu mála og leggja til úrbætur. Samkvæmt lögum bæri fagráðuneytinu síðan að svara stofnununni innan tiltekisns frests. „Við ætlumst til þess að stjórnendur og fagráðuneyti taki á alvarlegum málum á borð við það sem hér er rætt. En menn fari ekki í einhverja pólitíska leiki hér í þingsal og vísi ábyrgðinni bara upp í fjármálaráðuneyti þegar svo þykir henta. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því að við erum að hlusta á það sem starfsfólk á Landspítalanum er að segja,“ sagði fjármálaráðherra. „Tölum um ábyrgð. Endilega hæstvirtur ráðherra. Sem ekki vill gera samninga við hjúkrunarfræðinga. Þannig að það er verið að taka af núna vaktaálag á hjúkrunarfræðinga sem gerir það að verkum að það verður fráflæðisvandi, sem gerir það að verkum að bráðamóttaka Landspítalans lokast. Þetta er á ábyrgð ykkar, stjórnvalda,“ sagði Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45
Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43