Algjörar „fríkaðstæður“ í hættulegri Laxá í Kjós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2019 14:40 Svavar sýpur á kaffi við borð sem vanalega er á þurru landi. Ekki þessa dagana. „Við erum í algjörum fríkaðstæðum hérna,“ segir Svavar Hávarðsson veiðimaður um stöðu mála við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar er bókstaflega allt á floti. Eitthvað sem veiðimenn á Íslandi hafa ekki átt að venjast í þurrkatíð í sumar. Nú er vandamálið þveröfugt. „Þetta fer úr því að vera náttúruhamfarir vegna vatnsskorts yfir í að vera flóð,“ segir Svavar. Svavar er við veiðar með bróður sínum Björgólfi og fleiri vinum sem sækja Laxá í Kjós heim árlega. Nú er áin, sem hefur gefið mörgum veiðimanninum góðan lax, hins vegar ekki falleg laxá heldur kolsvört af mold.Bræðurnir Björgólfur og Svavar brugðu á leik í morgun.Svavar telur líklegt að einhvers staðar hafi fallið skriða og nú sé áin eins og kakó. Algjörlega óveiðandi. „Hún er hreinlega hættuleg eins og hún er núna.“ Þó er ekki um algjöra fýluferð að ræða hjá þeim félögum. Hollið sem þeir eru í hefur veitt samanlegt átta laxa í Bugðu, í gærkvöldi og morgun, en Bugða rennur í Laxá í Kjós. Um er að ræða vinahóp sem hefur komið í veiðihúsið undanfarin sex til sjö ár. „Við höfum séð hana í flóði og alls konar. Þetta er algjörlega fordæmalaust.“Klippa: Allt á floti í Laxá í KjósFólk innlyksa í Langavatnsdal Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis send vegna fólks sem varð innlyksa í Langavatnsdal. Vegurinn er í sundur nánast alls staðar þar sem hann liggur yfir ræsi. Björgunarsveitarfólk var ræst út um eittleytið en á þriðja tímanum var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður eru þó svo erfiðar á vettvangi að ekki er ljóst hvort hægt sé að lenda þyrlunni. Reikna má með úrhellisrigningu á Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóka næstu daga.Uppfært klukkan 16:15Ferðamennirnir eru komnir til byggða.Vatnavextir eru gífurlegir í ánni.Björgólfur HávarðssonLaxá í Kjós er mikil veiðiá, en ekki í dag.Björgólfur HávarðssonHaraldur Eiríksson sem hefur selt veiðileyfi í ána í á þriðja áratug segist ekki muna eftir öðru eins vatnsmagi í ánni á veiðitíma.Björgólfur Hávarðsson Kjósarhreppur Veður Stangveiði Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
„Við erum í algjörum fríkaðstæðum hérna,“ segir Svavar Hávarðsson veiðimaður um stöðu mála við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar er bókstaflega allt á floti. Eitthvað sem veiðimenn á Íslandi hafa ekki átt að venjast í þurrkatíð í sumar. Nú er vandamálið þveröfugt. „Þetta fer úr því að vera náttúruhamfarir vegna vatnsskorts yfir í að vera flóð,“ segir Svavar. Svavar er við veiðar með bróður sínum Björgólfi og fleiri vinum sem sækja Laxá í Kjós heim árlega. Nú er áin, sem hefur gefið mörgum veiðimanninum góðan lax, hins vegar ekki falleg laxá heldur kolsvört af mold.Bræðurnir Björgólfur og Svavar brugðu á leik í morgun.Svavar telur líklegt að einhvers staðar hafi fallið skriða og nú sé áin eins og kakó. Algjörlega óveiðandi. „Hún er hreinlega hættuleg eins og hún er núna.“ Þó er ekki um algjöra fýluferð að ræða hjá þeim félögum. Hollið sem þeir eru í hefur veitt samanlegt átta laxa í Bugðu, í gærkvöldi og morgun, en Bugða rennur í Laxá í Kjós. Um er að ræða vinahóp sem hefur komið í veiðihúsið undanfarin sex til sjö ár. „Við höfum séð hana í flóði og alls konar. Þetta er algjörlega fordæmalaust.“Klippa: Allt á floti í Laxá í KjósFólk innlyksa í Langavatnsdal Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis send vegna fólks sem varð innlyksa í Langavatnsdal. Vegurinn er í sundur nánast alls staðar þar sem hann liggur yfir ræsi. Björgunarsveitarfólk var ræst út um eittleytið en á þriðja tímanum var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður eru þó svo erfiðar á vettvangi að ekki er ljóst hvort hægt sé að lenda þyrlunni. Reikna má með úrhellisrigningu á Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóka næstu daga.Uppfært klukkan 16:15Ferðamennirnir eru komnir til byggða.Vatnavextir eru gífurlegir í ánni.Björgólfur HávarðssonLaxá í Kjós er mikil veiðiá, en ekki í dag.Björgólfur HávarðssonHaraldur Eiríksson sem hefur selt veiðileyfi í ána í á þriðja áratug segist ekki muna eftir öðru eins vatnsmagi í ánni á veiðitíma.Björgólfur Hávarðsson
Kjósarhreppur Veður Stangveiði Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent