Komdu í (loftslags)verkfall! Eyrún Baldursdóttir skrifar 19. september 2019 15:47 Á morgun munu ungmenni um allan heim fara í allsherjarverkfall fyrir loftslagið. Rúmt ár er liðið síðan Greta Thunberg fór í fyrsta verkfallið og hafa þúsundir ungmenna fylgt fordæmi hennar síðan þá. Hér á landi hafa íslensk ungmenni, allt frá grunnskólabörnum til háskólastúdenta, mætt á Austurvöll alla föstudaga síðan í febrúar og mótmælt aðgerðaleysi stjórnvalda í málaflokknum. Nú er komin tími til að eldri kynslóðin hætti að fylgjast með á hliðarlínunni og styðji baráttu þeirra yngri í verki og taki þátt í verkfallinu á morgun. Það er ákall allsherjarverkfallsins að þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvána. Það dugir ansi skammt að hrósa unga fólkinu fyrir eldmóðinn og segja það veita sér innblástur ef orðunum fylgja engar aðgerðir. Þau okkar sem fullorðin erum höfum nefnilega fleiri möguleika til þess að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og knýja fram breytingar í samfélaginu en það eitt að fara í verkfall. Þess vegna þurfum við ykkar hjálp til þess að berjast fyrir betri framtíð en þeirrar sem við sjáum fram á ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Ef þú styður ungt fólk í baráttunni þá hvet ég þig til þess að mæta á verkföllin, ræða loftslagsmál við vini og vinnufélaga, þrýsta á kjörna fulltrúa og nýta þinn lýðræðislega rétt til þess að kjósa breytingar í þágu loftslagsins og framtíðarinnar! Ég verð á Austurvelli kl. 12 á morgun og við Hallgrímskirkju kl. 17. Hvar verður þú?Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Loftslagsmál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á morgun munu ungmenni um allan heim fara í allsherjarverkfall fyrir loftslagið. Rúmt ár er liðið síðan Greta Thunberg fór í fyrsta verkfallið og hafa þúsundir ungmenna fylgt fordæmi hennar síðan þá. Hér á landi hafa íslensk ungmenni, allt frá grunnskólabörnum til háskólastúdenta, mætt á Austurvöll alla föstudaga síðan í febrúar og mótmælt aðgerðaleysi stjórnvalda í málaflokknum. Nú er komin tími til að eldri kynslóðin hætti að fylgjast með á hliðarlínunni og styðji baráttu þeirra yngri í verki og taki þátt í verkfallinu á morgun. Það er ákall allsherjarverkfallsins að þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvána. Það dugir ansi skammt að hrósa unga fólkinu fyrir eldmóðinn og segja það veita sér innblástur ef orðunum fylgja engar aðgerðir. Þau okkar sem fullorðin erum höfum nefnilega fleiri möguleika til þess að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og knýja fram breytingar í samfélaginu en það eitt að fara í verkfall. Þess vegna þurfum við ykkar hjálp til þess að berjast fyrir betri framtíð en þeirrar sem við sjáum fram á ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Ef þú styður ungt fólk í baráttunni þá hvet ég þig til þess að mæta á verkföllin, ræða loftslagsmál við vini og vinnufélaga, þrýsta á kjörna fulltrúa og nýta þinn lýðræðislega rétt til þess að kjósa breytingar í þágu loftslagsins og framtíðarinnar! Ég verð á Austurvelli kl. 12 á morgun og við Hallgrímskirkju kl. 17. Hvar verður þú?Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar