Raggi Bjarna ætlar að kveðja stóra sviðið með stórtónleikum í Hörpu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 1. september 2019 21:00 Raggi Bjarna ætlar að kveðja stóra sviðið með stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Hann segist þó hvergi nærri hættur að syngja opinberlega en það verði bara á minni stöðum. Hann segir að leyndarmálið á bak við að halda söngröddinni í 70 ár sé að hafa engar áhyggjur. Stórsöngvarinn Raggi Bjarna byrjaði söngferil sinn fyrir sjötíu árum þegar hann var fimmtán ára gamall og hefur síðan þá átt hverja dægurlagaperluna á fætur annarri. Hann hefur nokkrum sinnum haldið kveðjutónleika og í kvöld verða tónleikar í Eldborg í Hörpu sem sagðir eru síðustu stórtónleikar listamannsins. „Ég er með umboðsmann sem heitir Einar Spade, og einn annan. Þeir eru óútreiknanlegir, ég gæti verið farinn að spila út í Grímsey eftir viku þess vegna. Svoleiðis að það þarf að spyrja hann um það hvað hann gerir,“ sagði Raggi í samtali við fréttastofu. Raggi var á æfingu í dag ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni sem hefur spilað og sungið með honum um margra ára skeið. Þeir félagar eru búnir að fylla Eldborg. Raggi segir nauðsynlegt að vera með sviðsskrekk. „Það er alltaf sko. Ef hann væri ekki þá væri eitthvað að.“ Raggi sem er áttatíu og fimm ára segir að leyndardómurinn að því að geta sungið svo lengi sé einfaldur. „Það er það merkilega við þetta að ég hef aldrei spekúlerað í röddinni öðruvísi en að nota hana til þess að syngja með. Hún klikkar bara þegar hún ætlar að klikka og þá er það bara búið,“ sagði Raggi léttur í bragði. Eitt af uppáhaldslögum Ragga er My way eftir Frank Sinatra. Hann segir textann eiga afar vel við kvöldið og tók lagastúf fyrir fréttastofu. Menning Tímamót Tónlist Tengdar fréttir Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó í Carpool Karaoke Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó brugðu sér á rúntinn af tilefni af útkomu lagsins Call Me sem þeir voru að senda frá sér. 8. september 2017 15:15 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Raggi Bjarna ætlar að kveðja stóra sviðið með stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Hann segist þó hvergi nærri hættur að syngja opinberlega en það verði bara á minni stöðum. Hann segir að leyndarmálið á bak við að halda söngröddinni í 70 ár sé að hafa engar áhyggjur. Stórsöngvarinn Raggi Bjarna byrjaði söngferil sinn fyrir sjötíu árum þegar hann var fimmtán ára gamall og hefur síðan þá átt hverja dægurlagaperluna á fætur annarri. Hann hefur nokkrum sinnum haldið kveðjutónleika og í kvöld verða tónleikar í Eldborg í Hörpu sem sagðir eru síðustu stórtónleikar listamannsins. „Ég er með umboðsmann sem heitir Einar Spade, og einn annan. Þeir eru óútreiknanlegir, ég gæti verið farinn að spila út í Grímsey eftir viku þess vegna. Svoleiðis að það þarf að spyrja hann um það hvað hann gerir,“ sagði Raggi í samtali við fréttastofu. Raggi var á æfingu í dag ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni sem hefur spilað og sungið með honum um margra ára skeið. Þeir félagar eru búnir að fylla Eldborg. Raggi segir nauðsynlegt að vera með sviðsskrekk. „Það er alltaf sko. Ef hann væri ekki þá væri eitthvað að.“ Raggi sem er áttatíu og fimm ára segir að leyndardómurinn að því að geta sungið svo lengi sé einfaldur. „Það er það merkilega við þetta að ég hef aldrei spekúlerað í röddinni öðruvísi en að nota hana til þess að syngja með. Hún klikkar bara þegar hún ætlar að klikka og þá er það bara búið,“ sagði Raggi léttur í bragði. Eitt af uppáhaldslögum Ragga er My way eftir Frank Sinatra. Hann segir textann eiga afar vel við kvöldið og tók lagastúf fyrir fréttastofu.
Menning Tímamót Tónlist Tengdar fréttir Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó í Carpool Karaoke Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó brugðu sér á rúntinn af tilefni af útkomu lagsins Call Me sem þeir voru að senda frá sér. 8. september 2017 15:15 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó í Carpool Karaoke Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó brugðu sér á rúntinn af tilefni af útkomu lagsins Call Me sem þeir voru að senda frá sér. 8. september 2017 15:15
Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54