Sögulegur harmleikur á Bahama Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 07:18 Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja flokks fellibylur. AP/NOAA Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur. Hann er þó enn nánast kyrr yfir Bahamaeyjum og heldur áfram að valda þar miklum skaða og manntjóni. Minnst fimm eru dánir en vindhraði Dorian hefur minnkað í um 57 metra á sekúndu, eins og hann mældist mestur í morgun. Óttast er að tala látinna muni hækka. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum búast við því að Dorian muni færast „hættulega nálægt“ ströndum Flórída næstu nótt og á miðvikudaginn og þaðan muni hann fara norður með strönd Bandaríkjanna á fimmtudaginn. Eyjurnar Abaco og Grand Bahama hafa orðið hvað verst úti vegna Dorian en þar olli hann gífurlegum sjávarflóðum. Um 70 þúsund manns búa á eyjunum. AP fréttaveitan lýsir því á þann veg að vatnið hafi náð upp á aðrar hæðir húsa og fólk hafi leitað skjóls á háaloftum.Rauði krossinn áætlar að um 13 þúsund heimili séu skemmd eða eyðilögð en búið var að vara við því að sjávarflóð gætu farið sjö metra upp fyrir hefðbundið sjávarmál.Embættismenn á Bahama segja að yfirvöldum hafi borist gífurlegur fjöldi hjálparbeiðna og þar á meðal beiðni um að fimm mánaða barn hafi verið fast á þaki húss. Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, segir þetta sögulegan harmleik. „Eyðileggingin er án fordæma og mjög umfangsmikil,“ segir Minnis.Einungis einn fellibylur hefur mælst kröftugri en Dorian en það var fellibylurinn Allen og var það árið 1980. Þá mældist vindhraðinn um 85 metrar á sekúndu. Allen náði þó ekki landi með þeim styrk. Hundruðum þúsunda manna hefur verið gert að flýja heimili sín í Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu en þar er einnig búist við miklum flóðum. Gert er ráð fyrir því að Dorian muni ekki ná landi á meginlandi Bandaríkjanna en það þykir þó mjög tæpt, miðað við nýjustu spár. Einungis nokkra kílómetra frávik þarf til að auga fellibylsins nái landi. Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur. Hann er þó enn nánast kyrr yfir Bahamaeyjum og heldur áfram að valda þar miklum skaða og manntjóni. Minnst fimm eru dánir en vindhraði Dorian hefur minnkað í um 57 metra á sekúndu, eins og hann mældist mestur í morgun. Óttast er að tala látinna muni hækka. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum búast við því að Dorian muni færast „hættulega nálægt“ ströndum Flórída næstu nótt og á miðvikudaginn og þaðan muni hann fara norður með strönd Bandaríkjanna á fimmtudaginn. Eyjurnar Abaco og Grand Bahama hafa orðið hvað verst úti vegna Dorian en þar olli hann gífurlegum sjávarflóðum. Um 70 þúsund manns búa á eyjunum. AP fréttaveitan lýsir því á þann veg að vatnið hafi náð upp á aðrar hæðir húsa og fólk hafi leitað skjóls á háaloftum.Rauði krossinn áætlar að um 13 þúsund heimili séu skemmd eða eyðilögð en búið var að vara við því að sjávarflóð gætu farið sjö metra upp fyrir hefðbundið sjávarmál.Embættismenn á Bahama segja að yfirvöldum hafi borist gífurlegur fjöldi hjálparbeiðna og þar á meðal beiðni um að fimm mánaða barn hafi verið fast á þaki húss. Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, segir þetta sögulegan harmleik. „Eyðileggingin er án fordæma og mjög umfangsmikil,“ segir Minnis.Einungis einn fellibylur hefur mælst kröftugri en Dorian en það var fellibylurinn Allen og var það árið 1980. Þá mældist vindhraðinn um 85 metrar á sekúndu. Allen náði þó ekki landi með þeim styrk. Hundruðum þúsunda manna hefur verið gert að flýja heimili sín í Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu en þar er einnig búist við miklum flóðum. Gert er ráð fyrir því að Dorian muni ekki ná landi á meginlandi Bandaríkjanna en það þykir þó mjög tæpt, miðað við nýjustu spár. Einungis nokkra kílómetra frávik þarf til að auga fellibylsins nái landi.
Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16
Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00