Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn vill snjallvæða umferðarljós Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2019 21:17 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Í nýrri greiningu sem gerð hefur verið fyrir Samtök iðnaðarins kemur fram að spara megi stórar fjárhæðir með því að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með ljósastýringu á álagstímum. Þrátt fyrir áherslu Reykjavíkurborgar á auknar almenningssamgöngur ferðist fleiri nú með Einkabílum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2012, eða 79 prósent á síðasta ári.Hlutfall einstaklinga sem ferðast með einkabílum í Reykjavík.stöð 2Samkvæmt greiningunni væri hægt að spara um 80 milljarða með skipulagðri ljósstýringu og tafir í umferðinni myndu minnka um fimmtán prósent. En við núverandi aðstæður megi áætla að um níu milljónum klukkustunda sé sóað vegna tafa í umferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að stýring umferðarljósa yrði snjallvædd.stöð 2„Ljósin hérna eru í rauninni með gamaldags kerfi sem er ekki mjög snjallt og innleiða [á] þá tækni sem allar borgir í nágrannalöndunum okkar eru með. Nota skynjarana og tölvurnar og láta umferðina ganga sem greiðast,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Umferðarflæði muni stjórna ljósunum en ekki öfugt. „Það mun fara eftir þörfunum hverju sinni, fyrir bæði gangandi, hjólandi og akandi. Þetta mun stytta ferðatímann um 15% fyrir bíla almennt, 20% fyrir almenningssamgöngur og minnka þennan stopptíma um 50% og minnka mengun,“ segir Eyþór.Áætlað sé að setja svona ljósakerfi upp á hundrað og fimmtíu stöðum sem mun koma sér vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem munu spara bæði tíma og peninga. Verkefnið mun kosta einn og hálfan milljarð sem er aðeins brotabrot kostnaðar við aðrar dýrar aðgerðir segir Eyþór. Þá sé ávinningur metinn upp á áttatíu milljarða. „Góðar hugmyndir eru þannig að þegar er kominn tími á þær þá verða þær að veruleika. Ég á von á því að meirihlutinn pakki þessu inn svona eins og pulsu, við fáum að sjá þetta seinna. En þetta verður,“ segir Eyþór Arnalds. Tillögu Sjálfstæðisflokksins var vísað frá á fundi borgarstjórnar. Þá hefur verið unnið að samtengingu umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu og að miðlægri stýringu þeirra á undanförnum árum. Verkefnið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, er unnið í samvinnu við Vegagerðina. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Í nýrri greiningu sem gerð hefur verið fyrir Samtök iðnaðarins kemur fram að spara megi stórar fjárhæðir með því að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með ljósastýringu á álagstímum. Þrátt fyrir áherslu Reykjavíkurborgar á auknar almenningssamgöngur ferðist fleiri nú með Einkabílum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2012, eða 79 prósent á síðasta ári.Hlutfall einstaklinga sem ferðast með einkabílum í Reykjavík.stöð 2Samkvæmt greiningunni væri hægt að spara um 80 milljarða með skipulagðri ljósstýringu og tafir í umferðinni myndu minnka um fimmtán prósent. En við núverandi aðstæður megi áætla að um níu milljónum klukkustunda sé sóað vegna tafa í umferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að stýring umferðarljósa yrði snjallvædd.stöð 2„Ljósin hérna eru í rauninni með gamaldags kerfi sem er ekki mjög snjallt og innleiða [á] þá tækni sem allar borgir í nágrannalöndunum okkar eru með. Nota skynjarana og tölvurnar og láta umferðina ganga sem greiðast,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Umferðarflæði muni stjórna ljósunum en ekki öfugt. „Það mun fara eftir þörfunum hverju sinni, fyrir bæði gangandi, hjólandi og akandi. Þetta mun stytta ferðatímann um 15% fyrir bíla almennt, 20% fyrir almenningssamgöngur og minnka þennan stopptíma um 50% og minnka mengun,“ segir Eyþór.Áætlað sé að setja svona ljósakerfi upp á hundrað og fimmtíu stöðum sem mun koma sér vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem munu spara bæði tíma og peninga. Verkefnið mun kosta einn og hálfan milljarð sem er aðeins brotabrot kostnaðar við aðrar dýrar aðgerðir segir Eyþór. Þá sé ávinningur metinn upp á áttatíu milljarða. „Góðar hugmyndir eru þannig að þegar er kominn tími á þær þá verða þær að veruleika. Ég á von á því að meirihlutinn pakki þessu inn svona eins og pulsu, við fáum að sjá þetta seinna. En þetta verður,“ segir Eyþór Arnalds. Tillögu Sjálfstæðisflokksins var vísað frá á fundi borgarstjórnar. Þá hefur verið unnið að samtengingu umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu og að miðlægri stýringu þeirra á undanförnum árum. Verkefnið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, er unnið í samvinnu við Vegagerðina.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira