Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 4. september 2019 07:42 Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Vísir/AP Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki á Bahama-eyjaklasanum eftir að fellibylurinn Dorian lagði þar allt í rúst. Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. Umfang eyðileggingarinnar liggur í raun ekki fyrir enn en Mannis sagði þetta vera eitt alvarlegasta neyðaratvik sem eyjaklasinn hefði gengið í gegnum. Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Talskona hjálparsamtaka sem hefur verið í sambandi við fólk á Abaco segir ástandið hrikalegt og jafnast á við Ragnarök. Mjög hefur dregið af Dorian þar sem hann þokast í norður en hann ógnar þó enn austurströnd Bandaríkjanna. Og þótt dregið hafi úr vindstyrknum þá hefur stormsvæðið breitt úr sér. Björgunarfólk hefur notast við ýmsar leiðir við störf sín og hefur einnig verið unnið að því að koma matvælum og nauðsynjum til strandaglópa. Vegir eru víða ófærir og hefur því mikið verið notast við þyrlur, sæþotur og jarðýtur. „Eyðileggingin er algjör,“ sagði Lia Head-Rigby, forsvarsmaður hjálparsamtaka, við AP fréttaveituna eftir að hún flaug yfir Abaco. „Þetta er ekki spurning um að endurbyggja eitthvað, heldur þurfum við að byrja alveg upp á nýtt.“Hún sagði hjálparstarfsmenn sína hafa sagt henni að mun fleiri hefðu látið lífið en búið væri að staðfesta þó hún hafði ekki nánari upplýsingar. Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki á Bahama-eyjaklasanum eftir að fellibylurinn Dorian lagði þar allt í rúst. Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. Umfang eyðileggingarinnar liggur í raun ekki fyrir enn en Mannis sagði þetta vera eitt alvarlegasta neyðaratvik sem eyjaklasinn hefði gengið í gegnum. Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Talskona hjálparsamtaka sem hefur verið í sambandi við fólk á Abaco segir ástandið hrikalegt og jafnast á við Ragnarök. Mjög hefur dregið af Dorian þar sem hann þokast í norður en hann ógnar þó enn austurströnd Bandaríkjanna. Og þótt dregið hafi úr vindstyrknum þá hefur stormsvæðið breitt úr sér. Björgunarfólk hefur notast við ýmsar leiðir við störf sín og hefur einnig verið unnið að því að koma matvælum og nauðsynjum til strandaglópa. Vegir eru víða ófærir og hefur því mikið verið notast við þyrlur, sæþotur og jarðýtur. „Eyðileggingin er algjör,“ sagði Lia Head-Rigby, forsvarsmaður hjálparsamtaka, við AP fréttaveituna eftir að hún flaug yfir Abaco. „Þetta er ekki spurning um að endurbyggja eitthvað, heldur þurfum við að byrja alveg upp á nýtt.“Hún sagði hjálparstarfsmenn sína hafa sagt henni að mun fleiri hefðu látið lífið en búið væri að staðfesta þó hún hafði ekki nánari upplýsingar.
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21
Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18