Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 4. september 2019 07:42 Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Vísir/AP Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki á Bahama-eyjaklasanum eftir að fellibylurinn Dorian lagði þar allt í rúst. Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. Umfang eyðileggingarinnar liggur í raun ekki fyrir enn en Mannis sagði þetta vera eitt alvarlegasta neyðaratvik sem eyjaklasinn hefði gengið í gegnum. Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Talskona hjálparsamtaka sem hefur verið í sambandi við fólk á Abaco segir ástandið hrikalegt og jafnast á við Ragnarök. Mjög hefur dregið af Dorian þar sem hann þokast í norður en hann ógnar þó enn austurströnd Bandaríkjanna. Og þótt dregið hafi úr vindstyrknum þá hefur stormsvæðið breitt úr sér. Björgunarfólk hefur notast við ýmsar leiðir við störf sín og hefur einnig verið unnið að því að koma matvælum og nauðsynjum til strandaglópa. Vegir eru víða ófærir og hefur því mikið verið notast við þyrlur, sæþotur og jarðýtur. „Eyðileggingin er algjör,“ sagði Lia Head-Rigby, forsvarsmaður hjálparsamtaka, við AP fréttaveituna eftir að hún flaug yfir Abaco. „Þetta er ekki spurning um að endurbyggja eitthvað, heldur þurfum við að byrja alveg upp á nýtt.“Hún sagði hjálparstarfsmenn sína hafa sagt henni að mun fleiri hefðu látið lífið en búið væri að staðfesta þó hún hafði ekki nánari upplýsingar. Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki á Bahama-eyjaklasanum eftir að fellibylurinn Dorian lagði þar allt í rúst. Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. Umfang eyðileggingarinnar liggur í raun ekki fyrir enn en Mannis sagði þetta vera eitt alvarlegasta neyðaratvik sem eyjaklasinn hefði gengið í gegnum. Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Talskona hjálparsamtaka sem hefur verið í sambandi við fólk á Abaco segir ástandið hrikalegt og jafnast á við Ragnarök. Mjög hefur dregið af Dorian þar sem hann þokast í norður en hann ógnar þó enn austurströnd Bandaríkjanna. Og þótt dregið hafi úr vindstyrknum þá hefur stormsvæðið breitt úr sér. Björgunarfólk hefur notast við ýmsar leiðir við störf sín og hefur einnig verið unnið að því að koma matvælum og nauðsynjum til strandaglópa. Vegir eru víða ófærir og hefur því mikið verið notast við þyrlur, sæþotur og jarðýtur. „Eyðileggingin er algjör,“ sagði Lia Head-Rigby, forsvarsmaður hjálparsamtaka, við AP fréttaveituna eftir að hún flaug yfir Abaco. „Þetta er ekki spurning um að endurbyggja eitthvað, heldur þurfum við að byrja alveg upp á nýtt.“Hún sagði hjálparstarfsmenn sína hafa sagt henni að mun fleiri hefðu látið lífið en búið væri að staðfesta þó hún hafði ekki nánari upplýsingar.
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21
Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18