Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. september 2019 19:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kína og vilji efla viðskipti við landið. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Verkefnið er byggt á hinni fornu Silkileið en belti stendur fyrir landleiðir og braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sagði í viðtali við fréttastofu í byrjun september að verkefnið snúist í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. Hann sagði Ísland passa fullkomlega inn í verkefnið. „Það er kannski ekki alveg nákvæmt,“ segir Guðlaugur Þór um ummæli Pence, sem þakkaði Íslendingum í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut. Ummælin komu mörgum á óvart, þar sem ekkert slíkt hafði fengið staðfest. „Við höfum ekki samþykkt það en við erum bara eins og margar aðrar þjóðir að skoða þau mál,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur segir að Íslendingar hafi lagt áherslu á að klára ýmsa samninga um útflutning á vörum. Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kínverja og vilji efla viðskipti við landið.Hér að neðan má horfa á Pence svara spurningum fyrir utan Höfða í dag.Þá segir Guðlaugur að stefna Íslendinga sé skýr varðandi öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Lögð sé áhersla á frið og sjálfbærni, ekki aðeins í umhverfismálum heldur einnig í efnahags- og félagsmálum. Í aðdraganda heimsóknar Pence hingað til lands voru fréttir fluttar af því að Bandaríkin sæju Ísland jafnvel fyrir sér sem útstöð fyrir sprengjuvélar og kjarnorkuvopn. Guðlaugur Þór segir að þetta hafi ekki verið til umræðu á fundi sínum með Pence í Höfða. Þar hafi viðskiptamál verið rædd, Bandaríkjunum sé jafnframt fullkunnt um stefnu Íslands í kjarnorkumálum. „Það stendur ekki til að breyta henni,“ segir Guðlaugur Þór. Þá standi ekki til að opna hér bandaríska herstöð á ný og ekkert slíkt hafi verið rætt á fundinum. „Ég held það sé engin ástæða til að velta sér upp úr slíku og þó að herstöðinni hafi verið lokað þá er viðveran enn til staðar og ég hef ekki heyrt neinar hugmyndir um neitt annað.“Viðtal Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kína og vilji efla viðskipti við landið. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Verkefnið er byggt á hinni fornu Silkileið en belti stendur fyrir landleiðir og braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sagði í viðtali við fréttastofu í byrjun september að verkefnið snúist í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. Hann sagði Ísland passa fullkomlega inn í verkefnið. „Það er kannski ekki alveg nákvæmt,“ segir Guðlaugur Þór um ummæli Pence, sem þakkaði Íslendingum í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut. Ummælin komu mörgum á óvart, þar sem ekkert slíkt hafði fengið staðfest. „Við höfum ekki samþykkt það en við erum bara eins og margar aðrar þjóðir að skoða þau mál,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur segir að Íslendingar hafi lagt áherslu á að klára ýmsa samninga um útflutning á vörum. Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kínverja og vilji efla viðskipti við landið.Hér að neðan má horfa á Pence svara spurningum fyrir utan Höfða í dag.Þá segir Guðlaugur að stefna Íslendinga sé skýr varðandi öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Lögð sé áhersla á frið og sjálfbærni, ekki aðeins í umhverfismálum heldur einnig í efnahags- og félagsmálum. Í aðdraganda heimsóknar Pence hingað til lands voru fréttir fluttar af því að Bandaríkin sæju Ísland jafnvel fyrir sér sem útstöð fyrir sprengjuvélar og kjarnorkuvopn. Guðlaugur Þór segir að þetta hafi ekki verið til umræðu á fundi sínum með Pence í Höfða. Þar hafi viðskiptamál verið rædd, Bandaríkjunum sé jafnframt fullkunnt um stefnu Íslands í kjarnorkumálum. „Það stendur ekki til að breyta henni,“ segir Guðlaugur Þór. Þá standi ekki til að opna hér bandaríska herstöð á ný og ekkert slíkt hafi verið rætt á fundinum. „Ég held það sé engin ástæða til að velta sér upp úr slíku og þó að herstöðinni hafi verið lokað þá er viðveran enn til staðar og ég hef ekki heyrt neinar hugmyndir um neitt annað.“Viðtal Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17