Borgarstjóra brugðið yfir byssumynd DV Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2019 21:00 Dagur segist ýmsu vanur frá DV en ekki muna eftir annarri slíkri myndbirtingu. Vísir Dagblaðið DV birti samsetta mynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem byssumaður miðar skotvopni að höfði hans á vefsíðu sinni í kvöld. Myndin hefur síðan verið fjarlægð. Borgarstjóri segist ýmsu vanur af hálfu DV í borgarstjórnarmálum en að honum hafi verið brugðið þegar hann sá myndina. Myndin fylgdi upphaflega frétt DV um umræður í Facebook-hópnum „Stjórnmálaspjallinu“ um að Dagur hefði komið á hjóli í Höfða á fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Í fréttinni eru birt nokkur ummæli án þess að þeir sem höfðu þau uppi sé nafngreindir, þar á meðal ein þar sem sagði: „Hvar er riffillinn núna?“ Máni Snær Þorláksson, blaðamaður DV sem er skrifaður fyrir fréttinni á vef DV, staðfesti við Vísi að myndin af borgarstjóra með skuggamynd af manni miða riffli að höfðinu á honum hafi verið sett saman af DV en ekki fengin úr Facebook-hópnum. Spurður að því hvort DV hefði talið myndavalið við hæfi sagðist Máni Snær skilja hvernig myndin gæti misskilist, hún hafi verið unnin í fljótfærni og hann sæi að myndin væri ekki við hæfi. Hún yrði fjarlægð. Skipt hafði verið um mynd með fréttinni á níunda tímanum í kvöld en þá hafði upphaflega myndin lifað á vefsíðu DV í rúmar tvær klukkustundir.Hér má sjá skjáskot af samsettu myndinni sem DV birti á vef sínum í kvöld. Hún hefur síðan verið fjarlægð.SkjáskotÁbyrgðarhluti í ljósi nýlegra hótana gegn ráðherra Borgarstjóri hafði ekki séð mynd DV þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum hans í kvöld. Hann sagðist telja það afar sérstakt og alvarlegt dómgreindarleysi að sækja skítkast djúpt inn á internetið og lyfta því upp með slíkum „myndgjörningi“. „Mér var mjög brugðið að sjá þetta, satt best að segja, þó að maður sé ýmsu vanur, sérstaklega undanfarið, frá DV þegar kemur að borgarmálunum, þá man ég ekki eftir neinu svona,“ segir Dagur við Vísi. Spurður að því hvort að hann telji hættulegt af fjölmiðli að birta mynd sem gæti skilist sem hvatning til ofbeldis rifjar Dagur upp að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi fengið líflátshótun vegna þriðja orkupakkans nýlega. „Þess vegna er það ábyrgðarhluti að lyfta einhverju sem gæti skilist þannig eins og það sé sjálfsagt eða venjulegur hlutur,“ segir borgarstjóri. Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Dagblaðið DV birti samsetta mynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem byssumaður miðar skotvopni að höfði hans á vefsíðu sinni í kvöld. Myndin hefur síðan verið fjarlægð. Borgarstjóri segist ýmsu vanur af hálfu DV í borgarstjórnarmálum en að honum hafi verið brugðið þegar hann sá myndina. Myndin fylgdi upphaflega frétt DV um umræður í Facebook-hópnum „Stjórnmálaspjallinu“ um að Dagur hefði komið á hjóli í Höfða á fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Í fréttinni eru birt nokkur ummæli án þess að þeir sem höfðu þau uppi sé nafngreindir, þar á meðal ein þar sem sagði: „Hvar er riffillinn núna?“ Máni Snær Þorláksson, blaðamaður DV sem er skrifaður fyrir fréttinni á vef DV, staðfesti við Vísi að myndin af borgarstjóra með skuggamynd af manni miða riffli að höfðinu á honum hafi verið sett saman af DV en ekki fengin úr Facebook-hópnum. Spurður að því hvort DV hefði talið myndavalið við hæfi sagðist Máni Snær skilja hvernig myndin gæti misskilist, hún hafi verið unnin í fljótfærni og hann sæi að myndin væri ekki við hæfi. Hún yrði fjarlægð. Skipt hafði verið um mynd með fréttinni á níunda tímanum í kvöld en þá hafði upphaflega myndin lifað á vefsíðu DV í rúmar tvær klukkustundir.Hér má sjá skjáskot af samsettu myndinni sem DV birti á vef sínum í kvöld. Hún hefur síðan verið fjarlægð.SkjáskotÁbyrgðarhluti í ljósi nýlegra hótana gegn ráðherra Borgarstjóri hafði ekki séð mynd DV þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum hans í kvöld. Hann sagðist telja það afar sérstakt og alvarlegt dómgreindarleysi að sækja skítkast djúpt inn á internetið og lyfta því upp með slíkum „myndgjörningi“. „Mér var mjög brugðið að sjá þetta, satt best að segja, þó að maður sé ýmsu vanur, sérstaklega undanfarið, frá DV þegar kemur að borgarmálunum, þá man ég ekki eftir neinu svona,“ segir Dagur við Vísi. Spurður að því hvort að hann telji hættulegt af fjölmiðli að birta mynd sem gæti skilist sem hvatning til ofbeldis rifjar Dagur upp að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi fengið líflátshótun vegna þriðja orkupakkans nýlega. „Þess vegna er það ábyrgðarhluti að lyfta einhverju sem gæti skilist þannig eins og það sé sjálfsagt eða venjulegur hlutur,“ segir borgarstjóri.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent