Jói Fel lokar á landsbyggðinni og fjölgar útibúum í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. september 2019 11:09 Jói Fel tók við rekstri á bakaríum á Selfossi og á Hellu fyrir 18 mánuðum síðan. Samsett mynd „Lokað vegna óviðráðanlegra aðstæðna,“ er skrifað á miða í glugganum á Guðni Bakari á Selfossi. Tvö af bakaríum í eigu Jóhannesar Felixsonar bakarameistara eru lokuð í augnablikinu, Guðni Bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu. Starfsmaður á skrifstofu Jóa Fel í Holtagörðum staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ekki er vitað hvort um tímabundna lokun er að ræða en í samtali við DV í gær sagði Jói Fel að það sé verið að vinna í þessu máli og að „þetta skýrist síðar.“ DV heldur því fram að gjaldþrot vofi yfir bakaríunum tveimur. Samkvæmt Lögbirtingablaðinu var Guðni bakari ehf. úrskurðað gjaldþrota þann 26. ágúst síðastliðinn. Skiptafundur verður fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. Skjáskot/LögbirtingablaðiðÞann 26. ágúst tilkynnti Jói Fel um opnun á nýju kaffihúsi og bakaríi í Borgartúni í Reykjavík. Í mars á þessu ári opnaði hann einnig útibú í Spönginni í Reykjavík. Guðnabakarí opnaði árið 1972 en Kökuval var stofnað árið 1992. Jói Fel tók við rekstri bakaríanna í desember árið 2017 og breytti nafninu úr Guðnabakarí í Guðni bakari, en hélt rekstrinum aðskildum frá rekstrinum á útibúum Jóa Fel á Höfuðborgarsvæðinu. „Já, það er rétt, ég er búin að kaupa Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu og tek við rekstri þeirra um áramótin. Bæði eru þessi bakarí flott og verða í svipuðum rekstri áfram en það verður þó smátt og smátt Jóa Fel stíll á þeim“, sagði Jói Fel um kaupin í samtali við Vísi árið 2017. Þá kom fram að engar uppsagnir myndu verða samhliða kaupunum og starfsmenn á báðum stöðum myndu halda vinnu sinni. Eftir kaupin á Bakaríunum tveimur varð Jói Fel eigandi sjö bakaría með samtals meira en hundrað starfsmenn.Íbúar á Selfossi hafa síðustu daga komið að læstum dyrum í bakaríinu Guðni Bakari. Fyrirtækið hefur verið í rekstri frá árinu 1972.Vísir/Magnús HlynurBakaríið Hjá Jóa Fel var stofnað þann 5. nóvember árið 1997. Bakaríið er í dag með sex útibú á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru í Holtagörðum, Spönginni, Smáralind, Litlatúni í Garðabæ, JL húsinu við Hringbraut og á nýjum stað í Borgartúni. Öll framleiðsla fram í Holtagörðunum.Ekki náðist í Jóa Fel við vinnslu fréttar.Fréttin var uppfærð kl. 12:24 með upplýsingum úr Lögbirtingarblaðinu Árborg Rangárþing ytra Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
„Lokað vegna óviðráðanlegra aðstæðna,“ er skrifað á miða í glugganum á Guðni Bakari á Selfossi. Tvö af bakaríum í eigu Jóhannesar Felixsonar bakarameistara eru lokuð í augnablikinu, Guðni Bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu. Starfsmaður á skrifstofu Jóa Fel í Holtagörðum staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ekki er vitað hvort um tímabundna lokun er að ræða en í samtali við DV í gær sagði Jói Fel að það sé verið að vinna í þessu máli og að „þetta skýrist síðar.“ DV heldur því fram að gjaldþrot vofi yfir bakaríunum tveimur. Samkvæmt Lögbirtingablaðinu var Guðni bakari ehf. úrskurðað gjaldþrota þann 26. ágúst síðastliðinn. Skiptafundur verður fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. Skjáskot/LögbirtingablaðiðÞann 26. ágúst tilkynnti Jói Fel um opnun á nýju kaffihúsi og bakaríi í Borgartúni í Reykjavík. Í mars á þessu ári opnaði hann einnig útibú í Spönginni í Reykjavík. Guðnabakarí opnaði árið 1972 en Kökuval var stofnað árið 1992. Jói Fel tók við rekstri bakaríanna í desember árið 2017 og breytti nafninu úr Guðnabakarí í Guðni bakari, en hélt rekstrinum aðskildum frá rekstrinum á útibúum Jóa Fel á Höfuðborgarsvæðinu. „Já, það er rétt, ég er búin að kaupa Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu og tek við rekstri þeirra um áramótin. Bæði eru þessi bakarí flott og verða í svipuðum rekstri áfram en það verður þó smátt og smátt Jóa Fel stíll á þeim“, sagði Jói Fel um kaupin í samtali við Vísi árið 2017. Þá kom fram að engar uppsagnir myndu verða samhliða kaupunum og starfsmenn á báðum stöðum myndu halda vinnu sinni. Eftir kaupin á Bakaríunum tveimur varð Jói Fel eigandi sjö bakaría með samtals meira en hundrað starfsmenn.Íbúar á Selfossi hafa síðustu daga komið að læstum dyrum í bakaríinu Guðni Bakari. Fyrirtækið hefur verið í rekstri frá árinu 1972.Vísir/Magnús HlynurBakaríið Hjá Jóa Fel var stofnað þann 5. nóvember árið 1997. Bakaríið er í dag með sex útibú á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru í Holtagörðum, Spönginni, Smáralind, Litlatúni í Garðabæ, JL húsinu við Hringbraut og á nýjum stað í Borgartúni. Öll framleiðsla fram í Holtagörðunum.Ekki náðist í Jóa Fel við vinnslu fréttar.Fréttin var uppfærð kl. 12:24 með upplýsingum úr Lögbirtingarblaðinu
Árborg Rangárþing ytra Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira