Boðar áframhaldandi samráð í útlendingamálum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2019 18:35 Frá ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagðist ekki hrædd við að takast á við erfið og viðkvæm mál sem dómsmálaráðherra þegar hún mætti til Bessastaða á sinn fyrsta ríkisráðsfund nú síðdegis. Boðaði hún áframhaldandi þverpólitísk samráð um útlendingamál. Hún tók við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu eftir fundinn. Spurð að því hvort að henni myndi fylgja meiri mildi í útlendingamálum þegar hún tæki við dómsmálaráðuneytinu svaraði Áslaug Arna því ekki beint. Sagðist hún ganga inn í ríkisstjórn með ákveðinn stjórnarsáttmála. Þingmannanefnd hafi verið skipuð til að ræða útlendingamál í víðara samhengi. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi farið með málaflokkinn byggðu núgildandi útlendingalög á störfum þverpólitískrar nefndar. „Það hefur verið mikið samráð um þessi mál og ég mun halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna.Áslaug Arna er yngsti ráðherra lýðveldissögunnar og sá næstyngsti frá upphafi. Hún sagðist vera stolt af því og að það væri gott að vera fyrirmynd í þeim efnum. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin væri eins fjölbreytt og samfélagið en benti hún jafnframt á að hún hefði mikla reynslu eftir að hafa stýrt tveimur stórum þingnefndum og verið í forystu Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár. Hún var spurð út í gagnrýni sumra flokksfélaga hennar á að hún væri of ung. „Ef það er eina gagnrýnin þá kvarta ég ekki,“ sagði Áslaug Arna. Sagðist hún nálgast embættið af auðmýkt og tilhlökkun því hún vissi að mál ráðuneytisins snerti fólk. „Þó að þau séu erfið er ég ekki hrædd við það heldur,“ sagði hún. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagðist ekki hrædd við að takast á við erfið og viðkvæm mál sem dómsmálaráðherra þegar hún mætti til Bessastaða á sinn fyrsta ríkisráðsfund nú síðdegis. Boðaði hún áframhaldandi þverpólitísk samráð um útlendingamál. Hún tók við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu eftir fundinn. Spurð að því hvort að henni myndi fylgja meiri mildi í útlendingamálum þegar hún tæki við dómsmálaráðuneytinu svaraði Áslaug Arna því ekki beint. Sagðist hún ganga inn í ríkisstjórn með ákveðinn stjórnarsáttmála. Þingmannanefnd hafi verið skipuð til að ræða útlendingamál í víðara samhengi. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi farið með málaflokkinn byggðu núgildandi útlendingalög á störfum þverpólitískrar nefndar. „Það hefur verið mikið samráð um þessi mál og ég mun halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna.Áslaug Arna er yngsti ráðherra lýðveldissögunnar og sá næstyngsti frá upphafi. Hún sagðist vera stolt af því og að það væri gott að vera fyrirmynd í þeim efnum. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin væri eins fjölbreytt og samfélagið en benti hún jafnframt á að hún hefði mikla reynslu eftir að hafa stýrt tveimur stórum þingnefndum og verið í forystu Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár. Hún var spurð út í gagnrýni sumra flokksfélaga hennar á að hún væri of ung. „Ef það er eina gagnrýnin þá kvarta ég ekki,“ sagði Áslaug Arna. Sagðist hún nálgast embættið af auðmýkt og tilhlökkun því hún vissi að mál ráðuneytisins snerti fólk. „Þó að þau séu erfið er ég ekki hrædd við það heldur,“ sagði hún.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira