Forsetinn staðfesti þriðja orkupakkann í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2019 19:01 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, staðfesti í dag breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun. Fréttablaðið/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði og staðfesti tvenn lög í dag, lög um breytingu á raforkulögum og lög um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu forseta í dag. Ný lög voru endurstaðfest af forseta á ríkisráðsfundi í dag en þau voru samþykkt á Alþingi á mánudaginn, 2. september. Miklar umræður hafa verið um þriðja orkupakkann svokallaða undanfarna mánuði og í yfirlýsingu forseta segir að umræður hafi varað mánuðum saman áður en frumvarpið var lagt fyrir Alþingi þann 1. apríl síðastliðinn. Þá var Guðna afhent áskorun sem alls 7.643 einstaklingar skrifuðu undir. Þá stendur í yfirlýsingu forseta að tekið hafi verið fram á síðunni þar sem undirskriftum var safnað að hægt væri að „skrá sig sjálfan, fjölskyldumeðlimi og vinnufélaga.“ Það hefur síðan verið tekið út. Áskorunin var afhent forseta í gær og hljóðaði svo: „Við undirrituð skorum á þig forseta lýðveldisins Íslands Hr. Guðna Th. Jóhannesson að beita málskotsrétti þínum til þjóðarinnar skv. 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og synja staðfestingar á hverjum þeim lögum samþykktum af Alþingi Íslendinga sem fela í sér afsal á yfirráðum Íslendinga yfir náttúruauðlindum okkar, svo sem orku vatnsaflsvirkjana og jarðhitasvæða, drykkjarvatni og heitu vatni, og afsal á stjórn innviða tengdum þeim til erlendra aðila, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, ríki eða ríkjasambönd, og vísa þannig lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Þá þakkar forseti þeim sem hafa lýst yfir áhyggjum á orkupakkanum þriðja fyrir það að deila sínum skoðunum á málinu. Forseti bendir hins vegar á að ef hann kysi að nýta sér synjunarrétt forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar yrði það ekki til þess að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þann rétt er ekki að finna í stjórnskipun lýðveldisins. „Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar eru teknar með stjórnskipulegum fyrirvara ef breyta þarf lögum vegna innleiðingar þeirra. Slíkum fyrirvara er aflétt með þingsályktunartillögu í samræmi við 21. gr stjórnarskrárinnar um það hvenær Alþingi þarf að koma að gerð þjóðréttarsamninga. Þingsályktunartillögur Alþingis eru ekki lagðar fyrir forseta, hvorki til upplýsingar né samþykktar eða synjunar,“ þetta segir í yfirlýsingu forseta. „Fari svo að Alþingi samþykki að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara veitir þingið ríkisstjórn hins vegar heimild til að staðfesta ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar. Slíkar ákvarðanir eru lagðar fyrir forseta til staðfestingar, með vísan til áðurnefndar 21. greinar stjórnarskrárinnar sem kveður á um að forseti Íslands geri samninga við erlend ríki.“Telur að breyta þurfi stjórnarskrá Guðni tekur það fram í yfirlýsingunni að hann hafi lýst stuðningi við það að í stjórnarskrá lýðveldisins yrði ákvæði bætt við þar sem tryggt væri að tiltekinn fjöldi kjósenda gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög Alþingis. Það er að ef ákveðinn hluti þjóðar krefðist þjóðaratkvæðagreiðslu yrði að fylgja því eftir. Þá telur forseti að breyta þurfi ákvæðum sem snúa að forseta Íslands og segir ákvæði stjórnarskrár sem snúi að forseta orðuð þannig að þau dragi ekki upp rétta mynd af stjórnskipun landsins nema þau séu lesin í samhengi við hvert annað. „Ég kvaðst einnig styðja aðrar stjórnarskrárbreytingar, ekki síst að ákvæði um forseta Íslands yrðu endurskoðuð þannig að þau lýstu á skýrari hátt stöðu forseta en bæru ekki sterkan keim af uppruna í konungsríki fyrir daga þingræðis og lýðræðis.“ Forseti Íslands Fréttaskýringar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Skiptar skoðanir í Noregi um ákvörðun Alþingis í orkupakkamálinu Fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið. 2. september 2019 23:45 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. 6. september 2019 10:41 Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES 1. september 2019 21:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði og staðfesti tvenn lög í dag, lög um breytingu á raforkulögum og lög um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu forseta í dag. Ný lög voru endurstaðfest af forseta á ríkisráðsfundi í dag en þau voru samþykkt á Alþingi á mánudaginn, 2. september. Miklar umræður hafa verið um þriðja orkupakkann svokallaða undanfarna mánuði og í yfirlýsingu forseta segir að umræður hafi varað mánuðum saman áður en frumvarpið var lagt fyrir Alþingi þann 1. apríl síðastliðinn. Þá var Guðna afhent áskorun sem alls 7.643 einstaklingar skrifuðu undir. Þá stendur í yfirlýsingu forseta að tekið hafi verið fram á síðunni þar sem undirskriftum var safnað að hægt væri að „skrá sig sjálfan, fjölskyldumeðlimi og vinnufélaga.“ Það hefur síðan verið tekið út. Áskorunin var afhent forseta í gær og hljóðaði svo: „Við undirrituð skorum á þig forseta lýðveldisins Íslands Hr. Guðna Th. Jóhannesson að beita málskotsrétti þínum til þjóðarinnar skv. 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og synja staðfestingar á hverjum þeim lögum samþykktum af Alþingi Íslendinga sem fela í sér afsal á yfirráðum Íslendinga yfir náttúruauðlindum okkar, svo sem orku vatnsaflsvirkjana og jarðhitasvæða, drykkjarvatni og heitu vatni, og afsal á stjórn innviða tengdum þeim til erlendra aðila, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, ríki eða ríkjasambönd, og vísa þannig lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Þá þakkar forseti þeim sem hafa lýst yfir áhyggjum á orkupakkanum þriðja fyrir það að deila sínum skoðunum á málinu. Forseti bendir hins vegar á að ef hann kysi að nýta sér synjunarrétt forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar yrði það ekki til þess að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þann rétt er ekki að finna í stjórnskipun lýðveldisins. „Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar eru teknar með stjórnskipulegum fyrirvara ef breyta þarf lögum vegna innleiðingar þeirra. Slíkum fyrirvara er aflétt með þingsályktunartillögu í samræmi við 21. gr stjórnarskrárinnar um það hvenær Alþingi þarf að koma að gerð þjóðréttarsamninga. Þingsályktunartillögur Alþingis eru ekki lagðar fyrir forseta, hvorki til upplýsingar né samþykktar eða synjunar,“ þetta segir í yfirlýsingu forseta. „Fari svo að Alþingi samþykki að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara veitir þingið ríkisstjórn hins vegar heimild til að staðfesta ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar. Slíkar ákvarðanir eru lagðar fyrir forseta til staðfestingar, með vísan til áðurnefndar 21. greinar stjórnarskrárinnar sem kveður á um að forseti Íslands geri samninga við erlend ríki.“Telur að breyta þurfi stjórnarskrá Guðni tekur það fram í yfirlýsingunni að hann hafi lýst stuðningi við það að í stjórnarskrá lýðveldisins yrði ákvæði bætt við þar sem tryggt væri að tiltekinn fjöldi kjósenda gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög Alþingis. Það er að ef ákveðinn hluti þjóðar krefðist þjóðaratkvæðagreiðslu yrði að fylgja því eftir. Þá telur forseti að breyta þurfi ákvæðum sem snúa að forseta Íslands og segir ákvæði stjórnarskrár sem snúi að forseta orðuð þannig að þau dragi ekki upp rétta mynd af stjórnskipun landsins nema þau séu lesin í samhengi við hvert annað. „Ég kvaðst einnig styðja aðrar stjórnarskrárbreytingar, ekki síst að ákvæði um forseta Íslands yrðu endurskoðuð þannig að þau lýstu á skýrari hátt stöðu forseta en bæru ekki sterkan keim af uppruna í konungsríki fyrir daga þingræðis og lýðræðis.“
Forseti Íslands Fréttaskýringar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Skiptar skoðanir í Noregi um ákvörðun Alþingis í orkupakkamálinu Fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið. 2. september 2019 23:45 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. 6. september 2019 10:41 Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES 1. september 2019 21:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14
Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30
Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10
Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18
Skiptar skoðanir í Noregi um ákvörðun Alþingis í orkupakkamálinu Fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið. 2. september 2019 23:45
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48
Ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. 6. september 2019 10:41
Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES 1. september 2019 21:00