Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 6. september 2019 21:18 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, mótmælir nýju fjárlagafrumvarpi harðlega. Stöð 2 Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi. Persónuafsláttur verður þó lækkaður og skattar á millitekjufólk hækka. Ýmis gjöld verða hækkuð um áramótin. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í dag. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í morgun og verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag. Fjármálaráðherra greindi frá því að tekjuskattur á lægstu laun verður lækkaður hraðar en áður var gert ráð fyrir- eða í tveimur en ekki þremur áföngum eins og ríkisstjórnin hafði áætlað.„Það sem er nýtt í þessu og setur spennu á fjármálaáætlunar áformin er árið 2021. Að öðru leyti er þetta fyllilega í samræmi við fjármálaáætlun. Við erum í raun og veru að segja að við ætlum að forgangsraða í þágu þess að flýta skattalækkun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.FjármálaráðuneytiðUm áramótin verður til þriggja þrepa kerfi í stað tveggja þrepa. Tekjuskattur á laun upp að 352 þúsund krónum lækkar þá um tæp tvö prósent. Á þarnæsta ári fer skattbyrðin á þennan hóp niður í 31,4 prósent og nemur heildarlækkunin þá fimm og hálfu prósenti. „Hér eru mjög fjölmennir hópar öryrkja og margra á lífeyrisaldri,“ segir Bjarni.Útgjaldaaukning umtalsverð milli ára Skattur á tekjur frá neðsta þrepi og upp að 989 þúsund krónum hækkar hins vegar um eitt prósent á tímabilinu og skattur á hærri tekjur stendur óhaggaður. Samhliða þessu lækkar persónuafsláttur um fimm þúsund krónur. „Mestu munar þetta fyrir þá sem eru á lægstu launum en þar verður skattalækkunin um 120 þúsund krónur á ári,“ segir Bjarni. Til stendur að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um tvö og hálft prósent um áramótin. Þar má nefna útvarpsgjald sem fer úr 17.500 krónur í tæpar 18 þúsund krónur, Sama hækkun er á áfengis og tóbaksgjöldum, bifreiðagjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, og gjaldi í framkvæmdasjóð aldraðra. Sóknargjald hækkar um hálft prósentustig. Útgjaldaaukningin er umtalsverð milli ára. Þar af um níu milljarða vegna aukins atvinnuleysis í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og kólnunar í hagkerfinu. Þá er gert ráð fyrir 400 milljónum í stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla, 220 milljónir eru lagðar í aðgerðir til að auka nýliðun kennara og fjárheimildir fyrir byggingu á nýjum Landspítala er hækkuð um 3,8 milljarða.Útgjöld vegna sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum 2020.Eitthvað gæti þó enn breyst vegna óvissu í efnahagslífinu. Það eru svona fínstillingar á tekju- og gjaldahliðinni sem gæti mögulega þurft þegar ný þjóðhagsspá lítur dagsins ljós í haust en ég á ekki von á neinum meiriháttar breytingum.Segir auðlegðarskatt eða stóreignaskatt eigi að skoða Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag og verður líklega tekist hart á um það. Ein þeirra sem mun mótmæla frumvarpinu er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þetta frumvarp er byggt á fjármálaáætluninni sem var samþykkt í vor og við í Samfylkingunni við gagnrýndum hana harðlega. Við lögðum til breytingartillögur, við vildum verja velferðina í niðursveiflunni. Við vildum leggja meira til skólanna, bæta kjör aldraðra, öryrkja og barnafólks, leggja meira í nýsköpun og rannsóknir og til húsnæðismála og loftslagsmála,“ segir Oddný.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Sunna„Á þessa gagnrýni var ekki hlustað en sú gagnrýni stendur enn því að engu er þarna um breytt.“ Oddný segir mjög undarlegt að engar breytingar hafi verið gerðar á skattlagningu hæsta launaflokks. Þá sé undarlegt að ríkisstjórnin skuli standa vörð um þann hóp í samfélaginu sem hafi fengið að njóta uppsveiflunnar. „[Ríkisstjórnin] gerir ekki þá kröfu að þeir leggi aukið til í gegn um skattkerfið í niðursveiflunni en það ættum við auðvitað að gera til þess að afla tekna, til þess að hafa borð fyrir báru á óvissutímum og auka jöfnuð um leið,“ segir Oddný. Hún segir fleiri skattþrep vanta og þrepaskipta þurfi fjármagnstekjuskatt. Á Íslandi sé lægstur fjármagnstekjuskattur á Norðurlöndunum. Þá þurfi að skoða auðlegðarskatt eða stóreignaskatt. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi. Persónuafsláttur verður þó lækkaður og skattar á millitekjufólk hækka. Ýmis gjöld verða hækkuð um áramótin. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í dag. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í morgun og verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag. Fjármálaráðherra greindi frá því að tekjuskattur á lægstu laun verður lækkaður hraðar en áður var gert ráð fyrir- eða í tveimur en ekki þremur áföngum eins og ríkisstjórnin hafði áætlað.„Það sem er nýtt í þessu og setur spennu á fjármálaáætlunar áformin er árið 2021. Að öðru leyti er þetta fyllilega í samræmi við fjármálaáætlun. Við erum í raun og veru að segja að við ætlum að forgangsraða í þágu þess að flýta skattalækkun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.FjármálaráðuneytiðUm áramótin verður til þriggja þrepa kerfi í stað tveggja þrepa. Tekjuskattur á laun upp að 352 þúsund krónum lækkar þá um tæp tvö prósent. Á þarnæsta ári fer skattbyrðin á þennan hóp niður í 31,4 prósent og nemur heildarlækkunin þá fimm og hálfu prósenti. „Hér eru mjög fjölmennir hópar öryrkja og margra á lífeyrisaldri,“ segir Bjarni.Útgjaldaaukning umtalsverð milli ára Skattur á tekjur frá neðsta þrepi og upp að 989 þúsund krónum hækkar hins vegar um eitt prósent á tímabilinu og skattur á hærri tekjur stendur óhaggaður. Samhliða þessu lækkar persónuafsláttur um fimm þúsund krónur. „Mestu munar þetta fyrir þá sem eru á lægstu launum en þar verður skattalækkunin um 120 þúsund krónur á ári,“ segir Bjarni. Til stendur að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um tvö og hálft prósent um áramótin. Þar má nefna útvarpsgjald sem fer úr 17.500 krónur í tæpar 18 þúsund krónur, Sama hækkun er á áfengis og tóbaksgjöldum, bifreiðagjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, og gjaldi í framkvæmdasjóð aldraðra. Sóknargjald hækkar um hálft prósentustig. Útgjaldaaukningin er umtalsverð milli ára. Þar af um níu milljarða vegna aukins atvinnuleysis í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og kólnunar í hagkerfinu. Þá er gert ráð fyrir 400 milljónum í stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla, 220 milljónir eru lagðar í aðgerðir til að auka nýliðun kennara og fjárheimildir fyrir byggingu á nýjum Landspítala er hækkuð um 3,8 milljarða.Útgjöld vegna sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum 2020.Eitthvað gæti þó enn breyst vegna óvissu í efnahagslífinu. Það eru svona fínstillingar á tekju- og gjaldahliðinni sem gæti mögulega þurft þegar ný þjóðhagsspá lítur dagsins ljós í haust en ég á ekki von á neinum meiriháttar breytingum.Segir auðlegðarskatt eða stóreignaskatt eigi að skoða Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag og verður líklega tekist hart á um það. Ein þeirra sem mun mótmæla frumvarpinu er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þetta frumvarp er byggt á fjármálaáætluninni sem var samþykkt í vor og við í Samfylkingunni við gagnrýndum hana harðlega. Við lögðum til breytingartillögur, við vildum verja velferðina í niðursveiflunni. Við vildum leggja meira til skólanna, bæta kjör aldraðra, öryrkja og barnafólks, leggja meira í nýsköpun og rannsóknir og til húsnæðismála og loftslagsmála,“ segir Oddný.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Sunna„Á þessa gagnrýni var ekki hlustað en sú gagnrýni stendur enn því að engu er þarna um breytt.“ Oddný segir mjög undarlegt að engar breytingar hafi verið gerðar á skattlagningu hæsta launaflokks. Þá sé undarlegt að ríkisstjórnin skuli standa vörð um þann hóp í samfélaginu sem hafi fengið að njóta uppsveiflunnar. „[Ríkisstjórnin] gerir ekki þá kröfu að þeir leggi aukið til í gegn um skattkerfið í niðursveiflunni en það ættum við auðvitað að gera til þess að afla tekna, til þess að hafa borð fyrir báru á óvissutímum og auka jöfnuð um leið,“ segir Oddný. Hún segir fleiri skattþrep vanta og þrepaskipta þurfi fjármagnstekjuskatt. Á Íslandi sé lægstur fjármagnstekjuskattur á Norðurlöndunum. Þá þurfi að skoða auðlegðarskatt eða stóreignaskatt.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira