Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 6. september 2019 21:18 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, mótmælir nýju fjárlagafrumvarpi harðlega. Stöð 2 Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi. Persónuafsláttur verður þó lækkaður og skattar á millitekjufólk hækka. Ýmis gjöld verða hækkuð um áramótin. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í dag. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í morgun og verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag. Fjármálaráðherra greindi frá því að tekjuskattur á lægstu laun verður lækkaður hraðar en áður var gert ráð fyrir- eða í tveimur en ekki þremur áföngum eins og ríkisstjórnin hafði áætlað.„Það sem er nýtt í þessu og setur spennu á fjármálaáætlunar áformin er árið 2021. Að öðru leyti er þetta fyllilega í samræmi við fjármálaáætlun. Við erum í raun og veru að segja að við ætlum að forgangsraða í þágu þess að flýta skattalækkun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.FjármálaráðuneytiðUm áramótin verður til þriggja þrepa kerfi í stað tveggja þrepa. Tekjuskattur á laun upp að 352 þúsund krónum lækkar þá um tæp tvö prósent. Á þarnæsta ári fer skattbyrðin á þennan hóp niður í 31,4 prósent og nemur heildarlækkunin þá fimm og hálfu prósenti. „Hér eru mjög fjölmennir hópar öryrkja og margra á lífeyrisaldri,“ segir Bjarni.Útgjaldaaukning umtalsverð milli ára Skattur á tekjur frá neðsta þrepi og upp að 989 þúsund krónum hækkar hins vegar um eitt prósent á tímabilinu og skattur á hærri tekjur stendur óhaggaður. Samhliða þessu lækkar persónuafsláttur um fimm þúsund krónur. „Mestu munar þetta fyrir þá sem eru á lægstu launum en þar verður skattalækkunin um 120 þúsund krónur á ári,“ segir Bjarni. Til stendur að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um tvö og hálft prósent um áramótin. Þar má nefna útvarpsgjald sem fer úr 17.500 krónur í tæpar 18 þúsund krónur, Sama hækkun er á áfengis og tóbaksgjöldum, bifreiðagjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, og gjaldi í framkvæmdasjóð aldraðra. Sóknargjald hækkar um hálft prósentustig. Útgjaldaaukningin er umtalsverð milli ára. Þar af um níu milljarða vegna aukins atvinnuleysis í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og kólnunar í hagkerfinu. Þá er gert ráð fyrir 400 milljónum í stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla, 220 milljónir eru lagðar í aðgerðir til að auka nýliðun kennara og fjárheimildir fyrir byggingu á nýjum Landspítala er hækkuð um 3,8 milljarða.Útgjöld vegna sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum 2020.Eitthvað gæti þó enn breyst vegna óvissu í efnahagslífinu. Það eru svona fínstillingar á tekju- og gjaldahliðinni sem gæti mögulega þurft þegar ný þjóðhagsspá lítur dagsins ljós í haust en ég á ekki von á neinum meiriháttar breytingum.Segir auðlegðarskatt eða stóreignaskatt eigi að skoða Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag og verður líklega tekist hart á um það. Ein þeirra sem mun mótmæla frumvarpinu er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þetta frumvarp er byggt á fjármálaáætluninni sem var samþykkt í vor og við í Samfylkingunni við gagnrýndum hana harðlega. Við lögðum til breytingartillögur, við vildum verja velferðina í niðursveiflunni. Við vildum leggja meira til skólanna, bæta kjör aldraðra, öryrkja og barnafólks, leggja meira í nýsköpun og rannsóknir og til húsnæðismála og loftslagsmála,“ segir Oddný.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Sunna„Á þessa gagnrýni var ekki hlustað en sú gagnrýni stendur enn því að engu er þarna um breytt.“ Oddný segir mjög undarlegt að engar breytingar hafi verið gerðar á skattlagningu hæsta launaflokks. Þá sé undarlegt að ríkisstjórnin skuli standa vörð um þann hóp í samfélaginu sem hafi fengið að njóta uppsveiflunnar. „[Ríkisstjórnin] gerir ekki þá kröfu að þeir leggi aukið til í gegn um skattkerfið í niðursveiflunni en það ættum við auðvitað að gera til þess að afla tekna, til þess að hafa borð fyrir báru á óvissutímum og auka jöfnuð um leið,“ segir Oddný. Hún segir fleiri skattþrep vanta og þrepaskipta þurfi fjármagnstekjuskatt. Á Íslandi sé lægstur fjármagnstekjuskattur á Norðurlöndunum. Þá þurfi að skoða auðlegðarskatt eða stóreignaskatt. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi. Persónuafsláttur verður þó lækkaður og skattar á millitekjufólk hækka. Ýmis gjöld verða hækkuð um áramótin. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í dag. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í morgun og verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag. Fjármálaráðherra greindi frá því að tekjuskattur á lægstu laun verður lækkaður hraðar en áður var gert ráð fyrir- eða í tveimur en ekki þremur áföngum eins og ríkisstjórnin hafði áætlað.„Það sem er nýtt í þessu og setur spennu á fjármálaáætlunar áformin er árið 2021. Að öðru leyti er þetta fyllilega í samræmi við fjármálaáætlun. Við erum í raun og veru að segja að við ætlum að forgangsraða í þágu þess að flýta skattalækkun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.FjármálaráðuneytiðUm áramótin verður til þriggja þrepa kerfi í stað tveggja þrepa. Tekjuskattur á laun upp að 352 þúsund krónum lækkar þá um tæp tvö prósent. Á þarnæsta ári fer skattbyrðin á þennan hóp niður í 31,4 prósent og nemur heildarlækkunin þá fimm og hálfu prósenti. „Hér eru mjög fjölmennir hópar öryrkja og margra á lífeyrisaldri,“ segir Bjarni.Útgjaldaaukning umtalsverð milli ára Skattur á tekjur frá neðsta þrepi og upp að 989 þúsund krónum hækkar hins vegar um eitt prósent á tímabilinu og skattur á hærri tekjur stendur óhaggaður. Samhliða þessu lækkar persónuafsláttur um fimm þúsund krónur. „Mestu munar þetta fyrir þá sem eru á lægstu launum en þar verður skattalækkunin um 120 þúsund krónur á ári,“ segir Bjarni. Til stendur að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um tvö og hálft prósent um áramótin. Þar má nefna útvarpsgjald sem fer úr 17.500 krónur í tæpar 18 þúsund krónur, Sama hækkun er á áfengis og tóbaksgjöldum, bifreiðagjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, og gjaldi í framkvæmdasjóð aldraðra. Sóknargjald hækkar um hálft prósentustig. Útgjaldaaukningin er umtalsverð milli ára. Þar af um níu milljarða vegna aukins atvinnuleysis í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og kólnunar í hagkerfinu. Þá er gert ráð fyrir 400 milljónum í stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla, 220 milljónir eru lagðar í aðgerðir til að auka nýliðun kennara og fjárheimildir fyrir byggingu á nýjum Landspítala er hækkuð um 3,8 milljarða.Útgjöld vegna sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum 2020.Eitthvað gæti þó enn breyst vegna óvissu í efnahagslífinu. Það eru svona fínstillingar á tekju- og gjaldahliðinni sem gæti mögulega þurft þegar ný þjóðhagsspá lítur dagsins ljós í haust en ég á ekki von á neinum meiriháttar breytingum.Segir auðlegðarskatt eða stóreignaskatt eigi að skoða Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag og verður líklega tekist hart á um það. Ein þeirra sem mun mótmæla frumvarpinu er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þetta frumvarp er byggt á fjármálaáætluninni sem var samþykkt í vor og við í Samfylkingunni við gagnrýndum hana harðlega. Við lögðum til breytingartillögur, við vildum verja velferðina í niðursveiflunni. Við vildum leggja meira til skólanna, bæta kjör aldraðra, öryrkja og barnafólks, leggja meira í nýsköpun og rannsóknir og til húsnæðismála og loftslagsmála,“ segir Oddný.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Sunna„Á þessa gagnrýni var ekki hlustað en sú gagnrýni stendur enn því að engu er þarna um breytt.“ Oddný segir mjög undarlegt að engar breytingar hafi verið gerðar á skattlagningu hæsta launaflokks. Þá sé undarlegt að ríkisstjórnin skuli standa vörð um þann hóp í samfélaginu sem hafi fengið að njóta uppsveiflunnar. „[Ríkisstjórnin] gerir ekki þá kröfu að þeir leggi aukið til í gegn um skattkerfið í niðursveiflunni en það ættum við auðvitað að gera til þess að afla tekna, til þess að hafa borð fyrir báru á óvissutímum og auka jöfnuð um leið,“ segir Oddný. Hún segir fleiri skattþrep vanta og þrepaskipta þurfi fjármagnstekjuskatt. Á Íslandi sé lægstur fjármagnstekjuskattur á Norðurlöndunum. Þá þurfi að skoða auðlegðarskatt eða stóreignaskatt.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira