Áfangaheimilið nefnt eftir lagi Páls Óskars Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. september 2019 07:00 Á áfangaheimilinu Betra lífi eru 24 herbergi vel útbúin húsgögnum frá IKEA, en verslunin sýndi mikla velvild við uppbyggingu heimilisins. Fréttablaðið/Anton Brink „Við erum að koma á laggirnar áfangaheimili þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Kópavogi. Við erum með 24 herbergi fullbúin húsgögnum, sameiginlega sturtuaðstöðu og eldhús,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Áfangaheimilisins Betra lífs. Hann vinnur nú að uppbyggingu áfangaheimilis sem mun standa til boða fyrir fólk sem hefur í engin hús að venda og vill eignast betra líf. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn fór á svipað áfangaheimili hér í borginni. Honum var svo vísað þaðan vegna þess að hann vildi ekki fara á trúarlegar samkomur hjá þeim en það var forsenda fyrir því að fá að búa þar,“ segir Arnar. Þegar sonur hans hafði verið rekinn af áfangaheimilinu fór Arnar að leita á önnur mið til þess að finna honum heimili. „Ég fór að hringja út um allt, á öll áfangaheimili og það var bara allt upptekið. Jafnvel sex mánaða bið eftir því að komast að. Þetta sýndi mér bara hversu mikil þörfin er og á sama tíma datt ég niður á þetta húsnæði og ákvað að láta þetta verða að veruleika,“ segir Arnar. Á áfangaheimilinu Betra líf verður ekki lögð áhersla á trúarstarf. „Helsta skilyrðið fyrir því að fá að búa hér er að fólk sé edrú. Svo þarf fólk að borga leiguna og fara eftir ákveðnum húsreglum, til dæmis því að koma vel fram við náungann,“ segir Arnar. „Við verðum svo með AA-fundi fyrir þá sem vilja,“ bætir hann við. Hugmyndina að nafni heimilisins fékk Arnar frá bróður sínum Páli Óskari. „Hann gaf einu sinni út frábært lag sem heitir Betra líf og þegar ég spurði hann hvort ekki væri tilvalið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist það frábær hugmynd en benti mér á að búð í Kringlunni bæri sama nafn,“ segir hann. Arnar gerði sér þá ferð í Kringluna og fékk leyfi til þess að nota nafnið á áfangaheimilið. Nú þegar er einn skjólstæðingur fluttur inn á heimilið en Arnar býst við því að fleiri geti flutt inn eftir næstu viku. „Við erum að klára efri hæðina núna og þegar það er búið getum við farið að taka á móti fólki,“ segir hann. Enginn starfsmaður, fyrir utan Arnar sjálfan, mun starfa á heimilinu en öll hans vinna verður unnin í sjálfboðastarfi. „Svona rekstur býður ekki upp á neina launaða starfsemi og takmarkið er að reka þetta á núlli til að byrja með. Svo sér maður bara hvernig málin þróast en draumurinn er að geta boðið upp á mat hérna fyrir heimilisfólkið,“ segir hann. „Vonandi tekst okkur það að lokum, því að ég held að það sé stór þáttur í bata þessara einstaklinga að borða hollan og góðan mat,“ segir Arnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Við erum að koma á laggirnar áfangaheimili þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Kópavogi. Við erum með 24 herbergi fullbúin húsgögnum, sameiginlega sturtuaðstöðu og eldhús,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Áfangaheimilisins Betra lífs. Hann vinnur nú að uppbyggingu áfangaheimilis sem mun standa til boða fyrir fólk sem hefur í engin hús að venda og vill eignast betra líf. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn fór á svipað áfangaheimili hér í borginni. Honum var svo vísað þaðan vegna þess að hann vildi ekki fara á trúarlegar samkomur hjá þeim en það var forsenda fyrir því að fá að búa þar,“ segir Arnar. Þegar sonur hans hafði verið rekinn af áfangaheimilinu fór Arnar að leita á önnur mið til þess að finna honum heimili. „Ég fór að hringja út um allt, á öll áfangaheimili og það var bara allt upptekið. Jafnvel sex mánaða bið eftir því að komast að. Þetta sýndi mér bara hversu mikil þörfin er og á sama tíma datt ég niður á þetta húsnæði og ákvað að láta þetta verða að veruleika,“ segir Arnar. Á áfangaheimilinu Betra líf verður ekki lögð áhersla á trúarstarf. „Helsta skilyrðið fyrir því að fá að búa hér er að fólk sé edrú. Svo þarf fólk að borga leiguna og fara eftir ákveðnum húsreglum, til dæmis því að koma vel fram við náungann,“ segir Arnar. „Við verðum svo með AA-fundi fyrir þá sem vilja,“ bætir hann við. Hugmyndina að nafni heimilisins fékk Arnar frá bróður sínum Páli Óskari. „Hann gaf einu sinni út frábært lag sem heitir Betra líf og þegar ég spurði hann hvort ekki væri tilvalið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist það frábær hugmynd en benti mér á að búð í Kringlunni bæri sama nafn,“ segir hann. Arnar gerði sér þá ferð í Kringluna og fékk leyfi til þess að nota nafnið á áfangaheimilið. Nú þegar er einn skjólstæðingur fluttur inn á heimilið en Arnar býst við því að fleiri geti flutt inn eftir næstu viku. „Við erum að klára efri hæðina núna og þegar það er búið getum við farið að taka á móti fólki,“ segir hann. Enginn starfsmaður, fyrir utan Arnar sjálfan, mun starfa á heimilinu en öll hans vinna verður unnin í sjálfboðastarfi. „Svona rekstur býður ekki upp á neina launaða starfsemi og takmarkið er að reka þetta á núlli til að byrja með. Svo sér maður bara hvernig málin þróast en draumurinn er að geta boðið upp á mat hérna fyrir heimilisfólkið,“ segir hann. „Vonandi tekst okkur það að lokum, því að ég held að það sé stór þáttur í bata þessara einstaklinga að borða hollan og góðan mat,“ segir Arnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira